Langyngst og eina konan í framboði til forseta IOC Sindri Sverrisson skrifar 16. september 2024 17:03 Kirsty Coventry er fremsta íþróttakona í sögu Simbabve og er í dag íþróttamálaráðherra þjóðarinnar. Getty/Mark Metcalfe Sjö manns sækjast eftir því að verða næsti forseti Alþjóða ólympíusambandsins, IOC, í mars á næsta ári þegar núverandi forseti, Thomas Bach, lætur af störfum. Í hópnum eru sex karlar og ein kona, Kirsty Coventry, en hún er jafnframt yngsti frambjóðandinn, 41 árs gömul, tuttugu árum yngri en flestir mótframbjóðendur hennar. Þjóðverjinn Bach tilkynnti eftir Ólympíuleikana í París í síðasta mánuði að hann hygðist hætta í mars, eftir að hafa verið forseti frá árinu 2013. Frambjóðendurnir eru: Prinsinn Feisal Al Hussein, 60 ára frá Jórdaníu Prinsinn er formaður jórdönsku ólympíunefndarinnar og hefur setið í framkvæmdastjórn IOC frá árinu 2019. Hann hefur einnig setið í framkvæmdastjórn ólympíunefndar Asíu en er fyrrverandi glímukappi og rallý-ökumaður. Sebastian Coe, 67 ára frá Bretlandi Coe er elsti frambjóðandinn. Hann varð á sínum tíma tvöfaldur Ólympíumeistari í 1.500 metra hlaupi og er í dag formaður alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Hann var þingmaður breska Íhaldsflokksins á tíunda áratug síðustu aldar, og leiddi síðar skipulagsnefnd Ólympíuleikanna í London 2012 og var yfir breska ólympíusambandinu. Kirsty Coventry, 41 árs frá Simbabve Coventry er yngsti frambjóðandinn og eina konan sem býður sig fram. Hún er auk þess eini frambjóðandinn frá Afríku. Hún varð Ólympíumeistari í sundi og er fremsti ólympíufari í sögu sinnar þjóðar. Í dag er hún íþróttamálaráðherra Simbabve. Johan Eliasch, 62 ára frá Bretlandi Vellauðugur frumkvöðull sem fæddist í Svíþjóð og hefur verið formaður alþjóða skíðasambandsins síðan árið 2021. David Lappartient, 51 árs frá Frakklandi Formaður alþjóða hjólreiðasambandsins og yfirmaður rafíþrótta innan IOC. Juan Antonio Samaranch, 64 ára frá Spáni Sonur fyrrverandi forseta IOC, sem gegndi embætti frá 1980 til 2001. Samaranch hefur verið einn af fjórum varaforsetum IOC í sex ár og setið í stjórn í 23 ár. Hann fór fyrir skipulagsnefnd fyrir Vetrarólympíuleikana í Peking 2022. Morinari Watanabe, 65 ára frá Japan Watanabe hefur verið formaður alþjóða fimleikasambandsins frá árinu 2016. Hann er fyrsti Japaninn sem býður sig fram sem forseti IOC og sat í skipulagsnefnd vegna Ólympíuleikanna í Tókýó. Ólympíuleikar Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Allir vonsviknir af velli í Varazdin Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjá meira
Í hópnum eru sex karlar og ein kona, Kirsty Coventry, en hún er jafnframt yngsti frambjóðandinn, 41 árs gömul, tuttugu árum yngri en flestir mótframbjóðendur hennar. Þjóðverjinn Bach tilkynnti eftir Ólympíuleikana í París í síðasta mánuði að hann hygðist hætta í mars, eftir að hafa verið forseti frá árinu 2013. Frambjóðendurnir eru: Prinsinn Feisal Al Hussein, 60 ára frá Jórdaníu Prinsinn er formaður jórdönsku ólympíunefndarinnar og hefur setið í framkvæmdastjórn IOC frá árinu 2019. Hann hefur einnig setið í framkvæmdastjórn ólympíunefndar Asíu en er fyrrverandi glímukappi og rallý-ökumaður. Sebastian Coe, 67 ára frá Bretlandi Coe er elsti frambjóðandinn. Hann varð á sínum tíma tvöfaldur Ólympíumeistari í 1.500 metra hlaupi og er í dag formaður alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Hann var þingmaður breska Íhaldsflokksins á tíunda áratug síðustu aldar, og leiddi síðar skipulagsnefnd Ólympíuleikanna í London 2012 og var yfir breska ólympíusambandinu. Kirsty Coventry, 41 árs frá Simbabve Coventry er yngsti frambjóðandinn og eina konan sem býður sig fram. Hún er auk þess eini frambjóðandinn frá Afríku. Hún varð Ólympíumeistari í sundi og er fremsti ólympíufari í sögu sinnar þjóðar. Í dag er hún íþróttamálaráðherra Simbabve. Johan Eliasch, 62 ára frá Bretlandi Vellauðugur frumkvöðull sem fæddist í Svíþjóð og hefur verið formaður alþjóða skíðasambandsins síðan árið 2021. David Lappartient, 51 árs frá Frakklandi Formaður alþjóða hjólreiðasambandsins og yfirmaður rafíþrótta innan IOC. Juan Antonio Samaranch, 64 ára frá Spáni Sonur fyrrverandi forseta IOC, sem gegndi embætti frá 1980 til 2001. Samaranch hefur verið einn af fjórum varaforsetum IOC í sex ár og setið í stjórn í 23 ár. Hann fór fyrir skipulagsnefnd fyrir Vetrarólympíuleikana í Peking 2022. Morinari Watanabe, 65 ára frá Japan Watanabe hefur verið formaður alþjóða fimleikasambandsins frá árinu 2016. Hann er fyrsti Japaninn sem býður sig fram sem forseti IOC og sat í skipulagsnefnd vegna Ólympíuleikanna í Tókýó.
Ólympíuleikar Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Allir vonsviknir af velli í Varazdin Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjá meira