Segir lögin skipta máli en líka mannúð Lovísa Arnardóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 17. september 2024 11:49 Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segir mikilvægt að dómsmálaráðherra hafi orðið við beiðni ráðherra Vinstri grænna um að fresta brottvísun. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir þingkona Vinstri grænna segir mikla spennu innan ríkisstjórnarinnar um mál Yazans en að ríkisstjórnin hafi ekki verið í hættu vegna brottvísunarinnar. Málið hafi verið rætt frá hinum ýmsu hliðum en að enda sé það ekki hlutverk ríkisstjórnar að taka ákvörðum um það hvort hann verði áfram eða ekki. Hún segir það mjög mikilvægt, fyrir ríkisstjórnina, að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hafi orðið við beiðni ráðherra Vinstri grænna um að brottvísun yrði frestað þar til málið hafi verið rætt í ríkisstjórn. „Við ræddum það hér frá mjög mörgum hliðum,“ segir Svandís og að málið hafi sérstaklega verið rætt út frá hliðum veiks fólks og barna. Hvað ráðherrar Vinstri grænna hefðu gert hefði Guðrún ekki orðið við beiðninni segir Svandís það ekki liggja fyrir. Það hafi ekki þurft að hugsa til þess því Guðrún varð við beiðninni. Svandís segist hafa heyrt af brottvísuninni í fjölmiðlum. Eiginmaður hennar hafi vakið hana klukkan 5 og hún strax hringt í Guðmund Inga. Þau hafi staðið í þeirri trú að það yrði ekki ráðist í lögregluaðgerð á spítalanum og þau hafi því rætt það hvort að tilefni væri til að ræða það við forsætisráðherra. Fram hefur komið að eftir nokkra daga, þann 22. september, rennur út sá frestur sem yfirvöld hafa til að leggja málið í hendur yfirvalda á Spáni. Úrskurður kærunefndar hafi legið fyrir í mars og eftir það hafi yfirvöld sex mánuði til að vísa þeim úr landi. Sá frestur renni út á laugardag. Svandís segir að á laugardag verði þannig til réttur til endurupptöku máls hjá Útlendingastofnun og að þá geti fjölskyldan fengið efnismeðferð. „Það er þriðjudagur í dag og við þurfum að sjá hverju vindur fram,“ segir Svandís. Það sé samt þannig að ákvörðun um að bíða eða eitthvað slíkt sé ekki tekin á borði ríkisstjórnarinnar. Gleymi því ekki að vera manneskja Hvað varðar mannúð og hvort hún geti sigrað lögin segir Svandís það skipta miklu máli að fylgja lögum en það skipti jafn miklu máli að fólk í stjórnmálum gleymi því ekki hvernig það er að vera manneskja. „Í þessu mali þá snýst þetta dálítið um það að halda því til haga að þetta snýst um langveikt og fatlað barn sem er í mjög sérstakri stöðu og mér finnst að við eigum að opna hjartað fyrir því.“ Svandís segir það ástæðuna fyrir því að ráðherrar Vinstri grænna hafi óskað þess að málið yrði tekið fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar. „Þetta varðar mannúð, þetta varðar hagsmuni barns. Þetta var sársaukafull aðgerð sem var þarna í uppsiglingu sem okkur fannst tilefni til þess að velta vöngum yfir hér í ríkisstjórn.“ Ekki ákvörðun ríkisstjórnarinnar Svandís segir það ekki á þeirra borði að taka ákvarðanir um framhaldið en að það hafi verið rætt hvort það sé tilefni til að skoða ýmis mál sem þessu tengjast. Eins og hagsmuni barna, sjúklinga og löregluaðgerð inni á sjúkrahúsi. „Það eru sjónarmið þarna sem þarf að ræða og taka til skoðunar,“ segir hún og að það skipti máli að fólk sé í skjóli á sjúkrahúsi. Hún segir spítalann sjálfan hafa vakið athygli á þessu og að það verði að skoða hver eigi að njóta vafans við þessar aðstæður. Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Sjá meira
Hún segir það mjög mikilvægt, fyrir ríkisstjórnina, að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hafi orðið við beiðni ráðherra Vinstri grænna um að brottvísun yrði frestað þar til málið hafi verið rætt í ríkisstjórn. „Við ræddum það hér frá mjög mörgum hliðum,“ segir Svandís og að málið hafi sérstaklega verið rætt út frá hliðum veiks fólks og barna. Hvað ráðherrar Vinstri grænna hefðu gert hefði Guðrún ekki orðið við beiðninni segir Svandís það ekki liggja fyrir. Það hafi ekki þurft að hugsa til þess því Guðrún varð við beiðninni. Svandís segist hafa heyrt af brottvísuninni í fjölmiðlum. Eiginmaður hennar hafi vakið hana klukkan 5 og hún strax hringt í Guðmund Inga. Þau hafi staðið í þeirri trú að það yrði ekki ráðist í lögregluaðgerð á spítalanum og þau hafi því rætt það hvort að tilefni væri til að ræða það við forsætisráðherra. Fram hefur komið að eftir nokkra daga, þann 22. september, rennur út sá frestur sem yfirvöld hafa til að leggja málið í hendur yfirvalda á Spáni. Úrskurður kærunefndar hafi legið fyrir í mars og eftir það hafi yfirvöld sex mánuði til að vísa þeim úr landi. Sá frestur renni út á laugardag. Svandís segir að á laugardag verði þannig til réttur til endurupptöku máls hjá Útlendingastofnun og að þá geti fjölskyldan fengið efnismeðferð. „Það er þriðjudagur í dag og við þurfum að sjá hverju vindur fram,“ segir Svandís. Það sé samt þannig að ákvörðun um að bíða eða eitthvað slíkt sé ekki tekin á borði ríkisstjórnarinnar. Gleymi því ekki að vera manneskja Hvað varðar mannúð og hvort hún geti sigrað lögin segir Svandís það skipta miklu máli að fylgja lögum en það skipti jafn miklu máli að fólk í stjórnmálum gleymi því ekki hvernig það er að vera manneskja. „Í þessu mali þá snýst þetta dálítið um það að halda því til haga að þetta snýst um langveikt og fatlað barn sem er í mjög sérstakri stöðu og mér finnst að við eigum að opna hjartað fyrir því.“ Svandís segir það ástæðuna fyrir því að ráðherrar Vinstri grænna hafi óskað þess að málið yrði tekið fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar. „Þetta varðar mannúð, þetta varðar hagsmuni barns. Þetta var sársaukafull aðgerð sem var þarna í uppsiglingu sem okkur fannst tilefni til þess að velta vöngum yfir hér í ríkisstjórn.“ Ekki ákvörðun ríkisstjórnarinnar Svandís segir það ekki á þeirra borði að taka ákvarðanir um framhaldið en að það hafi verið rætt hvort það sé tilefni til að skoða ýmis mál sem þessu tengjast. Eins og hagsmuni barna, sjúklinga og löregluaðgerð inni á sjúkrahúsi. „Það eru sjónarmið þarna sem þarf að ræða og taka til skoðunar,“ segir hún og að það skipti máli að fólk sé í skjóli á sjúkrahúsi. Hún segir spítalann sjálfan hafa vakið athygli á þessu og að það verði að skoða hver eigi að njóta vafans við þessar aðstæður.
Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Sjá meira