Benfica og Leverkusen byrja á sterkum útisigrum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2024 19:02 Florian Wirtz er allt í öllu í sóknarleik Bayer Leverkusen. EPA-EFE/MAURICE VAN STEEN Benfica og Bayer Leverkusen byrja tímabilið í Meistaradeild Evrópu á góðum útisigrum. Benfica lagði Rauðu Stjörnuna á meðan Leverkusen gekk frá Feyenoord í fyrri hálfleik. Í Serbíu kom Íslandsvinurinn Kerem Aktürkoğlu gestunum frá Portúgal yfir eftir sendingu frá hinum danska Alexander Bah. Það má segja að Tyrkir hafi verið allt í öllu hjá Benfica í kvöld en Orkun Kökçü skoraði annað mark liðsins og kom liðinu 2-0 yfir áður en fyrri hálfleik var lokið. Angólamaðurinn Milson minnkaði muninn fyrir heimamenn undir lok leiks en nær komst Rauða stjarnan ekki og lauk leiknum með 2-1 sigri Benfica. Leikmenn Benfica fagna.EPA-EFE/ANDREJ CUKIC Í Hollandi voru Þýskalandsmeistarar Leverkusen í heimsókn og gengu þeir hreinlega frá leiknum í fyrri hálfleik en öll fjögur mörkin voru skoruð áður en honum lauk. Florian Wirtz kom gestunum yfir strax á 5. mínútu eftir undirbúning Robert Andrich. Það var svo þegar hálftími var liðinn sem Alejandro Grimaldo tvöfaldaði forystuna eftir sendingu frá Jeremie Frimpong. Wirtz var aftur á ferðinni sex mínútum síðar og aftur var það Frimpong sem lagði markið upp. Á lokamínútu fyrri hálfleiks gerði Timon Wellenreuther hræðileg mistök í marki Feyenoord þegar honum tókst að slá boltann í eigið net og staðan 0-4 í hálfleik. Leverkusen score four! 🤩#UCL pic.twitter.com/ibqH5Ph8dz— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 19, 2024 Um miðbik síðari hálfleik héldu heimamenn að þeir hefðu fengið vítaspyrnu en eftir að dómari leiksins skoðaði atvikið betur í myndbandsskjánum á hliðarlínunni ákvað hann að ekki væri um brot að ræða. Ekki löngu síðar héldu heimamenn að þeir hefðu minnkað muninn en flaggið fór á loft og lauk leiknum með 4-0 sigri gestanna. Benfica og Leverkusen byrja Meistaradeildina þetta árið því með góðum sigrum. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Sjá meira
Í Serbíu kom Íslandsvinurinn Kerem Aktürkoğlu gestunum frá Portúgal yfir eftir sendingu frá hinum danska Alexander Bah. Það má segja að Tyrkir hafi verið allt í öllu hjá Benfica í kvöld en Orkun Kökçü skoraði annað mark liðsins og kom liðinu 2-0 yfir áður en fyrri hálfleik var lokið. Angólamaðurinn Milson minnkaði muninn fyrir heimamenn undir lok leiks en nær komst Rauða stjarnan ekki og lauk leiknum með 2-1 sigri Benfica. Leikmenn Benfica fagna.EPA-EFE/ANDREJ CUKIC Í Hollandi voru Þýskalandsmeistarar Leverkusen í heimsókn og gengu þeir hreinlega frá leiknum í fyrri hálfleik en öll fjögur mörkin voru skoruð áður en honum lauk. Florian Wirtz kom gestunum yfir strax á 5. mínútu eftir undirbúning Robert Andrich. Það var svo þegar hálftími var liðinn sem Alejandro Grimaldo tvöfaldaði forystuna eftir sendingu frá Jeremie Frimpong. Wirtz var aftur á ferðinni sex mínútum síðar og aftur var það Frimpong sem lagði markið upp. Á lokamínútu fyrri hálfleiks gerði Timon Wellenreuther hræðileg mistök í marki Feyenoord þegar honum tókst að slá boltann í eigið net og staðan 0-4 í hálfleik. Leverkusen score four! 🤩#UCL pic.twitter.com/ibqH5Ph8dz— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 19, 2024 Um miðbik síðari hálfleik héldu heimamenn að þeir hefðu fengið vítaspyrnu en eftir að dómari leiksins skoðaði atvikið betur í myndbandsskjánum á hliðarlínunni ákvað hann að ekki væri um brot að ræða. Ekki löngu síðar héldu heimamenn að þeir hefðu minnkað muninn en flaggið fór á loft og lauk leiknum með 4-0 sigri gestanna. Benfica og Leverkusen byrja Meistaradeildina þetta árið því með góðum sigrum.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Sjá meira