Segir Arsenal sífellt betra en vill engar ásakanir um sálfræðistríð Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2024 14:31 Pep Guardiola er hrifinn af því sem Mikel Arteta, hans gamli aðstoðarmaður, er að gera hjá Arsenal. Getty/Julian Finney Pep Guardiola, stjóri Manchester City, vill ekki vera sakaður um neinn sálfræðihernað (e. mind games) en segir að Arsenal sé sífellt að verða betra lið undir stjórn Mikels Arteta. Liðin mætast í sannkölluðum stórleik í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. „Þeir verða betri með hverju árinu, og breiddin meiri. Þetta verður betra og betra á hverri leiktíð,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í dag, um Arsenal-liðið. Hann var spurður með hvaða hætti sérstaklega Arsenal, sem varð að horfa á eftir titlinum til City á síðustu leiktíð, væri að þróast í rétta átt: „Þið getið spurt hann [Mikel Arteta] því ef ég segi eitthvað þá verð ég sakaður um sálfræðihernað eða eitthvað þannig. Ég hef alltaf haft mikið álit á honum og hans liði. Bæði árin hafa þeir verið nálægt þessu en við höfum verið svo sterkir líka, og erum enn sterkir,“ sagði Guardiola sem var með Arteta sem aðstoðarmann á sínum tíma. Þegar Guardiola var bent á að hann kynni nú alveg sín tök á sálfræðistríði, til að trufla andstæðingana, þvertók hann fyrir það: „Nei, ég er ekki góður í því.“ De Bruyne mögulega með gegn Arsenal Spánverjinn sagði mögulegt að Kevin de Bruyne yrði með í stórleiknum, þrátt fyrir að hafa meiðst lítillega í nára í vikunni. „Honum líður aðeins betur í dag. Á morgun æfum við og sjáum til. Hann verður mögulega með,“ sagði Guardiola. „Þetta hafa alltaf verið jafnir leikir síðustu ár. Við erum góðir en þeir líka. Þeir gera margt vel og eru heilsteypt lið, og þess vegna hafa þeir verið okkar helstu keppinautar síðustu ár. En svona snemma á tímabilinu þá er ekkert meira undir en bara það hvernig stemningin verður næstu leiki. Hvað stigatöfluna varðar þá skiptir þetta ekki öllu máli. Það verður meira undir þegar við förum til London á seinni hluta tímabilsins,“ sagði Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjá meira
„Þeir verða betri með hverju árinu, og breiddin meiri. Þetta verður betra og betra á hverri leiktíð,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í dag, um Arsenal-liðið. Hann var spurður með hvaða hætti sérstaklega Arsenal, sem varð að horfa á eftir titlinum til City á síðustu leiktíð, væri að þróast í rétta átt: „Þið getið spurt hann [Mikel Arteta] því ef ég segi eitthvað þá verð ég sakaður um sálfræðihernað eða eitthvað þannig. Ég hef alltaf haft mikið álit á honum og hans liði. Bæði árin hafa þeir verið nálægt þessu en við höfum verið svo sterkir líka, og erum enn sterkir,“ sagði Guardiola sem var með Arteta sem aðstoðarmann á sínum tíma. Þegar Guardiola var bent á að hann kynni nú alveg sín tök á sálfræðistríði, til að trufla andstæðingana, þvertók hann fyrir það: „Nei, ég er ekki góður í því.“ De Bruyne mögulega með gegn Arsenal Spánverjinn sagði mögulegt að Kevin de Bruyne yrði með í stórleiknum, þrátt fyrir að hafa meiðst lítillega í nára í vikunni. „Honum líður aðeins betur í dag. Á morgun æfum við og sjáum til. Hann verður mögulega með,“ sagði Guardiola. „Þetta hafa alltaf verið jafnir leikir síðustu ár. Við erum góðir en þeir líka. Þeir gera margt vel og eru heilsteypt lið, og þess vegna hafa þeir verið okkar helstu keppinautar síðustu ár. En svona snemma á tímabilinu þá er ekkert meira undir en bara það hvernig stemningin verður næstu leiki. Hvað stigatöfluna varðar þá skiptir þetta ekki öllu máli. Það verður meira undir þegar við förum til London á seinni hluta tímabilsins,“ sagði Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjá meira