Myndgreiningarkerfi geti hjálpað til við að stoppa af óprúttna aðila Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. september 2024 19:31 Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir/Einar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telur líklegt að myndavélakerfi verði tekið upp á landamærum á næstunni sem hjálpi til við að stoppa af óprúttna aðila á leið til landsins. Hann skorar á stjórnvöld að gefa málaflokknum betri gaum. Mikið álag sé á starfsfólki embættisins sem glími jafnframt við aðstöðuleysi. Mygla fannst í húsnæði lögreglunnar á Suðurnesjum við Hringbraut í Reykjanesbæ. Endurbætur eru hafnar á neðri hæðinni en sú efri er ónýt og verður ekki löguð enda sögð ónothæf. Til stendur að setja upp bráðabirgða vinnuaðstöðu í gámum á svæðinu. „Það eru fangageymslur í því húsi sem er á tveimur hæðum. Það stendur til bóta en framkvæmdir ganga heldur hægt en ég vonast til að það sé hægt að spýta aðeins í lófana hvað það varðar,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri. Ofan á aðstöðuleysið hafi verið mikið álag á embættinu undanfarin misseri. Einkum vegna eldsumbrota á svæðinu og annríkis við landamæragæslu. „Í gegnum tíðina þá klárlega, og bersýnilega, hafa óheppilegir einstaklingar komist inn í landið og við erum svona að reyna að sporna við því að halda þessu fólki frá Íslandi.“ Myndavélakerfi líklega væntanlegt Hann bendir á að sum ríki Evrópusambandsins, til að mynda Þýskaland, hafi brugðið á það ráð að herða landamæraeftirlit á innri landamærum Schengen. „Það er margt að breytast og mér þykir ekki ólíklegt að á innan tíðar þá verði tekið upp myndavélakerfi, myndgreiningarkerfi á landamærunum þannig að óprúttnir aðilar og glæpamenn, bæði innlendir og erlendir, eru þá vistaðir í því kerfi og ef þeir sýna sig á landamærum þá verði þeir teknir út og höfð af þeim afskipti,“ segir Úlfar. Hann telur einnig að beita eigi sektum gegn flugfélögum sem ekki afhendi farþegalista, án þess að semja þurfi sérstaklega við Evrópusambandið um slíkt. „Það er mjög bagalegt að við skulum ekki nýta þau úrræði sem íslensk lög bjóða okkur,“ segir Úlfar. Reykjanesbær Lögreglan Keflavíkurflugvöllur Tollgæslan Lögreglumál Landamæri Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Mygla fannst í húsnæði lögreglunnar á Suðurnesjum við Hringbraut í Reykjanesbæ. Endurbætur eru hafnar á neðri hæðinni en sú efri er ónýt og verður ekki löguð enda sögð ónothæf. Til stendur að setja upp bráðabirgða vinnuaðstöðu í gámum á svæðinu. „Það eru fangageymslur í því húsi sem er á tveimur hæðum. Það stendur til bóta en framkvæmdir ganga heldur hægt en ég vonast til að það sé hægt að spýta aðeins í lófana hvað það varðar,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri. Ofan á aðstöðuleysið hafi verið mikið álag á embættinu undanfarin misseri. Einkum vegna eldsumbrota á svæðinu og annríkis við landamæragæslu. „Í gegnum tíðina þá klárlega, og bersýnilega, hafa óheppilegir einstaklingar komist inn í landið og við erum svona að reyna að sporna við því að halda þessu fólki frá Íslandi.“ Myndavélakerfi líklega væntanlegt Hann bendir á að sum ríki Evrópusambandsins, til að mynda Þýskaland, hafi brugðið á það ráð að herða landamæraeftirlit á innri landamærum Schengen. „Það er margt að breytast og mér þykir ekki ólíklegt að á innan tíðar þá verði tekið upp myndavélakerfi, myndgreiningarkerfi á landamærunum þannig að óprúttnir aðilar og glæpamenn, bæði innlendir og erlendir, eru þá vistaðir í því kerfi og ef þeir sýna sig á landamærum þá verði þeir teknir út og höfð af þeim afskipti,“ segir Úlfar. Hann telur einnig að beita eigi sektum gegn flugfélögum sem ekki afhendi farþegalista, án þess að semja þurfi sérstaklega við Evrópusambandið um slíkt. „Það er mjög bagalegt að við skulum ekki nýta þau úrræði sem íslensk lög bjóða okkur,“ segir Úlfar.
Reykjanesbær Lögreglan Keflavíkurflugvöllur Tollgæslan Lögreglumál Landamæri Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira