Diddy á sjálfsvígsvakt Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. september 2024 17:08 Mörg mál er varða meint kynferðisbrot Sean „Diddy“ Combs eru til meðferðar hjá dómstólum vestanhafs. Getty Tónlistarmaðurinn Diddy hefur verið settur á sjálfsvígsvakt á meðan hann bíður réttarhalda. Hann hefur verið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og mansal og gæti átt yfir höfði sér fimmtán ára fangelsisdóm. Diddy, sem heitir fullu nafni Sean Combs, var handtekinn á mánudag og ákærður fyrir að hafa frá árinu 2008 verið hluti af glæpasamtökum sem báru ábyrgð á mansali, nauðungarvinnu, mannráni, íkveikjum, mútuþægni og að hindra framgang réttvísinnar. Saksóknarar sökuðu rapparann um að nota peninga sína og völd til að skipuleggja „niðrandi og á köflum ofbeldisfullar kynlífsathafnir sem kölluðust ,freak-offs'.“ Hann hafi leikstýrt og framleitt margra klukkutíma og margra daga upptökur af slíkum athöfnum þar sem hann hafi hótað og þvingað konur til að uppfylla kynferðislegar þarfir sínar. Fulltrúar Alríkislögreglunnar sögðust hafa gert meira en þúsund flöskur af barnaolíu og öðrum sleipiefnum upptækar af heimilum rapparans. Hlakkar til að hreinsa nafn sitt Þingfesting í málinu fór fram í alríkisdómstóli í New York á þriðjudag þar sem dómarinn Robyn Tarnofsky neitaði honum um lausn úr varðhaldi gegn tryggingu. Eftir þingfestinguna sagði Marc Agnofilo, lögfræðingur Diddy, við blaðamenn fyrir utan dómshúsið að Diddy hefði beðið eftir þessum degi. „Hann hefur hlakkað til að hreinsa nafn sitt, og ætlar að gera það,“ sagði lögfræðingurinn. Agnofilo áfrýjaði ákvörðun dómarans á miðvikudag um að halda Diddy í varðhaldi en dómarinn staðfesti fyrri ákvörðun. Samkvæmt heimildarmönnum NBC hefur rapparinn verið settur á sjálfsvígsvakt og fylgjast verðir Metropolitan varðhaldsstöðvarinnar (e. Metropolitan Detention Center) náið með honum. Talsmaður Diddy sagði sömuleiðis við NBC að hann væri hraustur, sterkur og einbeittur að því að vinna málið. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Bandaríkin Tónlist Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Mál Sean „Diddy“ Combs Tengdar fréttir Ákærur gefnar út og Sean Combs handtekinn í New York Tónlistar- og athafnamaðurinn Sean Combs, betur þekktur sem Diddy eða Puff Daddy, var handtekinn á Manhattan í New York í gærkvöldi eftir að ákærur voru gefnar út á hendur honum. 17. september 2024 06:53 1,4 milljarðar króna fyrir að mæta ekki fyrir rétt Bandaríski rapparinn Sean „Diddy“ Combs var í dag dæmdur til þess að greiða meintum brotaþola 100 milljónir dala, um 1,4 milljarða króna, vegna kynferðisbrots fyrir 27 árum síðan. 11. september 2024 00:02 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Diddy, sem heitir fullu nafni Sean Combs, var handtekinn á mánudag og ákærður fyrir að hafa frá árinu 2008 verið hluti af glæpasamtökum sem báru ábyrgð á mansali, nauðungarvinnu, mannráni, íkveikjum, mútuþægni og að hindra framgang réttvísinnar. Saksóknarar sökuðu rapparann um að nota peninga sína og völd til að skipuleggja „niðrandi og á köflum ofbeldisfullar kynlífsathafnir sem kölluðust ,freak-offs'.“ Hann hafi leikstýrt og framleitt margra klukkutíma og margra daga upptökur af slíkum athöfnum þar sem hann hafi hótað og þvingað konur til að uppfylla kynferðislegar þarfir sínar. Fulltrúar Alríkislögreglunnar sögðust hafa gert meira en þúsund flöskur af barnaolíu og öðrum sleipiefnum upptækar af heimilum rapparans. Hlakkar til að hreinsa nafn sitt Þingfesting í málinu fór fram í alríkisdómstóli í New York á þriðjudag þar sem dómarinn Robyn Tarnofsky neitaði honum um lausn úr varðhaldi gegn tryggingu. Eftir þingfestinguna sagði Marc Agnofilo, lögfræðingur Diddy, við blaðamenn fyrir utan dómshúsið að Diddy hefði beðið eftir þessum degi. „Hann hefur hlakkað til að hreinsa nafn sitt, og ætlar að gera það,“ sagði lögfræðingurinn. Agnofilo áfrýjaði ákvörðun dómarans á miðvikudag um að halda Diddy í varðhaldi en dómarinn staðfesti fyrri ákvörðun. Samkvæmt heimildarmönnum NBC hefur rapparinn verið settur á sjálfsvígsvakt og fylgjast verðir Metropolitan varðhaldsstöðvarinnar (e. Metropolitan Detention Center) náið með honum. Talsmaður Diddy sagði sömuleiðis við NBC að hann væri hraustur, sterkur og einbeittur að því að vinna málið. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Bandaríkin Tónlist Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Mál Sean „Diddy“ Combs Tengdar fréttir Ákærur gefnar út og Sean Combs handtekinn í New York Tónlistar- og athafnamaðurinn Sean Combs, betur þekktur sem Diddy eða Puff Daddy, var handtekinn á Manhattan í New York í gærkvöldi eftir að ákærur voru gefnar út á hendur honum. 17. september 2024 06:53 1,4 milljarðar króna fyrir að mæta ekki fyrir rétt Bandaríski rapparinn Sean „Diddy“ Combs var í dag dæmdur til þess að greiða meintum brotaþola 100 milljónir dala, um 1,4 milljarða króna, vegna kynferðisbrots fyrir 27 árum síðan. 11. september 2024 00:02 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
Ákærur gefnar út og Sean Combs handtekinn í New York Tónlistar- og athafnamaðurinn Sean Combs, betur þekktur sem Diddy eða Puff Daddy, var handtekinn á Manhattan í New York í gærkvöldi eftir að ákærur voru gefnar út á hendur honum. 17. september 2024 06:53
1,4 milljarðar króna fyrir að mæta ekki fyrir rétt Bandaríski rapparinn Sean „Diddy“ Combs var í dag dæmdur til þess að greiða meintum brotaþola 100 milljónir dala, um 1,4 milljarða króna, vegna kynferðisbrots fyrir 27 árum síðan. 11. september 2024 00:02