Verður Þórsmörk þjóðgarður? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. september 2024 14:04 Göngubrú í Þórsmörk en nú er verið að kanna fýsileika þess að stofnaður verði þjóðgarður í Þórsmörk. Aðsend Starfshópur vinnur nú að því að kann fýsileika þess að stofnaður verði þjóðgarður í Þórsmörk. Hlutverk hópsins er að meta kosti og galla þess að gera svæðið að þjóðgarði með tilliti til áhrifa á samfélag, þróun ferðaþjónustu á svæðinu, umhverfi og efnahag. Í kjölfar erindis Rangárþings eystra til umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytis, skipaði ráðherra starfshóp sem hefur það hlutverk að kanna kosti og galla að stofnaður verði þjóðgarður í Þórsmörk. Haldnir hafa verið fjölmargir fundir með mismunandi hagaðilum vegna hugmyndarinnar, auk þess sem opnir íbúafundir hafa verið haldnir. Áætlað er að starfshópurinn skili tillögum til umhverfis-, orku- og auðlindaráðherra eigi síðar en 15. nóvember næstkomandi. Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra er formaður starfshópsins. „Það er náttúrulega ógrynni af hagaðilum, sem hafa hag og bera hag til Þórsmerkur. Við erum bara í því ferli núna og safna upplýsingum, sitt sýnis hverjum og við í hópnum göngum bara óhlutbundin inn í þessa vinnu og engin hefur markað sér neina skoðun og þetta er bara virkilega spennandi og skemmtilegt verkefni, sem vonandi á eftir að skila okkur því að við höfum gott yfirlit yfir kosti og galla þess að Þórsmörk yrði þjóðgarður,” segir Anton Kári. Þórsmörk er mjög vinsæll ferðamannastaður og mikið um rútur, sem fara þangað með ferðamenn.Aðsend Anton Kári segir að það sé alveg óvíst á þessum tímapunkti hvort hugmyndin um stofnun þjóðgarðs í Þórsmörk verði að veruleika eða ekki um leið og hann leggur áherslu á að skoðun íbúa og annarra hagaðila í Rangárþingi eystra vegi þungt og hann hvetur alla að taka þátt í þessari vinnu með hag sveitarfélagsins og íbúa þess að leiðarljósi. „Það er upplegg nefndarinnar að kanna fýsileika þess hvort að Þórsmörk sé betur borgið innan þjóðgarðs eða ekki,” segir Anton Kári. Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra er formaður starfshópsins um hvort það eigi að stofna þjóðgarð í Þórsmörk eða ekki.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Þjóðgarðar Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira
Í kjölfar erindis Rangárþings eystra til umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytis, skipaði ráðherra starfshóp sem hefur það hlutverk að kanna kosti og galla að stofnaður verði þjóðgarður í Þórsmörk. Haldnir hafa verið fjölmargir fundir með mismunandi hagaðilum vegna hugmyndarinnar, auk þess sem opnir íbúafundir hafa verið haldnir. Áætlað er að starfshópurinn skili tillögum til umhverfis-, orku- og auðlindaráðherra eigi síðar en 15. nóvember næstkomandi. Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra er formaður starfshópsins. „Það er náttúrulega ógrynni af hagaðilum, sem hafa hag og bera hag til Þórsmerkur. Við erum bara í því ferli núna og safna upplýsingum, sitt sýnis hverjum og við í hópnum göngum bara óhlutbundin inn í þessa vinnu og engin hefur markað sér neina skoðun og þetta er bara virkilega spennandi og skemmtilegt verkefni, sem vonandi á eftir að skila okkur því að við höfum gott yfirlit yfir kosti og galla þess að Þórsmörk yrði þjóðgarður,” segir Anton Kári. Þórsmörk er mjög vinsæll ferðamannastaður og mikið um rútur, sem fara þangað með ferðamenn.Aðsend Anton Kári segir að það sé alveg óvíst á þessum tímapunkti hvort hugmyndin um stofnun þjóðgarðs í Þórsmörk verði að veruleika eða ekki um leið og hann leggur áherslu á að skoðun íbúa og annarra hagaðila í Rangárþingi eystra vegi þungt og hann hvetur alla að taka þátt í þessari vinnu með hag sveitarfélagsins og íbúa þess að leiðarljósi. „Það er upplegg nefndarinnar að kanna fýsileika þess hvort að Þórsmörk sé betur borgið innan þjóðgarðs eða ekki,” segir Anton Kári. Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra er formaður starfshópsins um hvort það eigi að stofna þjóðgarð í Þórsmörk eða ekki.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Þjóðgarðar Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira