Segir að Hezbollah muni skilja skilaboðin Samúel Karl Ólason skrifar 22. september 2024 15:02 Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael. EPA/ABIR SULTAN Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segir meðlimi ríkisstjórnar sinnar staðráðna að gera íbúum Norður-Ísrael kleift að snúa aftur til síns heima. Að leiðtogar Hezbollah muni fljótt átta sig á stöðunni, eftir árásir sem þeir hefðu ekki getað ímyndað sér fyrir nokkrum dögum. Þann 8. október byrjuðu Hezbollah-liðar að skjóta eldflaugum að Ísrael og hafa Ísraelar svarað þeim. Tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín beggja vegna við landamærin. Spennan á landamærum Ísraels og Líbanon hefur þó verið gífurlega mikil undanfarna daga og eldflaugar, drónar og sprengjur flogið í miklu magni þar yfir, í báðar áttir. Aðrir vígahópar sem studdir eru af klerkastjórninni í Íran, eins og Hezbollah, hafa skotið stýriflaugum og flogið drónum að Ísrael frá Írak. Sjá einnig: Skiptast á eldflaugum í massavís Netanjahú sagði að ekkert ríki gæti sætt sig við stöðugar eldflaugaárásir á íbúa sína og það gerði Ísrael ekki heldur. „Ef Hezbollah hefur ekki enn skilið skilaboðin, lofa ég ykkur því að þeir munu skilja þau,“ sagði Netanjahú í ávarpi sem hann birti í dag. No country can accept the wanton rocketing of its cities. We can't accept it either. pic.twitter.com/Gkw8ruxFsc— Benjamin Netanyahu - בנימין נתניהו (@netanyahu) September 22, 2024 Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, segir að aðgerðum gegn Hezbollah verði ekki hætt fyrr en áðurnefndir íbúar geti snúið aftur heim. „Við munum gera allt sem er nauðsynlegt til að ná því markmiði.“ Tilbúnir í stríð Óttast er að stigmögnunin milli Ísraela og Hezbollah muni leiða til allsherjar stríðs þar á milli. Hryðjuverkasamtökin eru skipuð þúsundum vígamanna sem hafa hafa margir hverjir mikla reynslu af átökum í Sýrlandi og eru sagðir vel þjálfaðir. Þá eru samtökin einnig talin sitja á allt að 150 þúsund eldflaugum af ýmsum gerðum, auk dróna og annarra hergagna. AP fréttaveitan hefur eftir þingmanni Hezbollah að samtökin séu tilbúin fyrir mögulegt stríð við Ísrael, þó Ísraelar hafi valdið samtökunum þung högg á undanförnum dögum. Sjá einnig: Felldu marga leiðtoga Hezbollah í einni árás Þingmaðurinn sagði einnig að Ísraelum myndi aldrei takast að snúa aftur til síns heima í Norður-Ísrael. Hezbollah byggi yfir miklum mannafla og hergögnum sem gerðu samtökunum kleift að bregðast við mannfalli og fjölbreyttum aðstæðum. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Hernaður Íran Tengdar fréttir Konur og börn meðal látinna þegar Hezbollah-leiðtoga var ráðinn bani Líbönsk yfirvöld segja þrjú börn og sjö konur hafa verið meðal þeirra 37 sem féllu í ísraelskri loftárás á Beirútborg sem dró einn æðsta leiðtoga Hezbollah til bana í gær. 21. september 2024 23:24 Vörpuðu líkum fram af húsþaki á Vesturbakkanum Ísraelsher rannsakar nú hóp hermanna sem náðust á myndbandi kasta líkum Palestínumanna fram af húsþaki eftir rassíu á Vesturbakkanum. Meðferðin á líkunum stríðir gegn alþjóðalögum. 20. september 2024 21:08 Hafa séð Hezbollah fyrir símboðum í tvö ár Ísraelar hafa selt meðlimum Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna símboða sem þeir framleiddu sjálfir gegnum skúffufélög frá árinu 2022. Þegar leiðtogi samtakanna fordæmdi notkun snjallsíma fyrr á þessu ári var framleiðslan aukin til muna og þúsundir símboða voru seldir til Líbanon. 19. september 2024 15:03 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Þann 8. október byrjuðu Hezbollah-liðar að skjóta eldflaugum að Ísrael og hafa Ísraelar svarað þeim. Tugir þúsunda hafa þurft að yfirgefa heimili sín beggja vegna við landamærin. Spennan á landamærum Ísraels og Líbanon hefur þó verið gífurlega mikil undanfarna daga og eldflaugar, drónar og sprengjur flogið í miklu magni þar yfir, í báðar áttir. Aðrir vígahópar sem studdir eru af klerkastjórninni í Íran, eins og Hezbollah, hafa skotið stýriflaugum og flogið drónum að Ísrael frá Írak. Sjá einnig: Skiptast á eldflaugum í massavís Netanjahú sagði að ekkert ríki gæti sætt sig við stöðugar eldflaugaárásir á íbúa sína og það gerði Ísrael ekki heldur. „Ef Hezbollah hefur ekki enn skilið skilaboðin, lofa ég ykkur því að þeir munu skilja þau,“ sagði Netanjahú í ávarpi sem hann birti í dag. No country can accept the wanton rocketing of its cities. We can't accept it either. pic.twitter.com/Gkw8ruxFsc— Benjamin Netanyahu - בנימין נתניהו (@netanyahu) September 22, 2024 Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, segir að aðgerðum gegn Hezbollah verði ekki hætt fyrr en áðurnefndir íbúar geti snúið aftur heim. „Við munum gera allt sem er nauðsynlegt til að ná því markmiði.“ Tilbúnir í stríð Óttast er að stigmögnunin milli Ísraela og Hezbollah muni leiða til allsherjar stríðs þar á milli. Hryðjuverkasamtökin eru skipuð þúsundum vígamanna sem hafa hafa margir hverjir mikla reynslu af átökum í Sýrlandi og eru sagðir vel þjálfaðir. Þá eru samtökin einnig talin sitja á allt að 150 þúsund eldflaugum af ýmsum gerðum, auk dróna og annarra hergagna. AP fréttaveitan hefur eftir þingmanni Hezbollah að samtökin séu tilbúin fyrir mögulegt stríð við Ísrael, þó Ísraelar hafi valdið samtökunum þung högg á undanförnum dögum. Sjá einnig: Felldu marga leiðtoga Hezbollah í einni árás Þingmaðurinn sagði einnig að Ísraelum myndi aldrei takast að snúa aftur til síns heima í Norður-Ísrael. Hezbollah byggi yfir miklum mannafla og hergögnum sem gerðu samtökunum kleift að bregðast við mannfalli og fjölbreyttum aðstæðum.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Hernaður Íran Tengdar fréttir Konur og börn meðal látinna þegar Hezbollah-leiðtoga var ráðinn bani Líbönsk yfirvöld segja þrjú börn og sjö konur hafa verið meðal þeirra 37 sem féllu í ísraelskri loftárás á Beirútborg sem dró einn æðsta leiðtoga Hezbollah til bana í gær. 21. september 2024 23:24 Vörpuðu líkum fram af húsþaki á Vesturbakkanum Ísraelsher rannsakar nú hóp hermanna sem náðust á myndbandi kasta líkum Palestínumanna fram af húsþaki eftir rassíu á Vesturbakkanum. Meðferðin á líkunum stríðir gegn alþjóðalögum. 20. september 2024 21:08 Hafa séð Hezbollah fyrir símboðum í tvö ár Ísraelar hafa selt meðlimum Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna símboða sem þeir framleiddu sjálfir gegnum skúffufélög frá árinu 2022. Þegar leiðtogi samtakanna fordæmdi notkun snjallsíma fyrr á þessu ári var framleiðslan aukin til muna og þúsundir símboða voru seldir til Líbanon. 19. september 2024 15:03 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Konur og börn meðal látinna þegar Hezbollah-leiðtoga var ráðinn bani Líbönsk yfirvöld segja þrjú börn og sjö konur hafa verið meðal þeirra 37 sem féllu í ísraelskri loftárás á Beirútborg sem dró einn æðsta leiðtoga Hezbollah til bana í gær. 21. september 2024 23:24
Vörpuðu líkum fram af húsþaki á Vesturbakkanum Ísraelsher rannsakar nú hóp hermanna sem náðust á myndbandi kasta líkum Palestínumanna fram af húsþaki eftir rassíu á Vesturbakkanum. Meðferðin á líkunum stríðir gegn alþjóðalögum. 20. september 2024 21:08
Hafa séð Hezbollah fyrir símboðum í tvö ár Ísraelar hafa selt meðlimum Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna símboða sem þeir framleiddu sjálfir gegnum skúffufélög frá árinu 2022. Þegar leiðtogi samtakanna fordæmdi notkun snjallsíma fyrr á þessu ári var framleiðslan aukin til muna og þúsundir símboða voru seldir til Líbanon. 19. september 2024 15:03