Tóku hraðanum misalvarlega en hlupu fyrir langveik börn Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 23. september 2024 15:32 Barþjónar landsins hlupu fyrir langveik börn á föstudaginn. Kuba Skwara Yfir þrjátíu barþjónar tóku sig saman og hlupu þrjá hringi í kringum Austurvöll með Negroni í hönd síðastliðinn föstudag. Barþjónarnir keyptu hlaupanúmer til styrktar Mía Magic samtökunum á Íslandi sem styðja við þjónustu langveikra barna. „Hlaupararnir þurftu að koma við á barstöð í hverjum hring til að blanda hinn fullkomna Negroni sem inniheldur þrjú innihaldsefni í jöfnum hlutföllum, campari, gin og sætan vermúð,“ segir í fréttatilkynningu. Þar kemur jafnframt fram að Negroni vikan sem átti sér stað í síðustu viku sé alþjóðleg góðgerðarvika sem er haldin um heim allan. „Negroni hlaupið gengur út á vitundarvakningu að fá barþjóna til að hugsa um andlega og líkamlega heilsu, hittast um bjartan dag og njóta útivistar og hreyfingar saman og safna um leið fyrir góðu málefni. Hlaupanúmer voru seld á 5000 krónur til styrktar Míu Magic sem styður við langveik börn og yfir 30 barþjónar tóku þátt. Dagskrá fór fram alla vikuna með mánudags Negroni-bingó á Bingo Drinkery, á þriðjudag hélt Jakob Eggerts ljósmyndanámskeið fyrir barþjóna og á fimmtudag voru eimhús á Íslandi heimsótt að sjá starfsemina en mikið af gæðaspíra er framleiddur á Íslandi. Klakavinnslan seldi flottar derhúfur og taupoka til styrktar Mía Magic og ásamt hlaupanúmerum söfnuðust 600.000 krónur í ár. Styrkurinn var afhentur í lokahófinu á Parliament í gær við mikinn fögnuð. Keli á Skál sigraði keppnina um besta Negroni bæjarins og hreppti verðlaunin annað árið í röð með gullfallegan og bragðgóðan drykk sem er vert að smakka og Himbrimi Winterbird var kosið besta gin í Negroni.“ Menn tóku hlaupahraðann misalvarlega en fyrstur í mark var Haukur frá Jungle, í öðru sæti var Leó Snæfeld sem vann Campari Red Hands keppnina í ár og þriðja sætið tók Dagur frá Apótekinu. Hér má sjá nokkrar vel valdar myndir frá hlaupinu: Hlaupararnir blönduðu drykk eftir hvern hring.Kuba Skwara Fyrstur í mark var Haukur frá Jungle, í öðru sæti var Leó Snæfeld og þriðja sætið tók Dagur frá Apótekinu.Kuba Skwara Kokteilar og hlaup eru öðruvísi blanda.Kuba Skwara Barþjónarnir voru í góðum gír.Kuba Skwara Skál og áfram gakk!Kuba Skwara Jakob Eggertsson brosti breitt.Kuba Skwara Donna María var til í hlaupið! Kuba Skwara Daníel Oddsson var í miklu stuði. Kuba Skwara Vindlar, Negroni og léttir sprettir.Kuba Skwara Gleði við mark!Kuba Skwara Hlaup Drykkir Reykjavík Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fleiri fréttir Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Sjá meira
„Hlaupararnir þurftu að koma við á barstöð í hverjum hring til að blanda hinn fullkomna Negroni sem inniheldur þrjú innihaldsefni í jöfnum hlutföllum, campari, gin og sætan vermúð,“ segir í fréttatilkynningu. Þar kemur jafnframt fram að Negroni vikan sem átti sér stað í síðustu viku sé alþjóðleg góðgerðarvika sem er haldin um heim allan. „Negroni hlaupið gengur út á vitundarvakningu að fá barþjóna til að hugsa um andlega og líkamlega heilsu, hittast um bjartan dag og njóta útivistar og hreyfingar saman og safna um leið fyrir góðu málefni. Hlaupanúmer voru seld á 5000 krónur til styrktar Míu Magic sem styður við langveik börn og yfir 30 barþjónar tóku þátt. Dagskrá fór fram alla vikuna með mánudags Negroni-bingó á Bingo Drinkery, á þriðjudag hélt Jakob Eggerts ljósmyndanámskeið fyrir barþjóna og á fimmtudag voru eimhús á Íslandi heimsótt að sjá starfsemina en mikið af gæðaspíra er framleiddur á Íslandi. Klakavinnslan seldi flottar derhúfur og taupoka til styrktar Mía Magic og ásamt hlaupanúmerum söfnuðust 600.000 krónur í ár. Styrkurinn var afhentur í lokahófinu á Parliament í gær við mikinn fögnuð. Keli á Skál sigraði keppnina um besta Negroni bæjarins og hreppti verðlaunin annað árið í röð með gullfallegan og bragðgóðan drykk sem er vert að smakka og Himbrimi Winterbird var kosið besta gin í Negroni.“ Menn tóku hlaupahraðann misalvarlega en fyrstur í mark var Haukur frá Jungle, í öðru sæti var Leó Snæfeld sem vann Campari Red Hands keppnina í ár og þriðja sætið tók Dagur frá Apótekinu. Hér má sjá nokkrar vel valdar myndir frá hlaupinu: Hlaupararnir blönduðu drykk eftir hvern hring.Kuba Skwara Fyrstur í mark var Haukur frá Jungle, í öðru sæti var Leó Snæfeld og þriðja sætið tók Dagur frá Apótekinu.Kuba Skwara Kokteilar og hlaup eru öðruvísi blanda.Kuba Skwara Barþjónarnir voru í góðum gír.Kuba Skwara Skál og áfram gakk!Kuba Skwara Jakob Eggertsson brosti breitt.Kuba Skwara Donna María var til í hlaupið! Kuba Skwara Daníel Oddsson var í miklu stuði. Kuba Skwara Vindlar, Negroni og léttir sprettir.Kuba Skwara Gleði við mark!Kuba Skwara
Hlaup Drykkir Reykjavík Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fleiri fréttir Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Sjá meira