Reikna með 700 þúsund ferðamönnum í Reykjadal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. september 2024 22:02 Í dag koma um 400 þúsund ferðamenn í Reykjadal á hverju ári en reiknað er með að þeir verði um 700 þúsund þegar yfirstandandi framkvæmdum verður lokið. Magnús Hlynur Hreiðarsson Framkvæmdir eru nú hafnar við Reykjaböðin, ný náttúrböð í Reykjadal við Hveragerði. Auk baðanna á að byggja upp miðstöð fyrir vinnustofur, ráðstefnusali, veitingastað og gistirými fyrir um 180 manns í fjölda skála á svæðinu. Framkvæmdirnar eru nú þegar full fjármagnaðar. Það er engin lognmolla í Reykjadal við Hveragerði en þar er hafin mikil uppbygging, sem þýðir þegar allt er búið að þá er reiknað með að þangað komi um 700 þúsund ferðamenn árlega en í dag koma um 400 þúsund ferðamenn í Reykjadal, enda staðurinn mjög vinsæll fyrir náttúrufegurð sína. En nú á að spýta enn frekar í og byggja upp í viðbót glæsilega aðstöðu á svokölluðu Árhólmasvæði við rætur Reykjadals. „Reykjaböðin eru ný náttúrböð, náttúrulón, sem er eins og hefur komið fram, fullfjármagnað verkefni í kringum þúsund fermetra lón með síðan tilheyrandi mannvirkjum. En það sem á eftir að koma síðan er gisting í kringum 50 til 70 svona kofar og svo erum við líka að tala um viðburðarými og sali fyrir hópa og viðburði,” segir Brynjólfur J. Baldursson, stjórnarformaður Reykjadalsfélagsins. Brynjólfur segir að Reykjaböðin munu bjóða upp á fjölda nýjunga sem ekki hafa áður sést á Íslandi en svæðið er einstaklega vel staðsett því mikill jarðhiti er á svæðinu og því gott aðgengi að heitu vatni. Og ekki spillir staðsetningin fyrir, stutt frá Reykjavík og við upphaf Gullna hringsins. Brynjólfur J. Baldursson, stjórnarformaður Reykjadalsfélagsins (t.v.) og Pétur Georg Markan, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, sem eru mjög spenntir fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu á Árhólmasvæðinu við rætur Reykjadals.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar er fullur tilhlökkunar fyrir verkefninu. „Við erum náttúrulega ótrúlega spennt fyrst og fremst fyrir svona viðamikilli uppbyggingu. Verkefnið er metnaðarfullt og vel hannað og í raun og veru er þetta svona ákveðið fyrirmyndar verkefni hvernig sveitarfélög og einkageirinn geta komið saman og unnið og þróað svona verkefni þangað til allir eru sáttir,” segir Pétur Georg Markan, bæjarstjóri. Og svona mun svæðið líta út þegar það verður fullbyggt. Verkefnið er nú þegar fullfjármagnað.Aðsend Og eitt af því allra vinsælasta í Reykjadal í dag er að svífa niður kambana og inn í dalinn og njóta fallegs útsýnis á meðan. Hér má sjá endanlegt útlit svæðisins.Aðsend Hveragerði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Það er engin lognmolla í Reykjadal við Hveragerði en þar er hafin mikil uppbygging, sem þýðir þegar allt er búið að þá er reiknað með að þangað komi um 700 þúsund ferðamenn árlega en í dag koma um 400 þúsund ferðamenn í Reykjadal, enda staðurinn mjög vinsæll fyrir náttúrufegurð sína. En nú á að spýta enn frekar í og byggja upp í viðbót glæsilega aðstöðu á svokölluðu Árhólmasvæði við rætur Reykjadals. „Reykjaböðin eru ný náttúrböð, náttúrulón, sem er eins og hefur komið fram, fullfjármagnað verkefni í kringum þúsund fermetra lón með síðan tilheyrandi mannvirkjum. En það sem á eftir að koma síðan er gisting í kringum 50 til 70 svona kofar og svo erum við líka að tala um viðburðarými og sali fyrir hópa og viðburði,” segir Brynjólfur J. Baldursson, stjórnarformaður Reykjadalsfélagsins. Brynjólfur segir að Reykjaböðin munu bjóða upp á fjölda nýjunga sem ekki hafa áður sést á Íslandi en svæðið er einstaklega vel staðsett því mikill jarðhiti er á svæðinu og því gott aðgengi að heitu vatni. Og ekki spillir staðsetningin fyrir, stutt frá Reykjavík og við upphaf Gullna hringsins. Brynjólfur J. Baldursson, stjórnarformaður Reykjadalsfélagsins (t.v.) og Pétur Georg Markan, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, sem eru mjög spenntir fyrir uppbyggingu ferðaþjónustu á Árhólmasvæðinu við rætur Reykjadals.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar er fullur tilhlökkunar fyrir verkefninu. „Við erum náttúrulega ótrúlega spennt fyrst og fremst fyrir svona viðamikilli uppbyggingu. Verkefnið er metnaðarfullt og vel hannað og í raun og veru er þetta svona ákveðið fyrirmyndar verkefni hvernig sveitarfélög og einkageirinn geta komið saman og unnið og þróað svona verkefni þangað til allir eru sáttir,” segir Pétur Georg Markan, bæjarstjóri. Og svona mun svæðið líta út þegar það verður fullbyggt. Verkefnið er nú þegar fullfjármagnað.Aðsend Og eitt af því allra vinsælasta í Reykjadal í dag er að svífa niður kambana og inn í dalinn og njóta fallegs útsýnis á meðan. Hér má sjá endanlegt útlit svæðisins.Aðsend
Hveragerði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira