Enn einn leiðtogi Hezbollah felldur Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2024 13:27 Ein af fjölmörgum loftárásum sem Ísraelar hafa gert í Líbanon í dag. AP/Hussein Malla Forsvarsmenn ísraelska hersins segjast ætla að halda árásunum sínum gegn Hezbollah í Líbanon áfram og að meiri kraftur verði settur í þær. Yfirvöld í Líbanon segja 558 hafa fallið í árásum Ísraela á undanförnum tveimur dögum. Ísraelar segjast gera að mestu árásir á innviði Hezbollah í suðurhluta Líbanon og að árásirnar í morgun hafi verið gerðar á byggingar þar sem vopn voru geymd, eldflaugaskotpalla, stjórnstöðvar og aðra innviði. Enn einn af leiðtogum samtakanna var felldur í loftárás í Beirút í dag. Ísraelar hafa fellt þó nokkra af leiðtogum samtakanna. Þeir segja myndbönd af árásum í nótt og í morgun sýna frekari sprengingar í kjölfar árásanna og að það sanni að sprengiefni hafi verið þar. Sjá einnig: Segir að Hezbollah muni skilja skilaboðin Daniel Hagari, talsmaður ísraelska hersins, sagði í morgun að Hezbollah-liðar hafðu skotið um níu þúsund eldflaugum að Ísrael frá því í október í fyrra. Þar af um sjö hundruð á undanfarinni viku. „Við sækjumst ekki eftir stríði,“ sagði Hagari. „Við erum að binda enda á ógn.“ Hann sagði að Ísraelar myndu gera hvað sem er til að ná markmiðum sínum. Gagnrýndi hann Hezbollah fyrir að skýla sér bakvið óbreytta borgara með því að fela vopn og eldflaugar í þorpum. Loftvarnarkerfi Ísrael hafa verið mjög virk í morgun og segja Ísraelar að rúmlega hundrað eldflaugum hafi verið skotið yfir landamærin.AP/Ohad Zwigenberg Eins og áður hefur komið fram hafa 558 fallið í árásum Ísraela síðustu tvo daga, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Líbanon og þar af fimmtíu börn og 94 konur. 1.835 eru sagðir hafa særst. Hér að neðan má sjá myndbönd af nokkrum árásum Ísraela frá því í nótt og í morgun, sem herinn hefur birt. Herzi Halevi, formaður herforingjaráðs Ísrael, sagði í morgun að ekki stæði til að veita Hezbollah hvíld. Herinn myndi frekar gefa í og auka árásir gegn hryðjuverkasamtökunum. „Hezbollah má ekki fá pásu,“ sagði Halevi, samkvæmt frétt Times of Israel. „Við munum auka aðgerðir okkar í dag og styrkja okkur á öllum vígstöðvum.“ Ísraelar hafa gert árásir í þremur bylgjum í dag. Að minnsta kosti ein árás var gerð í Beirút skömmu fyrir hádegi að íslenskum tíma. Heimildarmenn fjölmiðla ytra segja að árásin hafi beinst að einum af leiðtogum samtakanna. ⚠️ Unverified footage showing the aftermath of an Israeli strike moments ago against #Beirut’s southern suburbs. Israeli military just confirmed the strike now, without details yet. #Lebanon pic.twitter.com/r5CHnFGTnb— Matthieu Karam (@MatthieuKaram) September 24, 2024 Reuters hefur eftir heimildarmönnum sínum í Líbanon að Ibrahim Qubaisi, yfirmaður eldflaugasveita Hezbollah, hafi fallið í árásinni. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Hernaður Tengdar fréttir Halda árásum áfram og beina sjónum að eldflaugastæðum Hezbollah Ísraelsher hefur haldið loftárásum sínum á Líbanon áfram í nótt eftir harðar árásir gærdagsins þar sem um 500 eru sagðir hafa látist og um 1.600 særst. 24. september 2024 06:30 Ísraelar ráðast í umfangsmiklar loftárásir og hvetja íbúa til að flýja Ísraelsher hefur hvatt íbúa í þorpum í suðurhluta Líbanon, sem kunna að búa nærri byggingum eða svæðum þar sem Hezbollah er með hernaðarinnviði, til að forða sér. 23. september 2024 07:12 Skiptast á eldflaugum í massavís Ísraelski herinn og Hezbollah hafa skotið fjölda eldflauga þvers og kruss yfir landamæri Ísrael og Líbanon í nótt og í gær. Árásirnar hafa líklega aldrei verið jafn umfangsmiklar í hvora áttina frá því Hezbollah hóf árásir á Ísrael í október í fyrra, eftir að Ísraelar hófu hernað sinn á Gasaströndinni. 22. september 2024 07:37 Hafa séð Hezbollah fyrir símboðum í tvö ár Ísraelar hafa selt meðlimum Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna símboða sem þeir framleiddu sjálfir gegnum skúffufélög frá árinu 2022. Þegar leiðtogi samtakanna fordæmdi notkun snjallsíma fyrr á þessu ári var framleiðslan aukin til muna og þúsundir símboða voru seldir til Líbanon. 19. september 2024 15:03 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Ísraelar segjast gera að mestu árásir á innviði Hezbollah í suðurhluta Líbanon og að árásirnar í morgun hafi verið gerðar á byggingar þar sem vopn voru geymd, eldflaugaskotpalla, stjórnstöðvar og aðra innviði. Enn einn af leiðtogum samtakanna var felldur í loftárás í Beirút í dag. Ísraelar hafa fellt þó nokkra af leiðtogum samtakanna. Þeir segja myndbönd af árásum í nótt og í morgun sýna frekari sprengingar í kjölfar árásanna og að það sanni að sprengiefni hafi verið þar. Sjá einnig: Segir að Hezbollah muni skilja skilaboðin Daniel Hagari, talsmaður ísraelska hersins, sagði í morgun að Hezbollah-liðar hafðu skotið um níu þúsund eldflaugum að Ísrael frá því í október í fyrra. Þar af um sjö hundruð á undanfarinni viku. „Við sækjumst ekki eftir stríði,“ sagði Hagari. „Við erum að binda enda á ógn.“ Hann sagði að Ísraelar myndu gera hvað sem er til að ná markmiðum sínum. Gagnrýndi hann Hezbollah fyrir að skýla sér bakvið óbreytta borgara með því að fela vopn og eldflaugar í þorpum. Loftvarnarkerfi Ísrael hafa verið mjög virk í morgun og segja Ísraelar að rúmlega hundrað eldflaugum hafi verið skotið yfir landamærin.AP/Ohad Zwigenberg Eins og áður hefur komið fram hafa 558 fallið í árásum Ísraela síðustu tvo daga, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Líbanon og þar af fimmtíu börn og 94 konur. 1.835 eru sagðir hafa særst. Hér að neðan má sjá myndbönd af nokkrum árásum Ísraela frá því í nótt og í morgun, sem herinn hefur birt. Herzi Halevi, formaður herforingjaráðs Ísrael, sagði í morgun að ekki stæði til að veita Hezbollah hvíld. Herinn myndi frekar gefa í og auka árásir gegn hryðjuverkasamtökunum. „Hezbollah má ekki fá pásu,“ sagði Halevi, samkvæmt frétt Times of Israel. „Við munum auka aðgerðir okkar í dag og styrkja okkur á öllum vígstöðvum.“ Ísraelar hafa gert árásir í þremur bylgjum í dag. Að minnsta kosti ein árás var gerð í Beirút skömmu fyrir hádegi að íslenskum tíma. Heimildarmenn fjölmiðla ytra segja að árásin hafi beinst að einum af leiðtogum samtakanna. ⚠️ Unverified footage showing the aftermath of an Israeli strike moments ago against #Beirut’s southern suburbs. Israeli military just confirmed the strike now, without details yet. #Lebanon pic.twitter.com/r5CHnFGTnb— Matthieu Karam (@MatthieuKaram) September 24, 2024 Reuters hefur eftir heimildarmönnum sínum í Líbanon að Ibrahim Qubaisi, yfirmaður eldflaugasveita Hezbollah, hafi fallið í árásinni.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Hernaður Tengdar fréttir Halda árásum áfram og beina sjónum að eldflaugastæðum Hezbollah Ísraelsher hefur haldið loftárásum sínum á Líbanon áfram í nótt eftir harðar árásir gærdagsins þar sem um 500 eru sagðir hafa látist og um 1.600 særst. 24. september 2024 06:30 Ísraelar ráðast í umfangsmiklar loftárásir og hvetja íbúa til að flýja Ísraelsher hefur hvatt íbúa í þorpum í suðurhluta Líbanon, sem kunna að búa nærri byggingum eða svæðum þar sem Hezbollah er með hernaðarinnviði, til að forða sér. 23. september 2024 07:12 Skiptast á eldflaugum í massavís Ísraelski herinn og Hezbollah hafa skotið fjölda eldflauga þvers og kruss yfir landamæri Ísrael og Líbanon í nótt og í gær. Árásirnar hafa líklega aldrei verið jafn umfangsmiklar í hvora áttina frá því Hezbollah hóf árásir á Ísrael í október í fyrra, eftir að Ísraelar hófu hernað sinn á Gasaströndinni. 22. september 2024 07:37 Hafa séð Hezbollah fyrir símboðum í tvö ár Ísraelar hafa selt meðlimum Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna símboða sem þeir framleiddu sjálfir gegnum skúffufélög frá árinu 2022. Þegar leiðtogi samtakanna fordæmdi notkun snjallsíma fyrr á þessu ári var framleiðslan aukin til muna og þúsundir símboða voru seldir til Líbanon. 19. september 2024 15:03 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Halda árásum áfram og beina sjónum að eldflaugastæðum Hezbollah Ísraelsher hefur haldið loftárásum sínum á Líbanon áfram í nótt eftir harðar árásir gærdagsins þar sem um 500 eru sagðir hafa látist og um 1.600 særst. 24. september 2024 06:30
Ísraelar ráðast í umfangsmiklar loftárásir og hvetja íbúa til að flýja Ísraelsher hefur hvatt íbúa í þorpum í suðurhluta Líbanon, sem kunna að búa nærri byggingum eða svæðum þar sem Hezbollah er með hernaðarinnviði, til að forða sér. 23. september 2024 07:12
Skiptast á eldflaugum í massavís Ísraelski herinn og Hezbollah hafa skotið fjölda eldflauga þvers og kruss yfir landamæri Ísrael og Líbanon í nótt og í gær. Árásirnar hafa líklega aldrei verið jafn umfangsmiklar í hvora áttina frá því Hezbollah hóf árásir á Ísrael í október í fyrra, eftir að Ísraelar hófu hernað sinn á Gasaströndinni. 22. september 2024 07:37
Hafa séð Hezbollah fyrir símboðum í tvö ár Ísraelar hafa selt meðlimum Hezbollah-hryðjuverkasamtakanna símboða sem þeir framleiddu sjálfir gegnum skúffufélög frá árinu 2022. Þegar leiðtogi samtakanna fordæmdi notkun snjallsíma fyrr á þessu ári var framleiðslan aukin til muna og þúsundir símboða voru seldir til Líbanon. 19. september 2024 15:03
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent