Telur vaxtahækkanir viðskiptabankanna brattar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. september 2024 13:01 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri telur að viðskiptabankarnir hafi á skömmum tíma hækkað bratt verðtryggða vexti á íbúðalánum. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans, Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka og Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka. Allir bankarnir hækkuðu vexti á verðtryggðum húsnæðislánum í þessari og síðustu viku. Vísir Seðlabankastjóri telur hækkanir viðskiptabankanna á verðtryggðum vöxtum íbúðalána brattar á skömmum tíma. Hann telur hins vegar að þær muni leiða til þess að hækkun á fasteignaverði heyri sögunni til. Hann kveður umræðu um að of lítið sé byggt, á villigötum. Útlán til byggingageirans séu mikil og nóg af eignum til sölu. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri var hugsi yfir nýlegum hækkunum stóru viðskiptabankanna þriggja á verðtryggðum húsnæðislánum á fundi Fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans í morgun. Hækkanir á fasteignamarkaði mun heyra sögunni til „Út frá fjármálastöðugleika eru þetta ansi brattar hækkanir á verðtryggðum vöxtum. Það mun leiða til þess að greiðslubyrðin mun hækka hjá mörgum heimilum sem hafa skuldbreytt yfir í verðtryggð húsnæðislán. Þetta eru miklar hækkanir á tiltölulega skömmum tíma. Ég held að þessar hækkanir muni leiða til þess að hækkanir á fasteignaverði muni heyra sögunni til. Þetta þýðir það að við erum að fara að sjá yfirvofandi verðbólguhjöðnun,“ segir Ásgeir. Áhætta fyrir bankanna miðað við núverandi ástand Hjöðnun verðbólgu geti skapa hættu í fjármálakerfinu miðað við núverandi stöðu þar. „Bankarnir eru með mikinn verðtryggingaójöfnuð þ.e. þeir eiga mun meira af verðtryggðum eignum en skuldum. Ef verðbólga dettur niður er það áhætta fyrir þá,“ segir Ásgeir. Aðspurður um hvort að væntingar hans um að verðbólga sé að hjaðna muni hafa áhrif á að stýrivaxtaákvörðun Peningastefnunefndar í næstu viku svarar Ásgeir: „Ég get engu svarað um það. Ég sagði að þessi mikla hækkun á verðtryggðum vöxtum mun hafa áhrif á fasteignamarkaðinn.“ Umræða um húsnæðisuppbyggingu á villigötum Húsnæðis-og mannvirkjastofnun og Samtök iðnaðarins hafa ítrekað bent á að ekki sé verið að uppfylla framtíðarhúsnæðisþörf á byggingamarkaði. Ásgeir telur umræðuna á villigötum. „Það er mjög undarleg umræða sem hefur átt sér stað um byggingageirann. Í fyrsta lagi að það vanti svo mikið húsnæði alls staðar, það sé ekki byggt nóg og að vaxtahækkanir Seðlabankans séu að halda aftur að byggingageiranum. Það sem við sjáum hins vegar er að það er verið að lána út á fullu. Við sjáum heldur ekki að það sé skortur á eignum á sölu. Við erum að sjá merki um að það gangi verr að selja. Við erum heldur ekki að sjá að það sé að draga úr framboði á næstunni. Ég heyrði þessa umræðu um að fasteignaverð sé alltaf að hækka fyrir 10-15 árum. Auðvitað er það ekki þannig. Um leið og það hægir á hagkerfinu mun hægja á fasteignamarkaðnum,“ segir Ásgeir. Ásgeir Jónsson segir að útlán til fasteignafélaga hafi verið að aukast. Það kemur fram í glæru sem kom fram á fundi Fjármálastöðugleikanefndar í dag.Vísir/Seðlabankinn Fasteignamarkaður Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Seðlabankinn Tengdar fréttir Þrálát verðbólga og hægari vöxtur geti skapað áskoranir fyrir fjármálakerfið Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum. Eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka er sterk, aðgengi að fjármögnun gott og fjármögnunarkostnaður erlendis hefur lækkað. Þrálát verðbólga samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa getur skapað áskoranir fyrir fjármálakerfið. Fjármálastöðugleikanefnd hefur ákveðið að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5 prósentum. 25. september 2024 08:33 Þurfi að komast út úr kjarasamningum „með góðu eða illu“ Seðlabankinn hefur brugðist lögbundnu hlutverki sínu og vinnur gegn fólkinu í landinu, að mati formanns VR. Hann segir nauðsynlegt að verkalýðshreyfingin komist út úr kjarasamningum sem fyrst, „með góðu eða illu“. 24. september 2024 14:21 Svekktur en ekki hissa á færri íbúðum í byggingu Forseti ASÍ segir svekkjandi að íbúðauppbygging hafi dregist saman um tæp sautján prósent á síðasta árinu. Það komi hins vegar ekki á óvart miðað við núverandi vaxtaumhverfi og verðbólgu. 24. september 2024 12:10 Ringulreið á lánamarkaði Afborgun á ríflega fjörutíu milljón króna láni hækkar um allt að kvartmilljón á ári eftir vaxtahækkun bankanna. Lántaki sem þurfti að færa sig úr óverðtryggðu láni í verðtryggt segir ringulreið ríkja og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. 23. september 2024 19:17 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri var hugsi yfir nýlegum hækkunum stóru viðskiptabankanna þriggja á verðtryggðum húsnæðislánum á fundi Fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans í morgun. Hækkanir á fasteignamarkaði mun heyra sögunni til „Út frá fjármálastöðugleika eru þetta ansi brattar hækkanir á verðtryggðum vöxtum. Það mun leiða til þess að greiðslubyrðin mun hækka hjá mörgum heimilum sem hafa skuldbreytt yfir í verðtryggð húsnæðislán. Þetta eru miklar hækkanir á tiltölulega skömmum tíma. Ég held að þessar hækkanir muni leiða til þess að hækkanir á fasteignaverði muni heyra sögunni til. Þetta þýðir það að við erum að fara að sjá yfirvofandi verðbólguhjöðnun,“ segir Ásgeir. Áhætta fyrir bankanna miðað við núverandi ástand Hjöðnun verðbólgu geti skapa hættu í fjármálakerfinu miðað við núverandi stöðu þar. „Bankarnir eru með mikinn verðtryggingaójöfnuð þ.e. þeir eiga mun meira af verðtryggðum eignum en skuldum. Ef verðbólga dettur niður er það áhætta fyrir þá,“ segir Ásgeir. Aðspurður um hvort að væntingar hans um að verðbólga sé að hjaðna muni hafa áhrif á að stýrivaxtaákvörðun Peningastefnunefndar í næstu viku svarar Ásgeir: „Ég get engu svarað um það. Ég sagði að þessi mikla hækkun á verðtryggðum vöxtum mun hafa áhrif á fasteignamarkaðinn.“ Umræða um húsnæðisuppbyggingu á villigötum Húsnæðis-og mannvirkjastofnun og Samtök iðnaðarins hafa ítrekað bent á að ekki sé verið að uppfylla framtíðarhúsnæðisþörf á byggingamarkaði. Ásgeir telur umræðuna á villigötum. „Það er mjög undarleg umræða sem hefur átt sér stað um byggingageirann. Í fyrsta lagi að það vanti svo mikið húsnæði alls staðar, það sé ekki byggt nóg og að vaxtahækkanir Seðlabankans séu að halda aftur að byggingageiranum. Það sem við sjáum hins vegar er að það er verið að lána út á fullu. Við sjáum heldur ekki að það sé skortur á eignum á sölu. Við erum að sjá merki um að það gangi verr að selja. Við erum heldur ekki að sjá að það sé að draga úr framboði á næstunni. Ég heyrði þessa umræðu um að fasteignaverð sé alltaf að hækka fyrir 10-15 árum. Auðvitað er það ekki þannig. Um leið og það hægir á hagkerfinu mun hægja á fasteignamarkaðnum,“ segir Ásgeir. Ásgeir Jónsson segir að útlán til fasteignafélaga hafi verið að aukast. Það kemur fram í glæru sem kom fram á fundi Fjármálastöðugleikanefndar í dag.Vísir/Seðlabankinn
Fasteignamarkaður Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Seðlabankinn Tengdar fréttir Þrálát verðbólga og hægari vöxtur geti skapað áskoranir fyrir fjármálakerfið Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum. Eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka er sterk, aðgengi að fjármögnun gott og fjármögnunarkostnaður erlendis hefur lækkað. Þrálát verðbólga samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa getur skapað áskoranir fyrir fjármálakerfið. Fjármálastöðugleikanefnd hefur ákveðið að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5 prósentum. 25. september 2024 08:33 Þurfi að komast út úr kjarasamningum „með góðu eða illu“ Seðlabankinn hefur brugðist lögbundnu hlutverki sínu og vinnur gegn fólkinu í landinu, að mati formanns VR. Hann segir nauðsynlegt að verkalýðshreyfingin komist út úr kjarasamningum sem fyrst, „með góðu eða illu“. 24. september 2024 14:21 Svekktur en ekki hissa á færri íbúðum í byggingu Forseti ASÍ segir svekkjandi að íbúðauppbygging hafi dregist saman um tæp sautján prósent á síðasta árinu. Það komi hins vegar ekki á óvart miðað við núverandi vaxtaumhverfi og verðbólgu. 24. september 2024 12:10 Ringulreið á lánamarkaði Afborgun á ríflega fjörutíu milljón króna láni hækkar um allt að kvartmilljón á ári eftir vaxtahækkun bankanna. Lántaki sem þurfti að færa sig úr óverðtryggðu láni í verðtryggt segir ringulreið ríkja og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. 23. september 2024 19:17 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Þrálát verðbólga og hægari vöxtur geti skapað áskoranir fyrir fjármálakerfið Fjármálakerfið hér á landi stendur traustum fótum. Eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka er sterk, aðgengi að fjármögnun gott og fjármögnunarkostnaður erlendis hefur lækkað. Þrálát verðbólga samhliða hægari vexti efnahagsumsvifa getur skapað áskoranir fyrir fjármálakerfið. Fjármálastöðugleikanefnd hefur ákveðið að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5 prósentum. 25. september 2024 08:33
Þurfi að komast út úr kjarasamningum „með góðu eða illu“ Seðlabankinn hefur brugðist lögbundnu hlutverki sínu og vinnur gegn fólkinu í landinu, að mati formanns VR. Hann segir nauðsynlegt að verkalýðshreyfingin komist út úr kjarasamningum sem fyrst, „með góðu eða illu“. 24. september 2024 14:21
Svekktur en ekki hissa á færri íbúðum í byggingu Forseti ASÍ segir svekkjandi að íbúðauppbygging hafi dregist saman um tæp sautján prósent á síðasta árinu. Það komi hins vegar ekki á óvart miðað við núverandi vaxtaumhverfi og verðbólgu. 24. september 2024 12:10
Ringulreið á lánamarkaði Afborgun á ríflega fjörutíu milljón króna láni hækkar um allt að kvartmilljón á ári eftir vaxtahækkun bankanna. Lántaki sem þurfti að færa sig úr óverðtryggðu láni í verðtryggt segir ringulreið ríkja og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. 23. september 2024 19:17