Nákvæmasta kortið af Vetrarbrautinni til þessa Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2024 12:00 Sýnishorn af stjörnuþokum úr kortinu af Vetrarbrautinni. Kortið er það nákvæmasta af henni í innrauðu ljósi til þessa. Frá vinstri til hægri og að ofan og niður: NGC 3576, Humarsþokan (NGC 6357), Svansþokan (Messier 17), NGC 6188, Messier 22, og NGC 3603. ESO/VVVX survey Fleiri en einn og hálfan milljarð fyrirbæra er að finna á tröllvöxnu korti af Vetrarbrautinni sem hópi stjörnufræðinga tókst að að setja saman. Kortið er það nákvæmasta sinnar tegundar og tók þrettán ár í smíðum. Tíu sinnum fleiri fyrirbæri eru á þessu nýja korti en voru á fyrri útgáfu sem sami hópur birti árið 2013. Til verksins notuðu vísindamennirnir innrauða myndavél VISTA-sjónauka evrópska stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) í Atacama-eyðimörkinni í Síle. Í innrauðu ljósi gat sjónaukinn skyggnst í gegnum ryk og gas og komið auga á nýfæddar stjörnur og kúluþyrpingar. Hann gat einnig greint dauf fyrirbæri eins og brúna dverga og frjálsar reikistjörnur sem ganga ekki á braut um sólstjörnur, að því er kemur fram í tilkynningu frá ESO. Athuganirnar voru gerðar á 420 nóttum yfir þrettán ára tímabil, frá 2010 til fyrri hluta síðasta árs. Þetta er stærsta verkefni sem ráðist hefur verið í með sjónauka ESO. Með því að fylgjast með sama hluta næturhiminsins lengi í einu gátu stjarnfræðingarnir staðsett fyrirbæri en einnig fylgst með hreyfingum þeirra og breytingum á birtu þeirra. Lotubundnar birtubreytingar ákveðinna stjarna gerðu þeim svo kleift að mæla fjarlægðir og skapa þrívíddarkort af innri hluta Vetrarbrautarinnar sem er hulinn ryki frá jörðinni séð. Svansþokan séð í innrauðu ljósi. Hún er stjörnumyndunarsvæði í um 5.500 ljósára fjarlægð frá jörðinni í stjörnumerkinu bogmanninum.ESO/VVVX survey Fleiri en þrjú hundruð vísindagreinar hafa orðið til upp úr athugununum og búast má við því að þær verði mun fleiri eftir því sem vísindamenn plægja í gegnum gögnin sem telja um 500 terabæti. „Við gerðum svo margar uppgötvanir. Við höfum breytt sýn okkar á Vetrarbrautina til frambúðar,“ segir Dante Minniti, stjarneðlisfræðingur við Andrés Bello-háskóla í Síle sem stýrði verkefninu, í tilkynningu frá ESO. Geimurinn Vísindi Chile Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Tíu sinnum fleiri fyrirbæri eru á þessu nýja korti en voru á fyrri útgáfu sem sami hópur birti árið 2013. Til verksins notuðu vísindamennirnir innrauða myndavél VISTA-sjónauka evrópska stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) í Atacama-eyðimörkinni í Síle. Í innrauðu ljósi gat sjónaukinn skyggnst í gegnum ryk og gas og komið auga á nýfæddar stjörnur og kúluþyrpingar. Hann gat einnig greint dauf fyrirbæri eins og brúna dverga og frjálsar reikistjörnur sem ganga ekki á braut um sólstjörnur, að því er kemur fram í tilkynningu frá ESO. Athuganirnar voru gerðar á 420 nóttum yfir þrettán ára tímabil, frá 2010 til fyrri hluta síðasta árs. Þetta er stærsta verkefni sem ráðist hefur verið í með sjónauka ESO. Með því að fylgjast með sama hluta næturhiminsins lengi í einu gátu stjarnfræðingarnir staðsett fyrirbæri en einnig fylgst með hreyfingum þeirra og breytingum á birtu þeirra. Lotubundnar birtubreytingar ákveðinna stjarna gerðu þeim svo kleift að mæla fjarlægðir og skapa þrívíddarkort af innri hluta Vetrarbrautarinnar sem er hulinn ryki frá jörðinni séð. Svansþokan séð í innrauðu ljósi. Hún er stjörnumyndunarsvæði í um 5.500 ljósára fjarlægð frá jörðinni í stjörnumerkinu bogmanninum.ESO/VVVX survey Fleiri en þrjú hundruð vísindagreinar hafa orðið til upp úr athugununum og búast má við því að þær verði mun fleiri eftir því sem vísindamenn plægja í gegnum gögnin sem telja um 500 terabæti. „Við gerðum svo margar uppgötvanir. Við höfum breytt sýn okkar á Vetrarbrautina til frambúðar,“ segir Dante Minniti, stjarneðlisfræðingur við Andrés Bello-háskóla í Síle sem stýrði verkefninu, í tilkynningu frá ESO.
Geimurinn Vísindi Chile Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira