Innlent

Bíll hjónanna á tveggja metra dýpi í Fossá

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Slysið varð nærri Skagaströnd.
Slysið varð nærri Skagaströnd. Vísir/Vilhelm

Bifreið hjóna sem lentu í alvarlegu umferðarslysi við Fossá á Skaga í gær var á tveggja metra dýpi í ánni þegar lögregla og viðbragðsaðilar komu á vettvang. Hjónin óku eftir malarvegi en svo virðist sem að maðurinn sem lést hafi misst stjórn á bílnum og ekið út af. 

Þetta kemur fram í grein South China Morning Post um málið en eins og áður hefur verið greint frá lést lögregluþjónn frá Hong Kong í slysinu en eiginkona hans, sem er einnig lögreglumaður frá Hong Kong, var flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. 

Ekki er grunur um ölvunarakstur né hraðaakstur eftir því sem fram kemur í greininni en hámarkshraði á umræddum vegi er 80 kílómetrar á klukkustund. Ekki hafa borist frekari fréttir af líðan konunnar en Birgir Jónasson, lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra, sagði í samtali við Vísi í gær að hún væri í stöðugu ástandi.

Haft er eftir lögreglunni að bílaleigubíllinn sem hjónin óku hafi verið tiltölulega nýr. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×