Loftárásum ætlað að undirbúa mögulega innrás Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2024 15:59 Herzi Halevi, formaður herforingjaráðs Ísrael, með ísraelskum hermönnum nærri landamærum Líbanon í dag. Ísraelski herinn Herzi Halevi, formaður herforingjaráðs Ísrael, segir að umfangsmiklum loftárásum Ísraela í Líbanon undanfarna daga sé bæði ætlað að grafa undan mætti Hezbollah og að leggja grunninn að mögulegri innrás í sunnanvert landið. Halevi samþykkti á dögunum aðgerðaáætlun fyrir árásir á Líbanon en ráðherra og herforingjar hafa kallað eftir innrás. Halevi ávarpaði hermenn í norðanverðu Ísrael í dag þar sem hann sagði þeim að hlusta á dyninn í herþotunum yfir þeim. „Við höfum gert árásir í allan dag. Þetta er bæði til að undirbúa mögulega innrás ykkar og til að grafa undan Hezbollah,“ sagði hann samkvæmt AP fréttaveitunni. Hann sagði einnig að Hezbollah hefðu í morgun gert árás lengra inn í Ísrael en áður og að seinna í dag yrði þeirri árás svarað. Hezbollah skaut í dag skotflaug að Tel Aviv í fyrsta sinn. Skotflaugar kallast á ensku „Ballistic missile“ og þær virka á þann veg að þeim er skotið hátt upp í gufuhvolfið og sprengjuoddar þeirra falla svo hratt til jarðar og er erfitt að skjóta þá niður. Ísraelum tókst það þó og er skotflaugin ekki sögð hafa valdið mannfalli né miklu tjóni. Umfangsmiklar árásir Ísraela á Líbanon undanfarna daga hafa kostað minnst 560 manns lífið. Sjá einnig: Enn einn leiðtogi Hezbollah felldur Halevi gaf einnig í skyn að innrás væri í vændum, svo hægt væri að tryggja að fólk sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín í norðanverðu Ísrael vegna eldflaugaárása Hezbollah á undanförnum mánuðum geti snúið aftur heim. Fyrr í dag gaf ísraelski herinn það út að verið væri að kalla út tvö stórfylki af varaliðsmönnum og þeir yrðu sendir til Norður-Ísrael. Þetta væri svo áðurnefnt fólk gæti snúið aftur til síns heima í norðurhluta landsins. Frá jarðarför tveggja af leiðtogum Hezbollah í Beirút í morgun. Ísraelar hafa fellt marga af leiðtogum samtakanna á undanförnum dögum og jafnvel mánuðum.AP/Hassan Ammar Hafa rifist um innrás Undanfarna daga hafa háværar umræður átt sér stað innan ríkisstjórnar Benjamíns Netanjahú og á öðrum stigum ísraelskra stjórnvalda um stöðuna í norðanverðu landinu. Þar hafa sjötíu þúsund manns ekki getað snúið til síns heima, vegna linnulausra eldflauga- og drónaárása frá Hezbollah í Líbanon. Netanjahú hefur sagt að umfangsmiklar breytingar þurfi á stöðunni á landamærunum við Líbanon og hefur komið til tals að gera innrás í suðurhluta Líbanon og reka vígamenn Hezbollah til norðurs. Sjá einnig: Herforingi kallar eftir innrás í Líbanon Hezbollah-samtökin eru þó talin mun öflugri en Hamas, en bæði samtökin njóta stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran. Vígamenn Hezbollah, sem taldir eru skipta þúsundum og vera tiltölulega vel þjálfaðir og reynslumiklir eftir langvarandi þátttöku í átökum í Sýrlandi, eru taldir sitja á tugum þúsunda eldflauga og annarskonar hergagna. Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Íran Hryðjuverkastarfsemi Hernaður Tengdar fréttir Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Erindrekar frá Íran hafa komið að viðræðum milli yfirvalda í Rússlandi og Húta í Jemen, sem vilja fá háþróaðar eldflaugar frá Rússum til að sökkva skipum á Rauðahafi. Hútar hafa gert ítrekaðar árásir á skip á svæðinu og óttast er að umræddar eldflaugar gætu aukið getu þeirra til muna. 25. september 2024 10:15 Sakar Hezbollah um að leiða Líbanon „að hyldýpinu“ Ísraelsher hélt árásum sínum á skotmörk í suðurhluta Líbanon áfram í nótt og í morgun en 569 eru sagðir hafa látið lífið í aðgerðunum hingað til, þar á meðal 50 börn. 25. september 2024 06:40 Halda árásum áfram og beina sjónum að eldflaugastæðum Hezbollah Ísraelsher hefur haldið loftárásum sínum á Líbanon áfram í nótt eftir harðar árásir gærdagsins þar sem um 500 eru sagðir hafa látist og um 1.600 særst. 24. september 2024 06:30 Segir að Hezbollah muni skilja skilaboðin Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segir meðlimi ríkisstjórnar sinnar staðráðna að gera íbúum Norður-Ísrael kleift að snúa aftur til síns heima. Að leiðtogar Hezbollah muni fljótt átta sig á stöðunni, eftir árásir sem þeir hefðu ekki getað ímyndað sér fyrir nokkrum dögum. 22. september 2024 15:02 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Halevi ávarpaði hermenn í norðanverðu Ísrael í dag þar sem hann sagði þeim að hlusta á dyninn í herþotunum yfir þeim. „Við höfum gert árásir í allan dag. Þetta er bæði til að undirbúa mögulega innrás ykkar og til að grafa undan Hezbollah,“ sagði hann samkvæmt AP fréttaveitunni. Hann sagði einnig að Hezbollah hefðu í morgun gert árás lengra inn í Ísrael en áður og að seinna í dag yrði þeirri árás svarað. Hezbollah skaut í dag skotflaug að Tel Aviv í fyrsta sinn. Skotflaugar kallast á ensku „Ballistic missile“ og þær virka á þann veg að þeim er skotið hátt upp í gufuhvolfið og sprengjuoddar þeirra falla svo hratt til jarðar og er erfitt að skjóta þá niður. Ísraelum tókst það þó og er skotflaugin ekki sögð hafa valdið mannfalli né miklu tjóni. Umfangsmiklar árásir Ísraela á Líbanon undanfarna daga hafa kostað minnst 560 manns lífið. Sjá einnig: Enn einn leiðtogi Hezbollah felldur Halevi gaf einnig í skyn að innrás væri í vændum, svo hægt væri að tryggja að fólk sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín í norðanverðu Ísrael vegna eldflaugaárása Hezbollah á undanförnum mánuðum geti snúið aftur heim. Fyrr í dag gaf ísraelski herinn það út að verið væri að kalla út tvö stórfylki af varaliðsmönnum og þeir yrðu sendir til Norður-Ísrael. Þetta væri svo áðurnefnt fólk gæti snúið aftur til síns heima í norðurhluta landsins. Frá jarðarför tveggja af leiðtogum Hezbollah í Beirút í morgun. Ísraelar hafa fellt marga af leiðtogum samtakanna á undanförnum dögum og jafnvel mánuðum.AP/Hassan Ammar Hafa rifist um innrás Undanfarna daga hafa háværar umræður átt sér stað innan ríkisstjórnar Benjamíns Netanjahú og á öðrum stigum ísraelskra stjórnvalda um stöðuna í norðanverðu landinu. Þar hafa sjötíu þúsund manns ekki getað snúið til síns heima, vegna linnulausra eldflauga- og drónaárása frá Hezbollah í Líbanon. Netanjahú hefur sagt að umfangsmiklar breytingar þurfi á stöðunni á landamærunum við Líbanon og hefur komið til tals að gera innrás í suðurhluta Líbanon og reka vígamenn Hezbollah til norðurs. Sjá einnig: Herforingi kallar eftir innrás í Líbanon Hezbollah-samtökin eru þó talin mun öflugri en Hamas, en bæði samtökin njóta stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran. Vígamenn Hezbollah, sem taldir eru skipta þúsundum og vera tiltölulega vel þjálfaðir og reynslumiklir eftir langvarandi þátttöku í átökum í Sýrlandi, eru taldir sitja á tugum þúsunda eldflauga og annarskonar hergagna.
Ísrael Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Íran Hryðjuverkastarfsemi Hernaður Tengdar fréttir Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Erindrekar frá Íran hafa komið að viðræðum milli yfirvalda í Rússlandi og Húta í Jemen, sem vilja fá háþróaðar eldflaugar frá Rússum til að sökkva skipum á Rauðahafi. Hútar hafa gert ítrekaðar árásir á skip á svæðinu og óttast er að umræddar eldflaugar gætu aukið getu þeirra til muna. 25. september 2024 10:15 Sakar Hezbollah um að leiða Líbanon „að hyldýpinu“ Ísraelsher hélt árásum sínum á skotmörk í suðurhluta Líbanon áfram í nótt og í morgun en 569 eru sagðir hafa látið lífið í aðgerðunum hingað til, þar á meðal 50 börn. 25. september 2024 06:40 Halda árásum áfram og beina sjónum að eldflaugastæðum Hezbollah Ísraelsher hefur haldið loftárásum sínum á Líbanon áfram í nótt eftir harðar árásir gærdagsins þar sem um 500 eru sagðir hafa látist og um 1.600 særst. 24. september 2024 06:30 Segir að Hezbollah muni skilja skilaboðin Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segir meðlimi ríkisstjórnar sinnar staðráðna að gera íbúum Norður-Ísrael kleift að snúa aftur til síns heima. Að leiðtogar Hezbollah muni fljótt átta sig á stöðunni, eftir árásir sem þeir hefðu ekki getað ímyndað sér fyrir nokkrum dögum. 22. september 2024 15:02 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum Erindrekar frá Íran hafa komið að viðræðum milli yfirvalda í Rússlandi og Húta í Jemen, sem vilja fá háþróaðar eldflaugar frá Rússum til að sökkva skipum á Rauðahafi. Hútar hafa gert ítrekaðar árásir á skip á svæðinu og óttast er að umræddar eldflaugar gætu aukið getu þeirra til muna. 25. september 2024 10:15
Sakar Hezbollah um að leiða Líbanon „að hyldýpinu“ Ísraelsher hélt árásum sínum á skotmörk í suðurhluta Líbanon áfram í nótt og í morgun en 569 eru sagðir hafa látið lífið í aðgerðunum hingað til, þar á meðal 50 börn. 25. september 2024 06:40
Halda árásum áfram og beina sjónum að eldflaugastæðum Hezbollah Ísraelsher hefur haldið loftárásum sínum á Líbanon áfram í nótt eftir harðar árásir gærdagsins þar sem um 500 eru sagðir hafa látist og um 1.600 særst. 24. september 2024 06:30
Segir að Hezbollah muni skilja skilaboðin Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segir meðlimi ríkisstjórnar sinnar staðráðna að gera íbúum Norður-Ísrael kleift að snúa aftur til síns heima. Að leiðtogar Hezbollah muni fljótt átta sig á stöðunni, eftir árásir sem þeir hefðu ekki getað ímyndað sér fyrir nokkrum dögum. 22. september 2024 15:02