Neyddir í eina stystu rútuferð sögunnar Sindri Sverrisson skrifar 26. september 2024 09:03 Leikmenn Bodö/Glimt þurftu að ferðast með rútu í innan við eina mínútu og fögnuðu svo flottum sigri. Samsett/Getty Leikmenn Bodö/Glimt neyddust til að ferðast með rútu í heimaleik sinn við Porto í Evrópudeildinni í fótbolta í gær. Ferðalagið tók eina mínútu. Eins og Íslendingar ættu að þekkja gerir UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, ýmsar kröfur varðandi umgjörð leikja í Evrópukeppnum. Í Evrópudeildinni er ein af þeim sú að leikmenn mæti í einum hópi saman á leikstað. Þess vegna söfnuðust leikmenn Bodö/Glimt, sumir í bíl og aðrir fótgangandi, saman fyrir utan hús fylkisstjórans í Norðurlandi, aðeins 220 metrum frá Aspmyra-leikvanginum sem þeir spila heimaleiki sína á. Svolítið hallærislegt í Noregi „Þetta var auðvitað mjög kómískt,“ segir Freddy Thoresen, blaðamaður Avisa Nordland. „Svona gera þeir þetta úti í hinum stóra heimi en hér í Noregi verður þetta svolítið hallærislegt.“ Margir af leikmönnum Bodö/Glimt hefðu sem sagt alveg eins getað labbað á völlinn, eins og þeir eru vanir, en það kom ekki til greina að þessu sinni. „UEFA vill að við komum saman. Þess vegna var þetta svona,“ segir Truls Bjerke, liðsstjóri Bodö/Glimt, samkvæmt frétt NRK. Danskur Valsari kom liðinu yfir Rútuferðin virðist hafa farið vel í flesta leikmenn Bodö/Glimt sem unnu frábæran 3-2 sigur á portúgalska stórliðinu, þrátt fyrir að vera manni færri frá 51. mínútu, þegar þeir voru 2-1 yfir. Daninn Kasper Högh, sem lék með Val um skamman tíma árið 2020, skoraði fyrsta mark Bodö, eftir að Porto hafði komist yfir, og norski landsliðsmaðurinn Jens Petter Hauge skoraði tvö. Bodö/Glimt hefur því unnið 25 af 31 heimaleik sínum í Evrópukeppnum síðustu ár. 🇳🇴 Bodø/@Glimt at home in Europe since 2020:✅6-1 v Kauno Zalgiris 🇱🇹✅3-1 v Zalgiris 🇱🇹❌2-3 v Legia Warsaw 🇵🇱✅3-0 v Valur 🇮🇸✅2-0 v Prishtina 🇽🇰✅1-0 v Zalgiris 🇱🇹✅3-1 v Zorya Luhansk 🇺🇦✅6-1 v Roma 🇮🇹✅2-0 v CSKA Sofia 🇧🇬✅2-0 v Celtic 🏴✅2-1 v AZ 🇳🇱✅2-1 v… pic.twitter.com/e7qgL4B8ki— Nordic Footy 🏴 (@footy_nordic) September 25, 2024 Evrópudeild UEFA Norski boltinn Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Sjá meira
Eins og Íslendingar ættu að þekkja gerir UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, ýmsar kröfur varðandi umgjörð leikja í Evrópukeppnum. Í Evrópudeildinni er ein af þeim sú að leikmenn mæti í einum hópi saman á leikstað. Þess vegna söfnuðust leikmenn Bodö/Glimt, sumir í bíl og aðrir fótgangandi, saman fyrir utan hús fylkisstjórans í Norðurlandi, aðeins 220 metrum frá Aspmyra-leikvanginum sem þeir spila heimaleiki sína á. Svolítið hallærislegt í Noregi „Þetta var auðvitað mjög kómískt,“ segir Freddy Thoresen, blaðamaður Avisa Nordland. „Svona gera þeir þetta úti í hinum stóra heimi en hér í Noregi verður þetta svolítið hallærislegt.“ Margir af leikmönnum Bodö/Glimt hefðu sem sagt alveg eins getað labbað á völlinn, eins og þeir eru vanir, en það kom ekki til greina að þessu sinni. „UEFA vill að við komum saman. Þess vegna var þetta svona,“ segir Truls Bjerke, liðsstjóri Bodö/Glimt, samkvæmt frétt NRK. Danskur Valsari kom liðinu yfir Rútuferðin virðist hafa farið vel í flesta leikmenn Bodö/Glimt sem unnu frábæran 3-2 sigur á portúgalska stórliðinu, þrátt fyrir að vera manni færri frá 51. mínútu, þegar þeir voru 2-1 yfir. Daninn Kasper Högh, sem lék með Val um skamman tíma árið 2020, skoraði fyrsta mark Bodö, eftir að Porto hafði komist yfir, og norski landsliðsmaðurinn Jens Petter Hauge skoraði tvö. Bodö/Glimt hefur því unnið 25 af 31 heimaleik sínum í Evrópukeppnum síðustu ár. 🇳🇴 Bodø/@Glimt at home in Europe since 2020:✅6-1 v Kauno Zalgiris 🇱🇹✅3-1 v Zalgiris 🇱🇹❌2-3 v Legia Warsaw 🇵🇱✅3-0 v Valur 🇮🇸✅2-0 v Prishtina 🇽🇰✅1-0 v Zalgiris 🇱🇹✅3-1 v Zorya Luhansk 🇺🇦✅6-1 v Roma 🇮🇹✅2-0 v CSKA Sofia 🇧🇬✅2-0 v Celtic 🏴✅2-1 v AZ 🇳🇱✅2-1 v… pic.twitter.com/e7qgL4B8ki— Nordic Footy 🏴 (@footy_nordic) September 25, 2024
Evrópudeild UEFA Norski boltinn Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Sjá meira
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti