Spá verðbólgu undir fjórum prósentum á næsta ári Árni Sæberg skrifar 26. september 2024 10:15 Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka. Vísir/Vilhelm Greiningadeild Arion banka spáir því að verðbólga verði 3,6 prósent í lok næsta árs og aðeins 3,1 prósent í lok spátíma árið 2027. Spáin gerir ráð fyrir því að Hagstofan taki nýtt kílómetragjald ekki inn í vísitölu neysluverðs, sem muni minnka verðbólgu um heilt prósentustig. Þetta kemur fram í nýrri greiningu bankans á efnahagshorfum til ársins 2027. Þar segir að hjöðnun verðbólgu hafi gengið hægar en vonir stóðu til um í vor. Sökudólgarnir séu góðkunnugir verðbólgugreinendum; grunnþarfir neytandans, hús og matur. Matvörur hafi hækkað umtalsvert í verði í sumar en aukin samkeppni á matvörumarkaði hafi breytt horfunum til hins betra. Ný aðferð auki verðbólgu en dragi úr sveiflum Ný aðferðafræði Hagstofunnar til að meta kostnað við að búa í eigin húsnæði hafi ýtt undir verðbólgu, líkt og bankinn hafi gert ráð fyrir, þrátt fyrir að dregið hafi úr sveiflum. Í stað þess að reikna búsetukostnað út frá íbúðaverði auk vaxtakostnaðar og afskrifta áætlar Hagstofan hann nú út frá leiguverði á sambærilegum íbúðum á sama svæði. Miklar hækkanir hafa verið á íbúðaverði sem koma skýrar fram í gömlu mælingunni og hafa þannig meiri áhrif á verðbólgumælinguna. „Spenna á húsnæðismarkaði hefur smitast meira inn á leigumarkað en við gerðum ráð fyrir og áhrifin á verðbólgu því verið meiri. Horfurnar fyrir árið í ár eru því verri en í síðustu spá,“ segir greiningadeildin. Erfitt að spá fyrir um Hagstofuna Þá segir að um næstu áramót muni opinber gjöld sem greidd eru af eldsneyti lækka verulega þar sem þau verða afnumin að hluta, en í staðinn verði sett á kílómetragjald fyrir alla bíla. Mikil óvissa ríki um áhrifin á verðbólgu þar sem óljóst sé hvernig Hagstofan muni meðhöndla breytingarnar. Áhrif þeirra séu háð því hvort kílómetragjaldið verði flokkað sem þjónustugjald eða skattur. Í fyrra tilfellinu myndi kílómetragjaldið vega á móti eldsneytisverðslækkuninni og lítil breyting verða á vísitölu neysluverðs en í seinna tilfellinu myndi verðbólga vera um prósentustigi minni en ella árið 2025. Efri brotalínan sýnir vænta verðbólgu ef Hagstofan tekur kílómetragjaldið inn í VNV.Arion banki Kílómetragjaldið er ekki eyrnamerkt til vegaframkvæmda eins og eldsneytisgjöldin gömlu voru. Því eru talsverðar líkur á að Hagstofan muni ekki telja þau til neyslu og því ekki taka þau með í vísitölu neysluverðs. Skiptir peningastefnunefnd engu máli Greiningadeildin segir sérstaklega mikla óvissu ríkja um verðbólguhorfur á spátímanum. „Verðbólgugreinendur þurfa ekki aðeins að spá fyrir um verðbólguþrýsting heldur líka um það hvernig Hagstofan mun skilgreina kílómetragjaldið. Þrátt fyrir að vera mjög áhættufælin setjum við okkar pening á svartan.“ Hvort sem heldur muni peningastefnunefnd gagngert horfa fram hjá þessum breytingum þar sem þetta hafi ekki áhrif á undirliggjandi verðbólgu. Bankinn spáir því að verðbólga verði 5,3 prósent í árslok, 3,6 prósent í lok næsta árs en aukist á ný þegar áhrif eldsneytisverðslækkunarinnar fjara út í byrjun árs 2026. Í lok spátímans verði verðbólga 3,1 prósent samkvæmt spá. Efnahagsmál Arion banki Fjármálafyrirtæki Verðlag Íslenska krónan Tengdar fréttir Verðbólga fari undir fimm prósent í lok árs Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,08 prósent á milli mánaða í september og að verðbólga minnki úr 6,0 prósent niður í 5,7 prósent. Deildin á von á áframhaldandi lækkun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 4,9 prósent í lok árs. Íslandsbanki spáir örlítið meiri verðbólgu í lok árs. 12. september 2024 10:47 Spá 7,5 prósent stýrivöxtum í lok 2025 Greining Íslandsbanka spáir því að stýrivextir verði komnir í 8,25 prósent um mitt næsta ár, 7,5 prósent í lok árs 2025 og niður í 5,5 prósent í lok árs 2026. Þetta kemur fram nýrri þjóðhagsspá bankans. Stýrivexti eru í dag 9,25 prósent og hafa verið óbreyttir í meira en ár. 23. september 2024 14:16 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri greiningu bankans á efnahagshorfum til ársins 2027. Þar segir að hjöðnun verðbólgu hafi gengið hægar en vonir stóðu til um í vor. Sökudólgarnir séu góðkunnugir verðbólgugreinendum; grunnþarfir neytandans, hús og matur. Matvörur hafi hækkað umtalsvert í verði í sumar en aukin samkeppni á matvörumarkaði hafi breytt horfunum til hins betra. Ný aðferð auki verðbólgu en dragi úr sveiflum Ný aðferðafræði Hagstofunnar til að meta kostnað við að búa í eigin húsnæði hafi ýtt undir verðbólgu, líkt og bankinn hafi gert ráð fyrir, þrátt fyrir að dregið hafi úr sveiflum. Í stað þess að reikna búsetukostnað út frá íbúðaverði auk vaxtakostnaðar og afskrifta áætlar Hagstofan hann nú út frá leiguverði á sambærilegum íbúðum á sama svæði. Miklar hækkanir hafa verið á íbúðaverði sem koma skýrar fram í gömlu mælingunni og hafa þannig meiri áhrif á verðbólgumælinguna. „Spenna á húsnæðismarkaði hefur smitast meira inn á leigumarkað en við gerðum ráð fyrir og áhrifin á verðbólgu því verið meiri. Horfurnar fyrir árið í ár eru því verri en í síðustu spá,“ segir greiningadeildin. Erfitt að spá fyrir um Hagstofuna Þá segir að um næstu áramót muni opinber gjöld sem greidd eru af eldsneyti lækka verulega þar sem þau verða afnumin að hluta, en í staðinn verði sett á kílómetragjald fyrir alla bíla. Mikil óvissa ríki um áhrifin á verðbólgu þar sem óljóst sé hvernig Hagstofan muni meðhöndla breytingarnar. Áhrif þeirra séu háð því hvort kílómetragjaldið verði flokkað sem þjónustugjald eða skattur. Í fyrra tilfellinu myndi kílómetragjaldið vega á móti eldsneytisverðslækkuninni og lítil breyting verða á vísitölu neysluverðs en í seinna tilfellinu myndi verðbólga vera um prósentustigi minni en ella árið 2025. Efri brotalínan sýnir vænta verðbólgu ef Hagstofan tekur kílómetragjaldið inn í VNV.Arion banki Kílómetragjaldið er ekki eyrnamerkt til vegaframkvæmda eins og eldsneytisgjöldin gömlu voru. Því eru talsverðar líkur á að Hagstofan muni ekki telja þau til neyslu og því ekki taka þau með í vísitölu neysluverðs. Skiptir peningastefnunefnd engu máli Greiningadeildin segir sérstaklega mikla óvissu ríkja um verðbólguhorfur á spátímanum. „Verðbólgugreinendur þurfa ekki aðeins að spá fyrir um verðbólguþrýsting heldur líka um það hvernig Hagstofan mun skilgreina kílómetragjaldið. Þrátt fyrir að vera mjög áhættufælin setjum við okkar pening á svartan.“ Hvort sem heldur muni peningastefnunefnd gagngert horfa fram hjá þessum breytingum þar sem þetta hafi ekki áhrif á undirliggjandi verðbólgu. Bankinn spáir því að verðbólga verði 5,3 prósent í árslok, 3,6 prósent í lok næsta árs en aukist á ný þegar áhrif eldsneytisverðslækkunarinnar fjara út í byrjun árs 2026. Í lok spátímans verði verðbólga 3,1 prósent samkvæmt spá.
Efnahagsmál Arion banki Fjármálafyrirtæki Verðlag Íslenska krónan Tengdar fréttir Verðbólga fari undir fimm prósent í lok árs Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,08 prósent á milli mánaða í september og að verðbólga minnki úr 6,0 prósent niður í 5,7 prósent. Deildin á von á áframhaldandi lækkun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 4,9 prósent í lok árs. Íslandsbanki spáir örlítið meiri verðbólgu í lok árs. 12. september 2024 10:47 Spá 7,5 prósent stýrivöxtum í lok 2025 Greining Íslandsbanka spáir því að stýrivextir verði komnir í 8,25 prósent um mitt næsta ár, 7,5 prósent í lok árs 2025 og niður í 5,5 prósent í lok árs 2026. Þetta kemur fram nýrri þjóðhagsspá bankans. Stýrivexti eru í dag 9,25 prósent og hafa verið óbreyttir í meira en ár. 23. september 2024 14:16 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Verðbólga fari undir fimm prósent í lok árs Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,08 prósent á milli mánaða í september og að verðbólga minnki úr 6,0 prósent niður í 5,7 prósent. Deildin á von á áframhaldandi lækkun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 4,9 prósent í lok árs. Íslandsbanki spáir örlítið meiri verðbólgu í lok árs. 12. september 2024 10:47
Spá 7,5 prósent stýrivöxtum í lok 2025 Greining Íslandsbanka spáir því að stýrivextir verði komnir í 8,25 prósent um mitt næsta ár, 7,5 prósent í lok árs 2025 og niður í 5,5 prósent í lok árs 2026. Þetta kemur fram nýrri þjóðhagsspá bankans. Stýrivexti eru í dag 9,25 prósent og hafa verið óbreyttir í meira en ár. 23. september 2024 14:16