Sátt Eimskipa við Samkeppniseftirlitið kom Samskipum ekki við Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2024 17:47 Samskip vildi hnekkja ákvæði í sátt Eimskipa við Samkeppniseftirlitið. Vísir/Vilhelm Samskip hafði ekki hagsmuna að gæta í sátt sem Eimskip gerði við Samkeppniseftirliti í samráðsmáli fyrirtækjanna tveggja. Landsréttur sneri við niðurstöðu héraðsdóms sem hafði fallist á kröfur Samskipa um að reyna að fá sáttinni hnekkt. Samkeppniseftirlitið lagði í fyrra 4,2 milljarða króna sekt á Samskip fyrir alvarleg brot á samkeppnislögum með ólöglegu samráði við Eimskip á árunum 2008 til 2013. Sektin var sú hæsta sinnar tegundar. Eimskip gerði sátt við eftirlitið vegna sömu brota árið 20201 og samþykkti að greiða 1,5 milljarða króna sekt. Sátt Eimskipa við eftirlitið fól meðal annars í sér að fyrirtækið skuldbatt sig til þess að hætta viðskiptalegu samstarfi við Samskip, væri það enn til staðar. Samskip vildi ekki una sáttinni sem samkeppnisaðilinn gerði við Samkeppniseftirlitið og kærði hana til áfrýjunarnefndar samkeppnismála árið 2021. Krafðist fyrirtækið þess að ákvæði sáttarinnar um að Eimskip hættu viðskiptalegu samstarfi við Samskip yrði fellt úr gildi. Þegar áfrýjunarnefndin vísaði kærunni frá á þeirri forsendu að Samskip ættu ekki lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins höfðaði fyrirtækið mál gegn Samkeppniseftirlitinu til þess að fá úrskurðinn ógiltan. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfu Samskipa í dómi sem féll í nóvember árið 2022 og ógilti úrskurð áfrýjunarnefndarinnar. Landsréttur sneri þeirri niðurstöðu við með dómi sem var kveðinn upp í dag. Höfðu tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri áður Í dómi Landsréttar kom meðal annars fram að aðilar að samráðsmáli sem væri til rannsóknar og hefði ekki viðurkennt brot gætu ekki talist aðilar að sátt annars málsaðila sem hefði viðurkennt brot. Landsréttur vísaði til þess að Samskip hefðu átt kost á að koma að sínum sjónarmiðum við rannsókn Samkeppniseftirlitsins, meðal annars ákvæðið í sáttinni við Eimskip og hvernig það hefði áhrif á hagsmuni fyrirtækisins. Samskip hefðu því ekki sýnt fram á að félagið hefði lögvarða hagsmuni af sátt Eimskipa við Samkeppniseftirlitið. Fyrirtækið nyti því ekki kæruaðildar fyrir áfrýjunarnefndinni vegna sáttarinnar. Dómsmál Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Samkeppnismál Eimskip Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Sjá meira
Samkeppniseftirlitið lagði í fyrra 4,2 milljarða króna sekt á Samskip fyrir alvarleg brot á samkeppnislögum með ólöglegu samráði við Eimskip á árunum 2008 til 2013. Sektin var sú hæsta sinnar tegundar. Eimskip gerði sátt við eftirlitið vegna sömu brota árið 20201 og samþykkti að greiða 1,5 milljarða króna sekt. Sátt Eimskipa við eftirlitið fól meðal annars í sér að fyrirtækið skuldbatt sig til þess að hætta viðskiptalegu samstarfi við Samskip, væri það enn til staðar. Samskip vildi ekki una sáttinni sem samkeppnisaðilinn gerði við Samkeppniseftirlitið og kærði hana til áfrýjunarnefndar samkeppnismála árið 2021. Krafðist fyrirtækið þess að ákvæði sáttarinnar um að Eimskip hættu viðskiptalegu samstarfi við Samskip yrði fellt úr gildi. Þegar áfrýjunarnefndin vísaði kærunni frá á þeirri forsendu að Samskip ættu ekki lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins höfðaði fyrirtækið mál gegn Samkeppniseftirlitinu til þess að fá úrskurðinn ógiltan. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfu Samskipa í dómi sem féll í nóvember árið 2022 og ógilti úrskurð áfrýjunarnefndarinnar. Landsréttur sneri þeirri niðurstöðu við með dómi sem var kveðinn upp í dag. Höfðu tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri áður Í dómi Landsréttar kom meðal annars fram að aðilar að samráðsmáli sem væri til rannsóknar og hefði ekki viðurkennt brot gætu ekki talist aðilar að sátt annars málsaðila sem hefði viðurkennt brot. Landsréttur vísaði til þess að Samskip hefðu átt kost á að koma að sínum sjónarmiðum við rannsókn Samkeppniseftirlitsins, meðal annars ákvæðið í sáttinni við Eimskip og hvernig það hefði áhrif á hagsmuni fyrirtækisins. Samskip hefðu því ekki sýnt fram á að félagið hefði lögvarða hagsmuni af sátt Eimskipa við Samkeppniseftirlitið. Fyrirtækið nyti því ekki kæruaðildar fyrir áfrýjunarnefndinni vegna sáttarinnar.
Dómsmál Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Samkeppnismál Eimskip Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Sjá meira