Bæjarstjórinn óttast ekki fólksflótta úr Árborg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. september 2024 14:08 Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg, sem var með opinn fund í gær á laugardagsfundi Sjálfstæðismanna í Árborg þar sem hann fór yfir stöðuna í máli og myndum. Bæjarstjóri Árborgar óttast ekki flótta úr sveitarfélaginu eftir að samþykkt var að hækka útsvar á íbúa tímabundið, sem mun skila sveitarfélaginu um einum milljarði króna í tekjur. Eftir að meirihluti Sjálfstæðismanna tók við völdum í Árborg 2022 hefur stöðugildum hjá sveitarfélaginu verið fækkað um eitt hundrað, sem hluti af aðhaldsaðgerðum bæjaryfirvalda. Skuldastaða Árborgar hefur verið mjög slæm og miklar aðhaldsaðgerðir hafa verið í gangi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, sem eru í meirihluta í bæjarstjórn eru alltaf að leita og leita að meiri hagræðingu og nú hefur verið ákveðið að hækka útsvar á íbúa tímabundið. Bragi Bjarnason er bæjarstjóri í Árborg. „Það þýðir það í rauninni að sveitarfélagið er að fá auknar tekjur frá skattinum á þessu ári en við íbúarnir þurfum í rauninni að borga þetta auka álag á nýju ári þegar allir klára skattframtalið sitt í mars, sem við þekkjum í rauninni og margir fá síðan einhverja innborgun 1. júní og eða þurfa að greiða en þá bætist í rauninni við auka upphæð, sem er þetta álag, sem við þurfum bara því miður að setja á íbúana til að snúa sveitarfélaginu hraðar við,“ segir Bragi. Hvað er þetta álag mikið? „Þetta er í rauninni 10 prósent eða í rauninni 1,4 prósentustig ofan á útsvarið.“ Útsvar verður hækkað tímabundið á íbúa Árborgar en með því fær sveitarfélagið um einn milljarð króna í tekjur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bragi segist skilja vel þann kurr, sem hann skynjar á meðal íbúa við hækkun útsvarsins en eitthvað hafi þurft að gera til að ná fjármálunum á rétta braut en með hækkuninni fær Árborg um einn milljarð í auka tekjur. Óttast þú fólksflótta úr sveitarfélaginu, fer fólk að flytja í burtu? „Nei, ég ætla ekki að óttast það því að í heildina held ég að fólki líði mjög vel hérna. Við erum að reyna að þjónusta fólk vel.“ Ein af glærunum frá Braga á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Bragi segir að núverandi meirihluti hafi fækkað stöðugildum um eitt hundrað í sveitarfélaginu á síðustu tveimur árum og það standi jafn vel fyrir dyrum frekari uppsagnir á næstunni. „Við erum í rauninni að vinna að öllum hagfræðingum, sem við getum, bæði í rekstri og stöðugildum þannig að það getur þýtt, bæði þegar það gerist náttúrulega, það er að einhver að hætta og þarf þá ekki að ráða aftur eða í rauninni að við sjáum verkefni það sem við getum hagrætt og þá því miður þarf kannski að fara í þá aðgerð,“ segir Bragi. Frétt á heimasíðu Árborgar um auknu álögurnar vegna útsvarsins Bragi fékk fjölmargar spurningar á fundinum og svaraði þeim öllum greiðlega.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Skuldastaða Árborgar hefur verið mjög slæm og miklar aðhaldsaðgerðir hafa verið í gangi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, sem eru í meirihluta í bæjarstjórn eru alltaf að leita og leita að meiri hagræðingu og nú hefur verið ákveðið að hækka útsvar á íbúa tímabundið. Bragi Bjarnason er bæjarstjóri í Árborg. „Það þýðir það í rauninni að sveitarfélagið er að fá auknar tekjur frá skattinum á þessu ári en við íbúarnir þurfum í rauninni að borga þetta auka álag á nýju ári þegar allir klára skattframtalið sitt í mars, sem við þekkjum í rauninni og margir fá síðan einhverja innborgun 1. júní og eða þurfa að greiða en þá bætist í rauninni við auka upphæð, sem er þetta álag, sem við þurfum bara því miður að setja á íbúana til að snúa sveitarfélaginu hraðar við,“ segir Bragi. Hvað er þetta álag mikið? „Þetta er í rauninni 10 prósent eða í rauninni 1,4 prósentustig ofan á útsvarið.“ Útsvar verður hækkað tímabundið á íbúa Árborgar en með því fær sveitarfélagið um einn milljarð króna í tekjur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bragi segist skilja vel þann kurr, sem hann skynjar á meðal íbúa við hækkun útsvarsins en eitthvað hafi þurft að gera til að ná fjármálunum á rétta braut en með hækkuninni fær Árborg um einn milljarð í auka tekjur. Óttast þú fólksflótta úr sveitarfélaginu, fer fólk að flytja í burtu? „Nei, ég ætla ekki að óttast það því að í heildina held ég að fólki líði mjög vel hérna. Við erum að reyna að þjónusta fólk vel.“ Ein af glærunum frá Braga á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Bragi segir að núverandi meirihluti hafi fækkað stöðugildum um eitt hundrað í sveitarfélaginu á síðustu tveimur árum og það standi jafn vel fyrir dyrum frekari uppsagnir á næstunni. „Við erum í rauninni að vinna að öllum hagfræðingum, sem við getum, bæði í rekstri og stöðugildum þannig að það getur þýtt, bæði þegar það gerist náttúrulega, það er að einhver að hætta og þarf þá ekki að ráða aftur eða í rauninni að við sjáum verkefni það sem við getum hagrætt og þá því miður þarf kannski að fara í þá aðgerð,“ segir Bragi. Frétt á heimasíðu Árborgar um auknu álögurnar vegna útsvarsins Bragi fékk fjölmargar spurningar á fundinum og svaraði þeim öllum greiðlega.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira