Kveðst tilbúinn í kosningar þegar „þessi ríkisstjórn springur loksins“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. september 2024 13:40 Arnar Þór Jónsson boðar stofnun Lýðræðisflokksins. Vísir/Vilhelm Arnar Þór Jónsson vill aukið beint lýðræði, efla öryggi landsmanna og tryggja frelsi einstaklingsins með stofnun nýs stjórnmálaflokks. Hann kveðst hafa fengið til liðs við sig fjölda fólks sem sumt hafi reynslu úr öðrum stjórnmálaflokkum og stefnan sé sett á að bjóða fram í öllum kjördæmum í næstu alþingiskosningum. Arnar Þór, sem er hæstaréttarlögmaður, hafði þegar gefið út að hann hefði í hyggju að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Hann hafði áður átt í viðræðum við Miðflokkinn en þær viðræður fjöruðu út og ekki varð að því að Arnar gengi til liðs við flokkinn. Í morgun sendi Arnar svo frá sér tilkynningu um stofnun Lýðræðisflokksins. „Lýðræðisflokkurinn er stofnaður til þess að bregðast við aðsteðjandi vanda í íslenskum stjórnmálum og í íslenskum landsmálum. Innviðir okkar góða þjóðfélags eru við það að bresta og það verður að bregðast núna við með skjótum hætti og mér sýnist að þeir flokkar sem að fyrir eru og hafa haft tíma til þess að bregðast við séu ekki að fara að gera það,“ segir Arnar Þór í samtali við fréttastofu. Vill þjóðaratkvæðagreiðslur um fleiri mál Arnar Þór var varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins 2021 og 2022 en hann sagði sig úr flokknum á sama tíma og hann tilkynnti um forsetaframboð í janúar síðastliðnum. Aðspurður hvaða stefnu flokkurinn hyggist bjóða segist Arnar meðal annars leggja áherslu á aukið beint lýðræði. „Við viljum efla lýðræðislega rödd almennings í landinu. Gefa þeim kost á að tjá sig í beinum kosningum oftar um mikilvæg mál. Við viljum efla öryggi landsmanna, standa vörð um frelsi einstaklingsins og frelsi þjóðarinnar og tryggja öryggi landsmanna eins og hægt er og efla hagvöxt,“ segir Arnar. Hann vill meina að stefna flokksins sé „hófsöm, frjálslynd og vinsamleg öllum mönnum.“ Spurður nánar um hvað hann eigi við um aukið beint lýðræði og fleiri þjóðaratkvæðagreiðslur nefnir Arnar sem dæmi vopnakaup á vegum ríkisins. „Um slík mál er eðlilegt að almenningur fái að tjá sig og það er hægt í nútímanum að gera það með auðveldum hætti. Beint lýðræði er svar okkar við þessari rénun í lýðræðiskerfinu sem að við búum við. Þetta er orðið stofnanavætt og almenningur á ekki gott með að hafa áhrif,“ segir Arnar. Flokksmenn úr ýmsum áttum Hann kveðst þegar hafa fengið til liðs við sig fjölda fólks í flokkinn sem stefni á að bjóða fram í öllum kjördæmum í næstu alþingiskosningum. „Við munum nýta alla daga sem gefast þar til þessi ríkisstjórn springur loksins,“ segir Arnar. Undirbúningur sé þegar hafinn á fullu en hann ætlar að flokkurinn gæti verið tilbúin í kosningar á tveimur mánuðum eftir að boðað væri til þeirra. Fyrir liggur að kosið verður til alþingis í síðasta lagi næsta haust. „Það er fólks sem er þarna með mér úr ýmsum áttum. Fólk sem hefur verið í fleiri en einum og fleiri en tveimur stjórnmálaflokkum, inn á milli fólk sem hefur reynslu af pólitísku starfi. En síðan erum við líka auðvitað, sem betur fer, með fólk sem er að koma úr grasrót samfélagsins, úr atvinnulífinu og vill láta til sín taka. Því að við þurfum endurnýjun á þessum vettvangi eins og alls staðar annars staðar,“ segir Arnar Þór. Lýðræðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Sjá meira
Arnar Þór, sem er hæstaréttarlögmaður, hafði þegar gefið út að hann hefði í hyggju að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Hann hafði áður átt í viðræðum við Miðflokkinn en þær viðræður fjöruðu út og ekki varð að því að Arnar gengi til liðs við flokkinn. Í morgun sendi Arnar svo frá sér tilkynningu um stofnun Lýðræðisflokksins. „Lýðræðisflokkurinn er stofnaður til þess að bregðast við aðsteðjandi vanda í íslenskum stjórnmálum og í íslenskum landsmálum. Innviðir okkar góða þjóðfélags eru við það að bresta og það verður að bregðast núna við með skjótum hætti og mér sýnist að þeir flokkar sem að fyrir eru og hafa haft tíma til þess að bregðast við séu ekki að fara að gera það,“ segir Arnar Þór í samtali við fréttastofu. Vill þjóðaratkvæðagreiðslur um fleiri mál Arnar Þór var varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins 2021 og 2022 en hann sagði sig úr flokknum á sama tíma og hann tilkynnti um forsetaframboð í janúar síðastliðnum. Aðspurður hvaða stefnu flokkurinn hyggist bjóða segist Arnar meðal annars leggja áherslu á aukið beint lýðræði. „Við viljum efla lýðræðislega rödd almennings í landinu. Gefa þeim kost á að tjá sig í beinum kosningum oftar um mikilvæg mál. Við viljum efla öryggi landsmanna, standa vörð um frelsi einstaklingsins og frelsi þjóðarinnar og tryggja öryggi landsmanna eins og hægt er og efla hagvöxt,“ segir Arnar. Hann vill meina að stefna flokksins sé „hófsöm, frjálslynd og vinsamleg öllum mönnum.“ Spurður nánar um hvað hann eigi við um aukið beint lýðræði og fleiri þjóðaratkvæðagreiðslur nefnir Arnar sem dæmi vopnakaup á vegum ríkisins. „Um slík mál er eðlilegt að almenningur fái að tjá sig og það er hægt í nútímanum að gera það með auðveldum hætti. Beint lýðræði er svar okkar við þessari rénun í lýðræðiskerfinu sem að við búum við. Þetta er orðið stofnanavætt og almenningur á ekki gott með að hafa áhrif,“ segir Arnar. Flokksmenn úr ýmsum áttum Hann kveðst þegar hafa fengið til liðs við sig fjölda fólks í flokkinn sem stefni á að bjóða fram í öllum kjördæmum í næstu alþingiskosningum. „Við munum nýta alla daga sem gefast þar til þessi ríkisstjórn springur loksins,“ segir Arnar. Undirbúningur sé þegar hafinn á fullu en hann ætlar að flokkurinn gæti verið tilbúin í kosningar á tveimur mánuðum eftir að boðað væri til þeirra. Fyrir liggur að kosið verður til alþingis í síðasta lagi næsta haust. „Það er fólks sem er þarna með mér úr ýmsum áttum. Fólk sem hefur verið í fleiri en einum og fleiri en tveimur stjórnmálaflokkum, inn á milli fólk sem hefur reynslu af pólitísku starfi. En síðan erum við líka auðvitað, sem betur fer, með fólk sem er að koma úr grasrót samfélagsins, úr atvinnulífinu og vill láta til sín taka. Því að við þurfum endurnýjun á þessum vettvangi eins og alls staðar annars staðar,“ segir Arnar Þór.
Lýðræðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Sjá meira