105 ára og syngur í kór - Sérrí og Baileys eftir æfingu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. september 2024 20:05 Þórunn, 105 ára ásamt nokkrum félögum sínum í kórnum. Það slær ekki slöku við heimilisfólkið á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi því þau eru með kór þar sem elsti félaginn er 105 ára gamall. Eftir æfingu er boðið upp á sérríglas og Baileys. Æfingar fara fram einu sinni í viku í klukkutíma í senn þar sem tónlist er spiluð, allir fá þessu fínu sönghefti og svo syngur hver með sínu nefi. Stjórnandi kórsins og stuðboltinn í þessu skemmtilega verkefni eru Valgerður Anna Þórisdóttir, en mamma hennar er á hjúkrunarheimilinu og ömmu stelpa Valgerðar, Elfa Þórunn 9 ára á heiðurinn af myndinni á söngheftunum. Og stundum er líka dansað á kóræfingunum. „Eigum við ekki að taka næsta lag, jú, við ætlum að fara til Akureyrar, við ætlum í Vaglaskóginn,“ segir Valgerður Anna yfir hópinn og bætir við. „Þetta gefur mér alltaf ást í hjartað.“ Valgerður Anna Þórisdóttir stjórnandi kórsins, sem er allt í öllu þegar kórinn er annars vegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað kom til að mamma Valgerðar Önnu fékk hugmyndina um stofnun kórsins fyrir fimm árum ? „Ég veit það ekki, bara gaman, hafa fjör lifa lífinu, það er svo gaman að vera til,“ segir Valdís Samúelsdóttir, 88 ára íbúi á Eir. Valdís Samúelsdóttir 88 ára íbúi á Eir, sem átti hugmyndina að stofnun kórsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er alveg stórkostlegt, þetta er ekki gert í Vestmannaeyjum en það er margt gert skemmtilegt þar,“ segir Sigríður Inga Sigurðardóttir 99 ára Vestmanneyingur og íbúi á Eir, sem er í kórnum. Kórinn gefur heimilisfólkinu mjög mikið enda alltaf gleði og fjör á æfingum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og svo er það aldursforsetinn í kórnum, Þórunn Baldursdóttir, sem er 105 ára gömul en hún er næst elsti Íslendingurinn. Þetta er fjörugur hópur sem er að syngja hérna, finnst þér það ekki? „Já, sjálfsagt er það, jú, jú, nei, ég er leiðinleg,“ segir Þórunn. Ertu leiðinleg, ég trúi því nú ekki. „Jú, jú segir hún og hlær.“ Hvernig er að vera 105 ára, er það ekki frábært? „Jú, jú, það er bara alveg eins og að vera hinsegin,“ segir hún brosandi. Og Elfa Þórunn níu ára mætir á allar æfingar kórsins með ömmu sinni. „Já, ég kem einu sinni í viku og syng með öllu fólkinu, þetta er alltaf jafn skemmtilegt,“ segir hún galvösk. Elfa Þórunn Ólafsdóttir, níu ára 9 ára, sem sá um að skreyta forsíður söngheftanna, auk þess syngur hún alltaf með fólkinu einu sinni í viku.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og í lok æfingarinnar mætti Fjóla Bjarnadóttir forstöðumaður hjúkrunar á Eir með þessi skilaboð til kórsins. „Heyrðu, nú er það þannig að við bætum lífi við árin og fáum okkur Serrí og þeir sem vilja og líka Baieys fyrir þá sem vilja en það er kaffi líka á eftir og sætabrauð. Skál í boðinu.“ Reykjavík Hjúkrunarheimili Kórar Eldri borgarar Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira
Æfingar fara fram einu sinni í viku í klukkutíma í senn þar sem tónlist er spiluð, allir fá þessu fínu sönghefti og svo syngur hver með sínu nefi. Stjórnandi kórsins og stuðboltinn í þessu skemmtilega verkefni eru Valgerður Anna Þórisdóttir, en mamma hennar er á hjúkrunarheimilinu og ömmu stelpa Valgerðar, Elfa Þórunn 9 ára á heiðurinn af myndinni á söngheftunum. Og stundum er líka dansað á kóræfingunum. „Eigum við ekki að taka næsta lag, jú, við ætlum að fara til Akureyrar, við ætlum í Vaglaskóginn,“ segir Valgerður Anna yfir hópinn og bætir við. „Þetta gefur mér alltaf ást í hjartað.“ Valgerður Anna Þórisdóttir stjórnandi kórsins, sem er allt í öllu þegar kórinn er annars vegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað kom til að mamma Valgerðar Önnu fékk hugmyndina um stofnun kórsins fyrir fimm árum ? „Ég veit það ekki, bara gaman, hafa fjör lifa lífinu, það er svo gaman að vera til,“ segir Valdís Samúelsdóttir, 88 ára íbúi á Eir. Valdís Samúelsdóttir 88 ára íbúi á Eir, sem átti hugmyndina að stofnun kórsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er alveg stórkostlegt, þetta er ekki gert í Vestmannaeyjum en það er margt gert skemmtilegt þar,“ segir Sigríður Inga Sigurðardóttir 99 ára Vestmanneyingur og íbúi á Eir, sem er í kórnum. Kórinn gefur heimilisfólkinu mjög mikið enda alltaf gleði og fjör á æfingum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og svo er það aldursforsetinn í kórnum, Þórunn Baldursdóttir, sem er 105 ára gömul en hún er næst elsti Íslendingurinn. Þetta er fjörugur hópur sem er að syngja hérna, finnst þér það ekki? „Já, sjálfsagt er það, jú, jú, nei, ég er leiðinleg,“ segir Þórunn. Ertu leiðinleg, ég trúi því nú ekki. „Jú, jú segir hún og hlær.“ Hvernig er að vera 105 ára, er það ekki frábært? „Jú, jú, það er bara alveg eins og að vera hinsegin,“ segir hún brosandi. Og Elfa Þórunn níu ára mætir á allar æfingar kórsins með ömmu sinni. „Já, ég kem einu sinni í viku og syng með öllu fólkinu, þetta er alltaf jafn skemmtilegt,“ segir hún galvösk. Elfa Þórunn Ólafsdóttir, níu ára 9 ára, sem sá um að skreyta forsíður söngheftanna, auk þess syngur hún alltaf með fólkinu einu sinni í viku.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og í lok æfingarinnar mætti Fjóla Bjarnadóttir forstöðumaður hjúkrunar á Eir með þessi skilaboð til kórsins. „Heyrðu, nú er það þannig að við bætum lífi við árin og fáum okkur Serrí og þeir sem vilja og líka Baieys fyrir þá sem vilja en það er kaffi líka á eftir og sætabrauð. Skál í boðinu.“
Reykjavík Hjúkrunarheimili Kórar Eldri borgarar Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira