„Hann er einbeittur og sterkviljaður,“ segir einn lögmanna hans í samtali við bandaríska tímaritið People. Þar kemur fram að hann hafi meðal annars verið heimsóttur af fjölskyldu sinni og því sé andleg heilsa hans töluvert betri en áður.
Rapparinn er sakaður um að hafa notað peninga sína og völd til að skipuleggja „niðrandi og á köflum ofbeldisfullar kynlífsathafnir sem kölluðust „freak-offs.“ Hann hafi leikstýrt og framleitt margra klukkutíma og margra daga upptökur af slíkum athöfnum þar sem hann hafi hótað og þvingað konur til að uppfylla kynferðislegar þarfir sínar.
Fram kemur í umfjöllun rapparans að með sjálfsvígsvakt sé átt við vakt þar sem viðkomandi er undir stöðugu eftirliti. Var gripið til þeirra ráðstafana vegna andlegrar heilsu rapparans sem sagður var í algjöru áfalli eftir að lögregla hafði handtekið hann. Samkvæmt umfjöllun miðilsins er rapparinn nú á almennri deild í fangelsi í New York.
Áður hefur komið fram að rapparanum hafi verið neitað um lausn úr varðhaldi gegn tryggingu. Var ástæða dómarans sú að hann taldi hættu á að rapparinn myndi gera tilraunir til þess að ná til vitna í málinu.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.