„Hefði alveg getað verið góði strákurinn í Sjálfstæðisflokknum“ Jón Þór Stefánsson skrifar 1. október 2024 09:02 Arnar Þór Jónsson segir að leiðin til pólitísks frama á Íslandi í dag sé að hlýða öllu sem manni sé sagt. Vísir/Vilhelm Arnar Þór Jónsson, stofnandi hins nýja Lýðræðisflokks, segir málamiðlanir í stjórnmálum oft vera óheilindi í garð kjósenda. Þetta sagði Arnar í Pallborðinu á Vísi, en þar ræddu hann, Jón Gnarr, félagi í Viðreisn og fyrrverandi borgarstjóri, og Þórður Snær Júlíusson, félagi í Samfylkingunni og fyrrverandi ritsjóri, voru gestir Pallborðsins. Þeir þrír eiga það sameiginlegt að stefna á þing í komandi kosningum fyrir þrjá mismunandi flokka. „Þessi frasi um að íslensk stjórnmál í dag snúist öll um málamiðlanir. Ég myndi svara því með því að segja að það séu óheilindi gagnvart kjósendum. Því kjósendur kjósa sinn flokk á grundvelli einhverra loforða, sem flokkarnir gefa. Það eru óheilindi fólgin í því þegar flokkarnir snúa sér við daginn eftir kjördag og fara að vinna með fólki sem hefur allt aðra stefnu og allt fer í einhvern hrærigraut,“ sagði Arnar. Hann bætti við að honum þætti undanfarin ár, þau sem væru undir núverandi ríkisstjórn, hafa verið einn af lágpunktum í íslenskum stjórnmálum. „Mér er ekki illa við þá sem eru í Sjálfstæðisflokknum, en ég hef gert alvarlegar athugasemdir við það hvernig flokkurinn hefur svikist undan merkjum,“ sagði Arnar. Hann sagðist tilbúinn að vinna með þeim sem styddu þá klassísku frjálshyggjustefnu sem hann talar fyrir. „En ég er ekki tilbúinn að brjóta gegn mínum eigin prinsippum til þess að öðlast pólitískan frama. Ég hefði alveg getað verið góði strákurinn í Sjálfstæðisflokknum og hlýtt öllu og gert allt sem mér var sagt, og gagnrýnt aldrei. Það er leiðin til pólitísks frama á Íslandi í dag,“ sagði Arnar. „Ég er ekki tilbúinn að brjóta gegn mínum prinsippum. Þá myndi ég fremur kjósa- má ég segja það? – rífa kjaft í stjórnarandstæðu á hreinum prinsipp-ástæðum, heldur en að vera búinn að svíkja sjálfan mig til að öðlast völd.“ Málamiðlanir hluti af lýðræðinu Jón Gnarr sagðist ekki sammála Arnari varðandi ríkisstjórnina. Hann sagðist frekar trúa því að hún hefði staðið sig vel á erfiðum tímum þar sem hún hefði þurft að takast á við heimsfaraldur og erfið eldsumbrot á Reykjanesskaga. Einnig sagði hann málamiðlanir gegna mikilvægu hlutverki í stjórnmálum. „Ég vil hafa frelsi til þess að gera það sem mig langar til þess að finna mína lífshamingju, svo framarlega sem ég geng ekki á rétt annars fólks til að ganga sína leið. Mér finnst að þar þurfi alltaf að vera málamiðlun. Það er ekki hægt öðruvísi en að það sé málamiðlun. Mér finnst það vera kjarninn í lýðræðinu, lýðræðið er svolítil málamiðlun,“ sagði Jón. Sjálfur sagðist hann ekki útiloka samstarf við neinn flokk, en tók fram að hann væri bara einn einstaklingur og gæti því ekki talað fyrir hönd alls flokksins. Betra ef ríkisstjórnin sé ekki bland í poka Þórður Snær sagði Samfylkinguna hafa mestan áhuga á að mynda mið- eða miðvinstri stjórn. Best væri að það væri með flokkum sem væru að toga allir í sömu átt. „Við þurfum ríkisstjórn sem getur mótað einhverja langtíma stefnu og einhverja langtíma sýn. Ég er eiginlega sammála því sem Arnar sagði áðan að það er betra að hún sé skipuð flokkum sem eru nær hver öðrum í hugmyndafræði frekar en þetta bland í poka sem við stöndum uppi með núna.“ Lýðræðisflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Þetta sagði Arnar í Pallborðinu á Vísi, en þar ræddu hann, Jón Gnarr, félagi í Viðreisn og fyrrverandi borgarstjóri, og Þórður Snær Júlíusson, félagi í Samfylkingunni og fyrrverandi ritsjóri, voru gestir Pallborðsins. Þeir þrír eiga það sameiginlegt að stefna á þing í komandi kosningum fyrir þrjá mismunandi flokka. „Þessi frasi um að íslensk stjórnmál í dag snúist öll um málamiðlanir. Ég myndi svara því með því að segja að það séu óheilindi gagnvart kjósendum. Því kjósendur kjósa sinn flokk á grundvelli einhverra loforða, sem flokkarnir gefa. Það eru óheilindi fólgin í því þegar flokkarnir snúa sér við daginn eftir kjördag og fara að vinna með fólki sem hefur allt aðra stefnu og allt fer í einhvern hrærigraut,“ sagði Arnar. Hann bætti við að honum þætti undanfarin ár, þau sem væru undir núverandi ríkisstjórn, hafa verið einn af lágpunktum í íslenskum stjórnmálum. „Mér er ekki illa við þá sem eru í Sjálfstæðisflokknum, en ég hef gert alvarlegar athugasemdir við það hvernig flokkurinn hefur svikist undan merkjum,“ sagði Arnar. Hann sagðist tilbúinn að vinna með þeim sem styddu þá klassísku frjálshyggjustefnu sem hann talar fyrir. „En ég er ekki tilbúinn að brjóta gegn mínum eigin prinsippum til þess að öðlast pólitískan frama. Ég hefði alveg getað verið góði strákurinn í Sjálfstæðisflokknum og hlýtt öllu og gert allt sem mér var sagt, og gagnrýnt aldrei. Það er leiðin til pólitísks frama á Íslandi í dag,“ sagði Arnar. „Ég er ekki tilbúinn að brjóta gegn mínum prinsippum. Þá myndi ég fremur kjósa- má ég segja það? – rífa kjaft í stjórnarandstæðu á hreinum prinsipp-ástæðum, heldur en að vera búinn að svíkja sjálfan mig til að öðlast völd.“ Málamiðlanir hluti af lýðræðinu Jón Gnarr sagðist ekki sammála Arnari varðandi ríkisstjórnina. Hann sagðist frekar trúa því að hún hefði staðið sig vel á erfiðum tímum þar sem hún hefði þurft að takast á við heimsfaraldur og erfið eldsumbrot á Reykjanesskaga. Einnig sagði hann málamiðlanir gegna mikilvægu hlutverki í stjórnmálum. „Ég vil hafa frelsi til þess að gera það sem mig langar til þess að finna mína lífshamingju, svo framarlega sem ég geng ekki á rétt annars fólks til að ganga sína leið. Mér finnst að þar þurfi alltaf að vera málamiðlun. Það er ekki hægt öðruvísi en að það sé málamiðlun. Mér finnst það vera kjarninn í lýðræðinu, lýðræðið er svolítil málamiðlun,“ sagði Jón. Sjálfur sagðist hann ekki útiloka samstarf við neinn flokk, en tók fram að hann væri bara einn einstaklingur og gæti því ekki talað fyrir hönd alls flokksins. Betra ef ríkisstjórnin sé ekki bland í poka Þórður Snær sagði Samfylkinguna hafa mestan áhuga á að mynda mið- eða miðvinstri stjórn. Best væri að það væri með flokkum sem væru að toga allir í sömu átt. „Við þurfum ríkisstjórn sem getur mótað einhverja langtíma stefnu og einhverja langtíma sýn. Ég er eiginlega sammála því sem Arnar sagði áðan að það er betra að hún sé skipuð flokkum sem eru nær hver öðrum í hugmyndafræði frekar en þetta bland í poka sem við stöndum uppi með núna.“
Lýðræðisflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent