Fernandes fékk að líta rauða spjaldið í 3-0 tapi Man United gegn Tottenham í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Spjaldið þótti heldur undarlegt þar sem það var lítið sem benti til þess brotið verðskuldaði spjald, hvað þá rautt.
Rauða spjaldið fór hins vegar á loft í stöðunni 1-0 fyrir Tottenham og manni færri sáu Rauðu djöflarnir aldrei til sólar.
Man Utd áfrýjaði spjaldinu og nú hefur verið staðfest að það standi ekki. Bruno er því ekki á leiðinni í þriggja leikja bann eins og venja er þegar menn fá beint rautt spjald. Það má því reikna með að hann verði í byrjunarliðinu þegar Man Utd heimsækir Aston Villa þann 6. október næstkomandi.
Manchester United's appeal has been successful ✅
— BBC Sport (@BBCSport) October 1, 2024
Bruno Fernandes was sent off against Tottenham on Sunday, but will now be available for their next three Premier League fixtures.#BBCFootball #PL pic.twitter.com/Xh0SFDuf3I
Man United er í 13. sæti að loknum sex umferðum með aðeins sjö stig.