Ólafur Ragnar breytti stöðu forsetaembættisins Heimir Már Pétursson skrifar 1. október 2024 19:31 Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir mikinn feng að bók Ólafs Ragnars Grímssonar. Ekki hafi verið hefð fyrir útgáfeu sem þessari á Íslandi. Stöð 2/Sigurjón Prófessor í stjórnmálafræði segir mikinn feng af útgáfu dagbóka Ólafs Ragnars Grímssonar fyrrverandi forseta Íslands. Þær varpi ljósi á hatrammar deilur og veiti fágæta innsýn í atburðarás stjórnmálanna. Þjóðin og valdið eftir Ólaf Ragnar Grímsson sem kom út í dag hefur að geyma dagbókarfærslur hans frá árunum 2004,þegar hann synjaði fjölmiðlalögum ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar staðfestingar, og 2010 og 2011 þegar hann synjaði tvívegis að staðfesta lög um Icesave samninga í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Í bókinni er greint frá fundum og samtölum forsetans með Davíð, Jóhönnu og fleirum sem veitir áður óþekkta innsýn í atburðarás átakastjórnmála á Íslandi. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmælafræði við Háskólann á Bifröst segir útgáfur sem þessar ekki hafa tíðkast á Íslandi. Eiríkur Bergmann segir Ólaf Ragnar hafa breytt stöðu forseta Íslands í stjórnskipan landsins.Stöð 2/Sigurjón „En það hefur verið skilningur á Vesturlöndum að eftir einhvern tiltekinn tíma sé eðlilegt að upplýsa um slík samtöl eftir atvikum. Auðvitað eru alltaf einhverjir einstaka þættir sem eiga kannski ekki heima fyrir almennings sjónum,“ segir Eiríkur. Reyndar hefðu einstaka ráðherrar og þingmenn eins og Össur Skarphéðinsson og fleiri gefið út álíka bækur. Það væri hins vegar nýtt að fyrrverandi forseti gerði þetta. „Auðvitað er þetta gríðarlegur fengur fyrir okkur fræðimenn. Líka fyrir alla áhugamenn um stjórnmál. En síðan er þetta auðvitað þannig að Ólafur Ragnar er að gera upp alls konar deilur í þessum dagbókarfærslum við menn og málefni. Ekki síst við menn og andstæðinga sína. Hann treður illsakir við ansi marga.“ Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra lagði fram umdeilt frumvarp um fjölmiðla árið 2004. Eftir að það varð að lögum synjaði Ólafur Ragnar Grímsson lögunum staðfestingar og var það í fyrsta skipti sem forseti beitti 26. grein stjórnarskrárinar.Vísir Nægi þar að nefna Davíð Oddsson formann Sjálfstæðisflokksins og Svavar Gestsson fyrrum félaga í Alþýðubandalaginu. Þar birtist býsna alvarlegar ávirðingar. Aftur á móti hafi forsetaembættið breyst í tíð Ólafs Ragnars fyrir tilstuðlan stórra deilumála eins og fjölmiðlalaganna og Icesave-laganna. Ólafur Ragnar Grímsson synjaði lögum staðfestingar í þrígang í forsetatíð sinni.Vísir/Vilhelm „Ólafur Ragnar virkjaði málskotsréttinn. Þannig að það er óumdeilt í dag,“ segir Eiríkur. Fram að synjunum hans hafi hver lögspekingurinn af öðrum talið málskotsréttinn óvirkan. Embættið hafi fengið aukið vægi í stjórnskipaninni í forsetatíð Ólafs Ragnars og hann fylgt ákaft eftir sínum skilningi á verksviði og valdmörkum forsetaembættisins. „Hann taldi það vera töluvert meira og í rauninni miklu meira heldur en bæði forverar hans og aðrir þátttakendur í íslenskum stjórnmálum töldu. Hann breytti þessu um sumt en auðvitað ekki um allt,“ segir Eiríkur Bergmann. Forseti Íslands Alþingi Fjölmiðlalög Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Ólafur Ragnar Grímsson: Kjörnir fulltrúar eiga ekki að vera í ævarandi leynibandalagi Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands telur sig ekki vera að brjóta trúnað við fólk með því að gefa út valdar dagbókarfærslur frá forsetatíð hans. Þar fjallar hann atburðarásina þegar hann fyrstur forseta synjaði lögum frá Alþingi staðfestingar. 1. október 2024 14:46 Ólafur Ragnar um Davíð Oddsson: „Hugsar og hegðar sér eins og fasisti“ „Atburðarásin [hefur] verið ótrúleg - og óþörf ef Davíð Oddsson og ríkisstjórnin hefðu viljað taka skynsamlega á málum. Heiftin og löngunin til að sýna valdið hefur knúið hann áfram og svo ógnar hann öllum öðrum í sínu liði.“ 30. september 2024 21:15 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Sjá meira
Þjóðin og valdið eftir Ólaf Ragnar Grímsson sem kom út í dag hefur að geyma dagbókarfærslur hans frá árunum 2004,þegar hann synjaði fjölmiðlalögum ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar staðfestingar, og 2010 og 2011 þegar hann synjaði tvívegis að staðfesta lög um Icesave samninga í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Í bókinni er greint frá fundum og samtölum forsetans með Davíð, Jóhönnu og fleirum sem veitir áður óþekkta innsýn í atburðarás átakastjórnmála á Íslandi. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmælafræði við Háskólann á Bifröst segir útgáfur sem þessar ekki hafa tíðkast á Íslandi. Eiríkur Bergmann segir Ólaf Ragnar hafa breytt stöðu forseta Íslands í stjórnskipan landsins.Stöð 2/Sigurjón „En það hefur verið skilningur á Vesturlöndum að eftir einhvern tiltekinn tíma sé eðlilegt að upplýsa um slík samtöl eftir atvikum. Auðvitað eru alltaf einhverjir einstaka þættir sem eiga kannski ekki heima fyrir almennings sjónum,“ segir Eiríkur. Reyndar hefðu einstaka ráðherrar og þingmenn eins og Össur Skarphéðinsson og fleiri gefið út álíka bækur. Það væri hins vegar nýtt að fyrrverandi forseti gerði þetta. „Auðvitað er þetta gríðarlegur fengur fyrir okkur fræðimenn. Líka fyrir alla áhugamenn um stjórnmál. En síðan er þetta auðvitað þannig að Ólafur Ragnar er að gera upp alls konar deilur í þessum dagbókarfærslum við menn og málefni. Ekki síst við menn og andstæðinga sína. Hann treður illsakir við ansi marga.“ Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra lagði fram umdeilt frumvarp um fjölmiðla árið 2004. Eftir að það varð að lögum synjaði Ólafur Ragnar Grímsson lögunum staðfestingar og var það í fyrsta skipti sem forseti beitti 26. grein stjórnarskrárinar.Vísir Nægi þar að nefna Davíð Oddsson formann Sjálfstæðisflokksins og Svavar Gestsson fyrrum félaga í Alþýðubandalaginu. Þar birtist býsna alvarlegar ávirðingar. Aftur á móti hafi forsetaembættið breyst í tíð Ólafs Ragnars fyrir tilstuðlan stórra deilumála eins og fjölmiðlalaganna og Icesave-laganna. Ólafur Ragnar Grímsson synjaði lögum staðfestingar í þrígang í forsetatíð sinni.Vísir/Vilhelm „Ólafur Ragnar virkjaði málskotsréttinn. Þannig að það er óumdeilt í dag,“ segir Eiríkur. Fram að synjunum hans hafi hver lögspekingurinn af öðrum talið málskotsréttinn óvirkan. Embættið hafi fengið aukið vægi í stjórnskipaninni í forsetatíð Ólafs Ragnars og hann fylgt ákaft eftir sínum skilningi á verksviði og valdmörkum forsetaembættisins. „Hann taldi það vera töluvert meira og í rauninni miklu meira heldur en bæði forverar hans og aðrir þátttakendur í íslenskum stjórnmálum töldu. Hann breytti þessu um sumt en auðvitað ekki um allt,“ segir Eiríkur Bergmann.
Forseti Íslands Alþingi Fjölmiðlalög Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Ólafur Ragnar Grímsson: Kjörnir fulltrúar eiga ekki að vera í ævarandi leynibandalagi Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands telur sig ekki vera að brjóta trúnað við fólk með því að gefa út valdar dagbókarfærslur frá forsetatíð hans. Þar fjallar hann atburðarásina þegar hann fyrstur forseta synjaði lögum frá Alþingi staðfestingar. 1. október 2024 14:46 Ólafur Ragnar um Davíð Oddsson: „Hugsar og hegðar sér eins og fasisti“ „Atburðarásin [hefur] verið ótrúleg - og óþörf ef Davíð Oddsson og ríkisstjórnin hefðu viljað taka skynsamlega á málum. Heiftin og löngunin til að sýna valdið hefur knúið hann áfram og svo ógnar hann öllum öðrum í sínu liði.“ 30. september 2024 21:15 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson: Kjörnir fulltrúar eiga ekki að vera í ævarandi leynibandalagi Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands telur sig ekki vera að brjóta trúnað við fólk með því að gefa út valdar dagbókarfærslur frá forsetatíð hans. Þar fjallar hann atburðarásina þegar hann fyrstur forseta synjaði lögum frá Alþingi staðfestingar. 1. október 2024 14:46
Ólafur Ragnar um Davíð Oddsson: „Hugsar og hegðar sér eins og fasisti“ „Atburðarásin [hefur] verið ótrúleg - og óþörf ef Davíð Oddsson og ríkisstjórnin hefðu viljað taka skynsamlega á málum. Heiftin og löngunin til að sýna valdið hefur knúið hann áfram og svo ógnar hann öllum öðrum í sínu liði.“ 30. september 2024 21:15
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent