Dortmund í sjöunda himni | Stórsigrar hjá Barcelona og Inter Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. október 2024 21:30 Leikmenn Dortmund fagna einu af sjö mörkum sínum í kvöld. EPA-EFE/FRIEDEMANN VOGEL Það var sannkölluð markaveisla í Meistaradeild Evrópu karla í dag þar sem 32 mörk litu dagsins ljós í níu leikjum. Borussia Dortmund lagði Celtic 7-1, Barcelona vann Young Boys 5-0 og Inter lagði Rauðu stjörnuna 4-0. Skömmustulegir Skotar Í Þýskalandi tók Borussia Dortmund á móti Celtic frá Skotlandi. Það var leikur kattarins að músinni þar sem staðan var 5-1 heimamönnum í vil þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Emre Can kom heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu strax á 7. mínútu. Daizen Maeda jafnaði metin óvænt fyrir gestina aðeins tveimur mínútum síðar en eftir það var leikurinn eign heimaliðsins. A man on fire 🔥 pic.twitter.com/bTd7w8xhUs— Borussia Dortmund (@BlackYellow) October 1, 2024 Karim Adeyemi kom Dortmund yfir á nýjan leik ekki löngu eftir að gestirnir jöfnuðu metin. Á 34. mínútu bætti Adyemi við öðru marki sínu og þriðja marki heimaliðsins. Þegar fimm mínútur voru til loka fyrri hálfleiks fékk Dortmund vítaspyrnu á nýjan leik. Serhou Guirassy fór á punktinn að þessu sinni og kom Dortmund 4-1 yfir. Adeyemi fullkomnaði svo þrennu sína tveimur mínútum síðar og þar við sat þangað til fyrri hálfleik lauk. Adeyemi var valinn maður leiksins að leik loknum. Please and thank you 🏆 pic.twitter.com/jMdfKZcoLb— Borussia Dortmund (@BlackYellow) October 1, 2024 Guirassy bætti við öðru marki sínu og sjötta marki Dortmund á 66. mínútu leiksins. Felix Nmecha bætti við sjöunda markinu á 79. mínútu og ótrúlegt en satt þá var það síðasta mark leiksins, lokatölur 7-1 Dortmund í vil. Dortmund fer með sigrinum á toppinn með sex stig og 10 mörk skoruðu í fyrstu tveimur umferðum Meistaradeildarinnar þetta tímabilið. Celtic er með þrjú stig eftir sigur á Slovan Bratislava í fyrstu umferð. Stuðningsmenn Celtic mættu með fána Palestínu á leikinn ásamt því að þeir mynduðu slagorðið „Frjáls Palestína“ á ensku.EPA-EFE/FRIEDEMANN VOGEL Brattir Börsungar Í Katalóníu var Young Boys frá Sviss í heimsókn og segja má að gestirnir hafi ekki átt mikið erindi í heimamenn í kvöld. Pólska markamaskínan Robert Lewandowski kom Börsungum yfir á 8. mínútu eftir sendingu Raphinha. Brasilíumaðurinn bætti svo við öðru marki heimaliðsins eftir rúmlega hálftíma. Það var svo Iñigo Martínez sem bætti við þriðja markinu eftir sendingu frá Pedri og staðan 3-0 í hálfleik. Raphinha’s winning magic! pic.twitter.com/id8pUyikEV— FC Barcelona (@FCBarcelona) October 1, 2024 Það voru aðeins sex mínútur liðnar af síðari hálfleik þegar Lewandowski bætti við öðru marki sínu eftir undirbúning Martínez. Til að bæta gráu ofan á svart þá skoruðu gestirnir sjálfir fimma mark Börsunga þegar Mohamed Camara setti boltann í eigið net. 🔥 FULL TIME!!!!! 🔥#BarçaYoungBoys pic.twitter.com/ckbeK9UndA— FC Barcelona (@FCBarcelona) October 1, 2024 Börsungar eru komnir á blað eftir tap gegn Monaco í fyrstu umferð. Young Boys eru án stiga og með markatöluna 0-8. Stjörnuhrap í Mílanó Inter Milan lagði Rauðu Stjörnuna frá Serbíu 4-0 í Mílanó. Hakan Çalhanoğlu skoraði eina mark fyrri hálfleiks. Marko Arnautović tvöfaldaði forystuna á 59. mínútu. Lautaro Martínez kom inn af bekknum og bætti við þriðja markinu áður en hann fiskaði vítaspyrnu. Mehdi Taremi fór á punktinn og skoraði fjórða mark Inter. Inter nú með fjögur stig eftir jafntefli við Manchester City í fyrstu umferð á meðan Rauða stjarnan er án stiga. SENTITE LA SUA VOCE??? 🔈🔉🔊🐂#ForzaInter #InterFKCZ #UCL pic.twitter.com/WWh1a3GyFx— Inter ⭐⭐ (@Inter) October 1, 2024 Önnur úrslit voru þau að Bayer Leverkusen vann 1-0 sigur á AC Milan þökk sé marki Victor Boniface. Þá gerðu PSV og Sporting 1-1 jafntefli. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Brest tímabundið á topp Meistaradeildarinnar Brest er komið á topp Meistaradeildar Evrópu eftir 4-0 útisigur á Salzburg. Þá gerði Sparta Prag 1-1 jafntefli við Stuttgart ytra. 1. október 2024 18:46 Þægilegt í Slóvakíu Englandsmeistarar Manchester City lentu ekki í miklum vandræðum í Bratislava. Færa má rök fyrir því að leikurinn hafi verið búinn eftir stundarfjórðung en staðan var þá orðin 2-0 Man City í vil. Lokatölur 4-0 í leik þar sem lærisveinar Pep Guardiola fóru aldrei úr öðrum gír. 1. október 2024 21:00 Öruggt hjá Skyttunum Arsenal lagði París Saint-Germain nokkuð örugglega 2-0 á Emirates-vellinum í Lundúnum þegar liðin mættust í Meistaradeild Evrópu. 1. október 2024 21:00 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Fleiri fréttir „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Sjá meira
Borussia Dortmund lagði Celtic 7-1, Barcelona vann Young Boys 5-0 og Inter lagði Rauðu stjörnuna 4-0. Skömmustulegir Skotar Í Þýskalandi tók Borussia Dortmund á móti Celtic frá Skotlandi. Það var leikur kattarins að músinni þar sem staðan var 5-1 heimamönnum í vil þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Emre Can kom heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu strax á 7. mínútu. Daizen Maeda jafnaði metin óvænt fyrir gestina aðeins tveimur mínútum síðar en eftir það var leikurinn eign heimaliðsins. A man on fire 🔥 pic.twitter.com/bTd7w8xhUs— Borussia Dortmund (@BlackYellow) October 1, 2024 Karim Adeyemi kom Dortmund yfir á nýjan leik ekki löngu eftir að gestirnir jöfnuðu metin. Á 34. mínútu bætti Adyemi við öðru marki sínu og þriðja marki heimaliðsins. Þegar fimm mínútur voru til loka fyrri hálfleiks fékk Dortmund vítaspyrnu á nýjan leik. Serhou Guirassy fór á punktinn að þessu sinni og kom Dortmund 4-1 yfir. Adeyemi fullkomnaði svo þrennu sína tveimur mínútum síðar og þar við sat þangað til fyrri hálfleik lauk. Adeyemi var valinn maður leiksins að leik loknum. Please and thank you 🏆 pic.twitter.com/jMdfKZcoLb— Borussia Dortmund (@BlackYellow) October 1, 2024 Guirassy bætti við öðru marki sínu og sjötta marki Dortmund á 66. mínútu leiksins. Felix Nmecha bætti við sjöunda markinu á 79. mínútu og ótrúlegt en satt þá var það síðasta mark leiksins, lokatölur 7-1 Dortmund í vil. Dortmund fer með sigrinum á toppinn með sex stig og 10 mörk skoruðu í fyrstu tveimur umferðum Meistaradeildarinnar þetta tímabilið. Celtic er með þrjú stig eftir sigur á Slovan Bratislava í fyrstu umferð. Stuðningsmenn Celtic mættu með fána Palestínu á leikinn ásamt því að þeir mynduðu slagorðið „Frjáls Palestína“ á ensku.EPA-EFE/FRIEDEMANN VOGEL Brattir Börsungar Í Katalóníu var Young Boys frá Sviss í heimsókn og segja má að gestirnir hafi ekki átt mikið erindi í heimamenn í kvöld. Pólska markamaskínan Robert Lewandowski kom Börsungum yfir á 8. mínútu eftir sendingu Raphinha. Brasilíumaðurinn bætti svo við öðru marki heimaliðsins eftir rúmlega hálftíma. Það var svo Iñigo Martínez sem bætti við þriðja markinu eftir sendingu frá Pedri og staðan 3-0 í hálfleik. Raphinha’s winning magic! pic.twitter.com/id8pUyikEV— FC Barcelona (@FCBarcelona) October 1, 2024 Það voru aðeins sex mínútur liðnar af síðari hálfleik þegar Lewandowski bætti við öðru marki sínu eftir undirbúning Martínez. Til að bæta gráu ofan á svart þá skoruðu gestirnir sjálfir fimma mark Börsunga þegar Mohamed Camara setti boltann í eigið net. 🔥 FULL TIME!!!!! 🔥#BarçaYoungBoys pic.twitter.com/ckbeK9UndA— FC Barcelona (@FCBarcelona) October 1, 2024 Börsungar eru komnir á blað eftir tap gegn Monaco í fyrstu umferð. Young Boys eru án stiga og með markatöluna 0-8. Stjörnuhrap í Mílanó Inter Milan lagði Rauðu Stjörnuna frá Serbíu 4-0 í Mílanó. Hakan Çalhanoğlu skoraði eina mark fyrri hálfleiks. Marko Arnautović tvöfaldaði forystuna á 59. mínútu. Lautaro Martínez kom inn af bekknum og bætti við þriðja markinu áður en hann fiskaði vítaspyrnu. Mehdi Taremi fór á punktinn og skoraði fjórða mark Inter. Inter nú með fjögur stig eftir jafntefli við Manchester City í fyrstu umferð á meðan Rauða stjarnan er án stiga. SENTITE LA SUA VOCE??? 🔈🔉🔊🐂#ForzaInter #InterFKCZ #UCL pic.twitter.com/WWh1a3GyFx— Inter ⭐⭐ (@Inter) October 1, 2024 Önnur úrslit voru þau að Bayer Leverkusen vann 1-0 sigur á AC Milan þökk sé marki Victor Boniface. Þá gerðu PSV og Sporting 1-1 jafntefli.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Brest tímabundið á topp Meistaradeildarinnar Brest er komið á topp Meistaradeildar Evrópu eftir 4-0 útisigur á Salzburg. Þá gerði Sparta Prag 1-1 jafntefli við Stuttgart ytra. 1. október 2024 18:46 Þægilegt í Slóvakíu Englandsmeistarar Manchester City lentu ekki í miklum vandræðum í Bratislava. Færa má rök fyrir því að leikurinn hafi verið búinn eftir stundarfjórðung en staðan var þá orðin 2-0 Man City í vil. Lokatölur 4-0 í leik þar sem lærisveinar Pep Guardiola fóru aldrei úr öðrum gír. 1. október 2024 21:00 Öruggt hjá Skyttunum Arsenal lagði París Saint-Germain nokkuð örugglega 2-0 á Emirates-vellinum í Lundúnum þegar liðin mættust í Meistaradeild Evrópu. 1. október 2024 21:00 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Fleiri fréttir „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Sjá meira
Brest tímabundið á topp Meistaradeildarinnar Brest er komið á topp Meistaradeildar Evrópu eftir 4-0 útisigur á Salzburg. Þá gerði Sparta Prag 1-1 jafntefli við Stuttgart ytra. 1. október 2024 18:46
Þægilegt í Slóvakíu Englandsmeistarar Manchester City lentu ekki í miklum vandræðum í Bratislava. Færa má rök fyrir því að leikurinn hafi verið búinn eftir stundarfjórðung en staðan var þá orðin 2-0 Man City í vil. Lokatölur 4-0 í leik þar sem lærisveinar Pep Guardiola fóru aldrei úr öðrum gír. 1. október 2024 21:00
Öruggt hjá Skyttunum Arsenal lagði París Saint-Germain nokkuð örugglega 2-0 á Emirates-vellinum í Lundúnum þegar liðin mættust í Meistaradeild Evrópu. 1. október 2024 21:00
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti