Bann gegn betli á teikniborði Svía Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. október 2024 11:18 „Það er ekki hægt að banna fólki í neyð að biðja um aðstoð,“ segir þingkonan Anna Starbrink. Getty/Mike Kemp Stjórnvöld í Svíþjóð sæta nú harðri gagnrýni vegna hugmynda um að banna betl á götum landsins. Þau hafa fyrirskipað athugun á fýsileika slíks banns en niðurstöður eiga að liggja fyrir eftir níu mánuði. Linda Lindberg, þingflokksformaður Svíþjóðardemókrata, sagði á blaðamannafundi á mánudaginn að fólk frá öðrum aðildarríkjum Evrópusambandsins væru að ferðast til Svíþjóðar til að betla fyrir utan verslanir. Svíþjóð gæti ekki verið „samviska Evrópu“ hvað þetta varðaði. Ekki er einhugur um hugmyndirnar innan minnihlutastjórnar Ulf Kristersson en þær hafa verið á teikniborðinu frá því að stjórnin tók við völdum fyrir tveimur árum, með stuðningi Svíþjóðardemókrata. Ýmis samtök hafa mótmælt hugmyndunum og Fanny Siltberg, talskona kristilegu samtakanna Stockholms Stadsmission, segir bann aðeins munu færa vandann til. Um sé að ræða misheppnaða tilraun til að gera fátækt útlæga. Þvert á móti þyrfti að hjálpa umræddum hópi, bæði í Svíþjóð og í Evrópu, með auknum aðgerðum gegn fátækt og mismunun. Þá segir Aida Samani hjá samtökunum Civil Rights Defenders bann gegn betli líklega ganga gegn Mannréttindasáttmála Evrópu, sem hefur verið leiddur í lög í Svíþjóð. Anna Starbrink, þingkona Frjálslyndra, er meðal þeirra stjórnarþingmanna sem mun ekki greiða atkvæði með banninu. „Það er ekki hægt að banna fólki í neyð að biðja um aðstoð,“ sagði hún á Facebook. Svíþjóð Innflytjendamál Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Linda Lindberg, þingflokksformaður Svíþjóðardemókrata, sagði á blaðamannafundi á mánudaginn að fólk frá öðrum aðildarríkjum Evrópusambandsins væru að ferðast til Svíþjóðar til að betla fyrir utan verslanir. Svíþjóð gæti ekki verið „samviska Evrópu“ hvað þetta varðaði. Ekki er einhugur um hugmyndirnar innan minnihlutastjórnar Ulf Kristersson en þær hafa verið á teikniborðinu frá því að stjórnin tók við völdum fyrir tveimur árum, með stuðningi Svíþjóðardemókrata. Ýmis samtök hafa mótmælt hugmyndunum og Fanny Siltberg, talskona kristilegu samtakanna Stockholms Stadsmission, segir bann aðeins munu færa vandann til. Um sé að ræða misheppnaða tilraun til að gera fátækt útlæga. Þvert á móti þyrfti að hjálpa umræddum hópi, bæði í Svíþjóð og í Evrópu, með auknum aðgerðum gegn fátækt og mismunun. Þá segir Aida Samani hjá samtökunum Civil Rights Defenders bann gegn betli líklega ganga gegn Mannréttindasáttmála Evrópu, sem hefur verið leiddur í lög í Svíþjóð. Anna Starbrink, þingkona Frjálslyndra, er meðal þeirra stjórnarþingmanna sem mun ekki greiða atkvæði með banninu. „Það er ekki hægt að banna fólki í neyð að biðja um aðstoð,“ sagði hún á Facebook.
Svíþjóð Innflytjendamál Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira