Rekstur Rammagerðarinnar gaf vel í fyrra Árni Sæberg skrifar 3. október 2024 10:05 Bjarney Harðardóttir á Rammagerðina ásamt eiginmanni sínum Helga Rúnari Óskarssyni. Aðsend Rammagerðin ehf., sem rekur samnefndar gjafavöruverslanir, hagnaðist um 76 milljónir króna í fyrra. Tekjur ársins voru 41 prósenti meiri en árið áður, alls 2,2 milljarðar króna. Í fréttatilkynningu frá Rammagerðinni segir að rekstur á árinu 2023 hafi einkennst fyrst og fremst af vexti í sölu, um 630 milljónir króna milli ára, og fjárfestingu í innviðum. Í fyrra hafi verið gengið frá langtímaleigusamningum vegna lykilstaðsetninga á verslunum félagsins eins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar ásamt flaggskipsverslun á Laugavegi 31. Félagið reki nú átta gjafavöruverslanir með íslenska hönnun. Allur arður fluttur til næsta árs Eignir félagsins í árslok samkvæmt efnahagsreikningi hafi numið ríflega 896 milljónum króna. Bókfært eigið fé í árslok hafi numið 217 milljónir króna. Fjöldi ársverka á síðastliðnu ári hafi verið 57. Ákveðið hafi verið að flytja arð félagsins til næsta árs. Eigendur Rammagerðarinnar ehf. séu Helgi Rúnar Óskarsson og Bjarney Harðardóttir. „Eftir erfið ár í kórónufaraldrinum er ánægjulegt að sjá félagið aftur vaxa og dafna. Árið í fyrra einkenndist af því að byggja upp innviði félagsins, innleiða nýtt upplýsingakerfi, ganga frá nýjum langtímaleigusamningum og styrkja teymið okkar. Hækkun á innkaupsverði og verðbólga hafði neikvæð áhrif á rekstur okkar. Við höfum unnið að endurskipulagi á aðfangakeðju okkar með það að markmiði að bæta framlegð til lengri tíma,“ er haft eftir Bjarneyju. Vilja byggja upp heimili íslenskrar hönnunar Haft er eftir Bjarneyju að frá því að þau Helgi Rúnar, sem er eiginmaður hennar, tóku við Rammagerðinni hafi sýn þeirra verið að byggja upp heimili íslenskrar hönnunar. Í dag vinnum þau með yfir 400 íslenskum hönnuðum og handverksfólki og Rammagerðin sé mikilvægur vettvangur fyrir þennan hóp til að koma vöru sinni á framfæri. „Íslendingar kunna vel að meta íslenska hönnun en þó hefur okkar helsti viðskiptavinur verið erlendir ferðamenn. Í júlí í ár opnuðum við nýja glæsilega Rammagerðarverslun á Keflavíkurflugvelli og við erum nú á lokametrunum að opna tvær nýjar verslanir á Laugaveginum. Þar verða meðal annars í boði vörur frá íslenska vörumerkinu Varma sem eru framleiddar á Íslandi.“ Uppgjör og ársreikningar Tíska og hönnun Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Rammagerðinni segir að rekstur á árinu 2023 hafi einkennst fyrst og fremst af vexti í sölu, um 630 milljónir króna milli ára, og fjárfestingu í innviðum. Í fyrra hafi verið gengið frá langtímaleigusamningum vegna lykilstaðsetninga á verslunum félagsins eins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar ásamt flaggskipsverslun á Laugavegi 31. Félagið reki nú átta gjafavöruverslanir með íslenska hönnun. Allur arður fluttur til næsta árs Eignir félagsins í árslok samkvæmt efnahagsreikningi hafi numið ríflega 896 milljónum króna. Bókfært eigið fé í árslok hafi numið 217 milljónir króna. Fjöldi ársverka á síðastliðnu ári hafi verið 57. Ákveðið hafi verið að flytja arð félagsins til næsta árs. Eigendur Rammagerðarinnar ehf. séu Helgi Rúnar Óskarsson og Bjarney Harðardóttir. „Eftir erfið ár í kórónufaraldrinum er ánægjulegt að sjá félagið aftur vaxa og dafna. Árið í fyrra einkenndist af því að byggja upp innviði félagsins, innleiða nýtt upplýsingakerfi, ganga frá nýjum langtímaleigusamningum og styrkja teymið okkar. Hækkun á innkaupsverði og verðbólga hafði neikvæð áhrif á rekstur okkar. Við höfum unnið að endurskipulagi á aðfangakeðju okkar með það að markmiði að bæta framlegð til lengri tíma,“ er haft eftir Bjarneyju. Vilja byggja upp heimili íslenskrar hönnunar Haft er eftir Bjarneyju að frá því að þau Helgi Rúnar, sem er eiginmaður hennar, tóku við Rammagerðinni hafi sýn þeirra verið að byggja upp heimili íslenskrar hönnunar. Í dag vinnum þau með yfir 400 íslenskum hönnuðum og handverksfólki og Rammagerðin sé mikilvægur vettvangur fyrir þennan hóp til að koma vöru sinni á framfæri. „Íslendingar kunna vel að meta íslenska hönnun en þó hefur okkar helsti viðskiptavinur verið erlendir ferðamenn. Í júlí í ár opnuðum við nýja glæsilega Rammagerðarverslun á Keflavíkurflugvelli og við erum nú á lokametrunum að opna tvær nýjar verslanir á Laugaveginum. Þar verða meðal annars í boði vörur frá íslenska vörumerkinu Varma sem eru framleiddar á Íslandi.“
Uppgjör og ársreikningar Tíska og hönnun Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira