Uppgjörið: Þór Þ. - Njarðvík 93-90 | Þór vann græna slaginn Andri Már Eggertsson skrifar 3. október 2024 22:56 Jordan Semple og félagar í Þór Þ. byrja tímabilið vel. vísir/bára Þór Þorlákshöfn lagði Njarðvík á heimavelli, 93-90, í fyrstu umferð Bónus deildar karla. Bandaríkjamaður Þórs Þorlákshafnar, Marreon Jackson, kynnti sig fyrir stuðningsmönnum Þórs með pompi og prakt. Marreon byrjaði á að gera fyrstu tíu stig heimamanna og um tíma virtist hann vera sá eini sem gat komið stigum á töfluna. Njarðvíkingar byrjuðu ágætlega en eftir því sem leið á fyrsta leikhluta fór að halla undan fæti. Um leið og heimamenn fengu fleiri en Marreon til að setja stig á töfluna fóru hjólin að snúast. Þór endaði fyrsta leikhluta á að gera 12 stig gegn aðeins tveimur hjá Njarðvík og staðan var 32-20 eftir fyrsta leikhluta Njarðvíkingar voru ósáttir með spilamennskuna í fyrsta leikhluta og byrjuðu annan leikhluta með látum. Gestirnir gerðu fyrstu átta stigin og minnkuðu forskot Þórs niður í fjögur stig á tæplega 110 sekúndum. Staðan í hálfleik var 49-46. Njarðvíkingar byrjuðu síðari hálfleik betur. Kraftur og góð orka einkenndi byrjun gestanna í seinni hálfleik og það var mikið líf á bekknum. Njarðvík gerði tólf stig gegn aðeins fjórum en það var langt frá því að slá Þórsara út af laginu sem spiluðu betur og enduðu þriðja leikhluta á 14-2 áhlaupi og staðan var 72-65 fyrir síðasta fjórðung. Í fjórða leikhluta var aldrei spurning hvar sigurinn myndi enda. Heimamenn héldu sínu striki og unnu að lokum þriggja stiga sigur 93-90. Atvik leiksins Það átti sér stað skemmtilegt atvik þegar Khalil Shabazz, leikmaður Njarðvíkur, missti jafnvægið í upphafi síðari hálfleiks og var að reyna dempa fallið með því að styðja sig við auglýsingaskilti en tók í staðinn niður sex auglýsingaskilti. Stjörnur og skúrkar Það var ekki að sjá að nýjasti leikmaður Þórs Þorlákshafnar Justas Tamulis hafi hitt liðið í fyrsta sinn á mánudaginn. Justas byrjaði á bekknum en kom frábærlega inn í leikinn og gerði 22 stig. Jordan Semple var einnig öflugur í liði Þórs. Semple endaði með tvöfalda tvennu en hann gerði 23 stig og tók 12 fráköst. Mario Matasovic, fyrirliði Njarðvíkur, náði sér ekki á strik. Mario var aðeins með sjö stig og með hann á vellinum tapaði Njarðvík með sautján stigum. Dómararnir Dómarar leiksins voru Jóhannes Páll Friðriksson, Jakob Árni Ísleifsson og Sigurbaldur Frímannsson. Dómarateymið stóð sig nokkuð vel í kvöld og það var ekkert við þá að sakast. Teymið fær 7 í einkunn. Stemning og umgjörð Í kvöld fór af stað 1. umferðin í Bónus-deild karla. Haustboðinn ljúfi þegar körfuboltatímabilið er byrjað og það var vel mætt í Icelandic Glacial-höllina. Mömmu-barinn var opinn fyrir þyrsta og það mátti sjá á fólki mikla ánægju yfir því að tímabilið væri farið af stað. „Það eru ekkert allir á sömu blaðsíðunni“ Lárus Jónsson fer yfir málin með sínum mönnumVísir/Bára Dröfn Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, var ánægður eftir þriggja stiga sigur gegn Njarðvík 93-90. „Það var gott að ná í sigur. Við töluðum um það fyrir leik að allir leikir verða mikilvægir í þessar deild og hver sigur telur mjög mikið þar sem það eru mjög mörg góð lið í þessari deild,“ sagði Lárus í viðtali eftir leik. Að mati Lárusar hefðu fleiri mátt fara betur af stað í hans liði. Marreon Jackson gerði fyrstu tíu stig liðsins en eftir því sem leið á fyrri hálfleik fóru fleiri að hjálpa til. „Við hikstuðum í öðrum leikhluta eftir að Marreon hafði verið að hjápla okkur. Í seinni hálfleik fannst mér fleiri vera að leggja í púkk og við sigldum þessum sigri í höfn.“ Njarðvík byrjaði síðari hálfleik af krafti og gerði tólf stig á meðan Þór gerði aðeins fjögur en síðan fóru hlutirnir að ganga upp hjá heimamönnum. „Við fórum að leita af okkar styrkleikum. Við fórum að fara nær körfunni og skora þar og síðan náðum við að stöðva þá í leiðinni.“ „Þetta var bara fínt. Það eru ekkert allir á sömu blaðsíðunni eins og Justas Tamulis sem er bara búinn að æfa síðan á mánudaginn,“ sagði Lárus Jónsson að lokum. „Þeir voru fljótir í skotrétt og það drap taktinn í okkur“ Rúnar Ingi Erlingsson var svekktur eftir leikVísir/Vilhelm Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var svekktur eftir þriggja stiga tap gegn Þór Þorlákshöfn 93-90. „Þeir bjuggu til fleiri auðveldar körfur. Sérstaklega í fjórða leikhluta þar sem þeir fóru að finna sniðskot eftir sniðskot og það er mjög erfitt að vinna á útivelli ef þú ætlar að gefa auðveldar körfur hvað eftir annað,“ sagði Rúnar í viðtali eftir leik. Þór Þorlákshöfn gerði 32 stig í fyrsta leikhluta og Rúnar var ekki ánægður með varnarleik liðsins í kvöld. „Varnarlega vorum við eftir á allan leikinn. Það vantaði einbeitingu og við vorum að gera kjánaleg mistök og misstum einbeitingu eftir að við kláruðum vörnina.“ „Við gerðum vel í þriðja leikhluta og komum inn í seinni hálfleik af krafti en það kostaði okkur aðeins að þeir voru fljótir í skotrétt og það drap taktinn í okkur,“ sagði Rúnar að lokum og bætti við að Þórsarar voru sterkari á svellinu í fjórða leikhluta. Bónus-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Njarðvík
Þór Þorlákshöfn lagði Njarðvík á heimavelli, 93-90, í fyrstu umferð Bónus deildar karla. Bandaríkjamaður Þórs Þorlákshafnar, Marreon Jackson, kynnti sig fyrir stuðningsmönnum Þórs með pompi og prakt. Marreon byrjaði á að gera fyrstu tíu stig heimamanna og um tíma virtist hann vera sá eini sem gat komið stigum á töfluna. Njarðvíkingar byrjuðu ágætlega en eftir því sem leið á fyrsta leikhluta fór að halla undan fæti. Um leið og heimamenn fengu fleiri en Marreon til að setja stig á töfluna fóru hjólin að snúast. Þór endaði fyrsta leikhluta á að gera 12 stig gegn aðeins tveimur hjá Njarðvík og staðan var 32-20 eftir fyrsta leikhluta Njarðvíkingar voru ósáttir með spilamennskuna í fyrsta leikhluta og byrjuðu annan leikhluta með látum. Gestirnir gerðu fyrstu átta stigin og minnkuðu forskot Þórs niður í fjögur stig á tæplega 110 sekúndum. Staðan í hálfleik var 49-46. Njarðvíkingar byrjuðu síðari hálfleik betur. Kraftur og góð orka einkenndi byrjun gestanna í seinni hálfleik og það var mikið líf á bekknum. Njarðvík gerði tólf stig gegn aðeins fjórum en það var langt frá því að slá Þórsara út af laginu sem spiluðu betur og enduðu þriðja leikhluta á 14-2 áhlaupi og staðan var 72-65 fyrir síðasta fjórðung. Í fjórða leikhluta var aldrei spurning hvar sigurinn myndi enda. Heimamenn héldu sínu striki og unnu að lokum þriggja stiga sigur 93-90. Atvik leiksins Það átti sér stað skemmtilegt atvik þegar Khalil Shabazz, leikmaður Njarðvíkur, missti jafnvægið í upphafi síðari hálfleiks og var að reyna dempa fallið með því að styðja sig við auglýsingaskilti en tók í staðinn niður sex auglýsingaskilti. Stjörnur og skúrkar Það var ekki að sjá að nýjasti leikmaður Þórs Þorlákshafnar Justas Tamulis hafi hitt liðið í fyrsta sinn á mánudaginn. Justas byrjaði á bekknum en kom frábærlega inn í leikinn og gerði 22 stig. Jordan Semple var einnig öflugur í liði Þórs. Semple endaði með tvöfalda tvennu en hann gerði 23 stig og tók 12 fráköst. Mario Matasovic, fyrirliði Njarðvíkur, náði sér ekki á strik. Mario var aðeins með sjö stig og með hann á vellinum tapaði Njarðvík með sautján stigum. Dómararnir Dómarar leiksins voru Jóhannes Páll Friðriksson, Jakob Árni Ísleifsson og Sigurbaldur Frímannsson. Dómarateymið stóð sig nokkuð vel í kvöld og það var ekkert við þá að sakast. Teymið fær 7 í einkunn. Stemning og umgjörð Í kvöld fór af stað 1. umferðin í Bónus-deild karla. Haustboðinn ljúfi þegar körfuboltatímabilið er byrjað og það var vel mætt í Icelandic Glacial-höllina. Mömmu-barinn var opinn fyrir þyrsta og það mátti sjá á fólki mikla ánægju yfir því að tímabilið væri farið af stað. „Það eru ekkert allir á sömu blaðsíðunni“ Lárus Jónsson fer yfir málin með sínum mönnumVísir/Bára Dröfn Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, var ánægður eftir þriggja stiga sigur gegn Njarðvík 93-90. „Það var gott að ná í sigur. Við töluðum um það fyrir leik að allir leikir verða mikilvægir í þessar deild og hver sigur telur mjög mikið þar sem það eru mjög mörg góð lið í þessari deild,“ sagði Lárus í viðtali eftir leik. Að mati Lárusar hefðu fleiri mátt fara betur af stað í hans liði. Marreon Jackson gerði fyrstu tíu stig liðsins en eftir því sem leið á fyrri hálfleik fóru fleiri að hjálpa til. „Við hikstuðum í öðrum leikhluta eftir að Marreon hafði verið að hjápla okkur. Í seinni hálfleik fannst mér fleiri vera að leggja í púkk og við sigldum þessum sigri í höfn.“ Njarðvík byrjaði síðari hálfleik af krafti og gerði tólf stig á meðan Þór gerði aðeins fjögur en síðan fóru hlutirnir að ganga upp hjá heimamönnum. „Við fórum að leita af okkar styrkleikum. Við fórum að fara nær körfunni og skora þar og síðan náðum við að stöðva þá í leiðinni.“ „Þetta var bara fínt. Það eru ekkert allir á sömu blaðsíðunni eins og Justas Tamulis sem er bara búinn að æfa síðan á mánudaginn,“ sagði Lárus Jónsson að lokum. „Þeir voru fljótir í skotrétt og það drap taktinn í okkur“ Rúnar Ingi Erlingsson var svekktur eftir leikVísir/Vilhelm Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var svekktur eftir þriggja stiga tap gegn Þór Þorlákshöfn 93-90. „Þeir bjuggu til fleiri auðveldar körfur. Sérstaklega í fjórða leikhluta þar sem þeir fóru að finna sniðskot eftir sniðskot og það er mjög erfitt að vinna á útivelli ef þú ætlar að gefa auðveldar körfur hvað eftir annað,“ sagði Rúnar í viðtali eftir leik. Þór Þorlákshöfn gerði 32 stig í fyrsta leikhluta og Rúnar var ekki ánægður með varnarleik liðsins í kvöld. „Varnarlega vorum við eftir á allan leikinn. Það vantaði einbeitingu og við vorum að gera kjánaleg mistök og misstum einbeitingu eftir að við kláruðum vörnina.“ „Við gerðum vel í þriðja leikhluta og komum inn í seinni hálfleik af krafti en það kostaði okkur aðeins að þeir voru fljótir í skotrétt og það drap taktinn í okkur,“ sagði Rúnar að lokum og bætti við að Þórsarar voru sterkari á svellinu í fjórða leikhluta.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum