Magdeburg missti heimsmeistaratitilinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. október 2024 19:30 Ómar Ingi og félagar í Magdeburg náðu ekki verja titilinn sem þeir hafa unnið síðustu fjögur ár. EPA-EFE/MOHAMED HOSSAM Ungverska liðið Veszprém er heimsmeistari félagsliða eftir 34-33 sigur gegn þýska liðinu Magdeburg í framlengdum leik. Magdeburg hafði unnið keppnina fjögur ár í röð og var ósigrað í síðustu fimmtán leikjum fyrir þennan. Leikurinn var mjög kaflaskiptur, Veszprém byrjaði vel og tók þriggja marka forystu, Magdeburg fylgdi því svo eftir með frábæru áhlaupi. Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru þar fremstir í flokki með 5 mörk og 5 stoðsendingar samanlagt í fyrri hálfleik. Aftur byrjaði Veszprém hins vegar betur í seinni hálfleik og skoraði fimm mörk í röð, en Magdeburg neitaði að gefast upp, fékk ekki á sig mark í síðustu þremur sóknunum og jafnaði leikinn undir blálokin. Gísli Þorgeir Kristjánsson í leik kvöldsins.EPA-EFE/MOHAMED HOSSAM Þegar í framlenginguna var komið virtist leikurinn því vera að sveiflast meira í átt að Magdeburg sigri, en markvörður Veszprém steig upp á ögurstundu. Varði vel tvær sóknir í röð og hjálpaði sínu liði að vinna HM félagsliða í fyrsta sinn. Bjarki Már Elísson er leikmaður Veszprém en tók ekki þátt í leik kvöldsins. Gísli Þorgeir í liði Magdeburg endaði leikinn með 3 mörk, Ómar Ingi skoraði sjö. Heimaliðið varð óvænt ofar en Barcelona Gestgjafaliðið frá Egyptalandi, Al-Ahly, vann mjög óvæntan 32-29 sigur gegn Barcelona í leik um þriðja sætið. Barcelona er sigursælasta lið í sögu keppninnar, vann Meistaradeildina á síðasta tímabili, þykir eitt besta lið heims og hafði komist átta sinnum á verðlaunapall á mótinu, eða í hvert einasta skipti sem liðið hafði tekið þátt. Al-Ahly er ekki eins hátt skrifað og hafði þangað til aðeins unnið einn leik gegn liði frá Evrópu. Liðin mættust í riðlakeppninni fyrr á mótinu og þar vann Barcelona örugglega, 31-23. Leikur dagsins var hins vegar allt öðruvísi. Frábær byrjun heimamanna lagði grunninn að góðum sigri, Barcelona barðist til baka og minnkaði muninn töluvert í seinni hálfleik en tókst ekki að minnka muninn nóg og Al-Ahly fór með þriggja marka sigur, 32-29. Handbolti Ungverski handboltinn Þýski handboltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti „Gerðum gott úr þessu“ Íslenski boltinn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti Fleiri fréttir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Sjá meira
Leikurinn var mjög kaflaskiptur, Veszprém byrjaði vel og tók þriggja marka forystu, Magdeburg fylgdi því svo eftir með frábæru áhlaupi. Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru þar fremstir í flokki með 5 mörk og 5 stoðsendingar samanlagt í fyrri hálfleik. Aftur byrjaði Veszprém hins vegar betur í seinni hálfleik og skoraði fimm mörk í röð, en Magdeburg neitaði að gefast upp, fékk ekki á sig mark í síðustu þremur sóknunum og jafnaði leikinn undir blálokin. Gísli Þorgeir Kristjánsson í leik kvöldsins.EPA-EFE/MOHAMED HOSSAM Þegar í framlenginguna var komið virtist leikurinn því vera að sveiflast meira í átt að Magdeburg sigri, en markvörður Veszprém steig upp á ögurstundu. Varði vel tvær sóknir í röð og hjálpaði sínu liði að vinna HM félagsliða í fyrsta sinn. Bjarki Már Elísson er leikmaður Veszprém en tók ekki þátt í leik kvöldsins. Gísli Þorgeir í liði Magdeburg endaði leikinn með 3 mörk, Ómar Ingi skoraði sjö. Heimaliðið varð óvænt ofar en Barcelona Gestgjafaliðið frá Egyptalandi, Al-Ahly, vann mjög óvæntan 32-29 sigur gegn Barcelona í leik um þriðja sætið. Barcelona er sigursælasta lið í sögu keppninnar, vann Meistaradeildina á síðasta tímabili, þykir eitt besta lið heims og hafði komist átta sinnum á verðlaunapall á mótinu, eða í hvert einasta skipti sem liðið hafði tekið þátt. Al-Ahly er ekki eins hátt skrifað og hafði þangað til aðeins unnið einn leik gegn liði frá Evrópu. Liðin mættust í riðlakeppninni fyrr á mótinu og þar vann Barcelona örugglega, 31-23. Leikur dagsins var hins vegar allt öðruvísi. Frábær byrjun heimamanna lagði grunninn að góðum sigri, Barcelona barðist til baka og minnkaði muninn töluvert í seinni hálfleik en tókst ekki að minnka muninn nóg og Al-Ahly fór með þriggja marka sigur, 32-29.
Handbolti Ungverski handboltinn Þýski handboltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti „Gerðum gott úr þessu“ Íslenski boltinn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti Fleiri fréttir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða