Trúir ekki skýringum og tippar á rifrildi við Rashford Sindri Sverrisson skrifar 4. október 2024 11:09 Marcus Rashford skoraði í Portúgal í gærkvöld en var svo tekinn af velli eftir fyrri hálfleik. Getty/Eric Verhoeven Það vakti furðu margra að Marcus Rashford skyldi ekki mæta til leiks í seinni hálfleik, með Manchester United gegn Porto í Portúgal í gær, eftir að hafa skorað fyrsta mark leiksins. Erik ten Hag segir ekki um meiðsli að ræða. United komst í 2-0 á fyrstu tuttugu mínútum leiksins, með mörkum frá Rashford og Rasmus Höjlund, en Porto var búið að jafna á 34. mínútu. Leikurinn endaði svo 3-3, með jöfnunarmarki Harry Maguire í blálokin, þrátt fyrir rautt spjald Bruno Fernandes á 81. mínútu. United hefur því gert tvö jafntefli í fyrstu leikjum sínum í Evrópudeildinni. Alejandro Garnacho kom inn á fyrir Rashford í upphafi seinni hálfleiks og Ten Hag sagði það nauðsynlegt með tilliti til leiksins við Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. „Við verðum að rótera. Við byrjuðum ekki með Garnacho inn á en hann hefur átt góða leiktíð. Við eigum annan erfiðan leik á sunnudag svo við þurfum á því að halda að menn séu ferskir. Það er stutt í leikinn við Villa-menn, sem fá að hvíla sig degi lengur, og við vorum að spila útileik,“ sagði Ten Hag á TNT Sports. Don Hutchison, sérfræðingur TNT Sports, tók lítið mark á þessum útskýringum. „Ég kaupi þetta ekki,“ sagði Hutchison. „Marcus Rashford var að spila virkilega vel og var beittur í fyrri hálfleiknum. Ætlið þið þá að segja mér að í stöðunni 2-2 hafi hann verið tekinn af velli því Ten Hag sé með augun á Villa-leiknum? Ef þú ert 2-0 eða 3-0 yfir þá kannski tekurðu menn af velli til að hlífa þeim, á leið í leikinn við Villa. Það er skiljanlegt. En þegar leikurinn er jafn, 2-2, og þeta er stórleikur, þá trúi ég ekki þessari skýringu. Þess vegna velti ég fyrir mér hvort það hafi verið einhver ágreiningur eða rifrildi í klefanum í hálfleik. Það getur gerst. Ég hallast að því. Mér gæti skjátlast en ég hallast að því,“ sagði Hutchison. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
United komst í 2-0 á fyrstu tuttugu mínútum leiksins, með mörkum frá Rashford og Rasmus Höjlund, en Porto var búið að jafna á 34. mínútu. Leikurinn endaði svo 3-3, með jöfnunarmarki Harry Maguire í blálokin, þrátt fyrir rautt spjald Bruno Fernandes á 81. mínútu. United hefur því gert tvö jafntefli í fyrstu leikjum sínum í Evrópudeildinni. Alejandro Garnacho kom inn á fyrir Rashford í upphafi seinni hálfleiks og Ten Hag sagði það nauðsynlegt með tilliti til leiksins við Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. „Við verðum að rótera. Við byrjuðum ekki með Garnacho inn á en hann hefur átt góða leiktíð. Við eigum annan erfiðan leik á sunnudag svo við þurfum á því að halda að menn séu ferskir. Það er stutt í leikinn við Villa-menn, sem fá að hvíla sig degi lengur, og við vorum að spila útileik,“ sagði Ten Hag á TNT Sports. Don Hutchison, sérfræðingur TNT Sports, tók lítið mark á þessum útskýringum. „Ég kaupi þetta ekki,“ sagði Hutchison. „Marcus Rashford var að spila virkilega vel og var beittur í fyrri hálfleiknum. Ætlið þið þá að segja mér að í stöðunni 2-2 hafi hann verið tekinn af velli því Ten Hag sé með augun á Villa-leiknum? Ef þú ert 2-0 eða 3-0 yfir þá kannski tekurðu menn af velli til að hlífa þeim, á leið í leikinn við Villa. Það er skiljanlegt. En þegar leikurinn er jafn, 2-2, og þeta er stórleikur, þá trúi ég ekki þessari skýringu. Þess vegna velti ég fyrir mér hvort það hafi verið einhver ágreiningur eða rifrildi í klefanum í hálfleik. Það getur gerst. Ég hallast að því. Mér gæti skjátlast en ég hallast að því,“ sagði Hutchison.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira