Bankarnir verði að lækka vexti jafnhratt og þeir hækkuðu Árni Sæberg og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 4. október 2024 14:52 Fjármálaráðherra segir bankana ekki mega sitja á vaxtalækkunum. Vísir/Vilhelm Fjármála- og efnahagsráðherra segir mikilvægt að stýrivaxtalækkanir skili sér til neytenda, ekki hægar en stýrivaxtahækkanir. Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir gleðilegt að Seðlabanki Íslands hafi ákveðið að lækka stýrivexti í fyrsta skipti síðan árið 2020 á miðvikudag. „Ég var búinn að lýsa því að ég væri vongóður með að það gerðist. Ástæðan er sú að við höfðum séð mikla kólnun á hagkerfinu. Við í fjármálaeftirlitinu höfum haft áhyggjur af því að það gæti snöggkólnað hraðar. Við erum að leita eftir þessari mjúku lendingu. Þannig að viðbrögðin voru jákvæð. Þó að lækkunin hafi ekki verið mikil þá skiptir hún máli upp á væntingar til framtíðar,“ segir Sigurður Ingi. Rætt var við hann að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Ferlið hafið Sigurður Ingi segist telja að haldi þau teikn, sem hafi verið á lofti síðustu vikur og mánuði, áfram þá sé alveg ljóst að vaxtalækkunarferlið sé hafið. „Við munum sjá áframhaldandi hjöðnun á verðbólgunni og vonandi vöxtunum jafnhratt niður,“ segir Sigurður Ingi. Hækkunin hafi hvatt til lækkunar Loks segir Sigurður Ingi að hann hafi áður sagt að ákvörðun stóru viðskiptabankanna þriggja um að hækka vexti verðtryggðra útlána, án undanfarandi stýrivaxtahækkunar, myndi hafa þau áhrif að enn frekari kólnun yrði og drægi úr þenslu, sem myndi hvetja til vaxtalækkunar. Seðlabankastjóri sagði, á fundi þar sem ákvörðun peningastefnunefndar var rökstudd, að vaxtahækkun bankanna hefði vegið þungt í ákvörðun hans um vaxtalækkun. „Viðskiptaráðherra hefur líka látið greina það í skýrslu að þeir hafi kannski farið aðeins fram úr sér. Það var sjónarmið sem ég heyrði líka Seðlabankann hafa áhyggjur af. Ég hef líka sagt að ef að svo væri, þá þyrftu þeir auðvitað að endurskoða það. En það er mikilvægt að stýrivaxtalækkanir skili sér til neytenda og bankarnir sitji ekki á þeim.“ Þá kannski jafnhratt og þessar hækkanir skiluðu sér? „Ekki síður.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjármálafyrirtæki Efnahagsmál Mest lesið Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Neytendur Indó ríður aftur á vaðið Neytendur Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Neytendur Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Neytendur Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Viðskipti innlent Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Viðskipti innlent Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Bein útsending: Ársfundur Samorku – Framkvæmum fyrir framtíðina Sólrún tekur við af Kristínu Lindu Lára nýr samskiptastjóri Reita Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir gleðilegt að Seðlabanki Íslands hafi ákveðið að lækka stýrivexti í fyrsta skipti síðan árið 2020 á miðvikudag. „Ég var búinn að lýsa því að ég væri vongóður með að það gerðist. Ástæðan er sú að við höfðum séð mikla kólnun á hagkerfinu. Við í fjármálaeftirlitinu höfum haft áhyggjur af því að það gæti snöggkólnað hraðar. Við erum að leita eftir þessari mjúku lendingu. Þannig að viðbrögðin voru jákvæð. Þó að lækkunin hafi ekki verið mikil þá skiptir hún máli upp á væntingar til framtíðar,“ segir Sigurður Ingi. Rætt var við hann að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Ferlið hafið Sigurður Ingi segist telja að haldi þau teikn, sem hafi verið á lofti síðustu vikur og mánuði, áfram þá sé alveg ljóst að vaxtalækkunarferlið sé hafið. „Við munum sjá áframhaldandi hjöðnun á verðbólgunni og vonandi vöxtunum jafnhratt niður,“ segir Sigurður Ingi. Hækkunin hafi hvatt til lækkunar Loks segir Sigurður Ingi að hann hafi áður sagt að ákvörðun stóru viðskiptabankanna þriggja um að hækka vexti verðtryggðra útlána, án undanfarandi stýrivaxtahækkunar, myndi hafa þau áhrif að enn frekari kólnun yrði og drægi úr þenslu, sem myndi hvetja til vaxtalækkunar. Seðlabankastjóri sagði, á fundi þar sem ákvörðun peningastefnunefndar var rökstudd, að vaxtahækkun bankanna hefði vegið þungt í ákvörðun hans um vaxtalækkun. „Viðskiptaráðherra hefur líka látið greina það í skýrslu að þeir hafi kannski farið aðeins fram úr sér. Það var sjónarmið sem ég heyrði líka Seðlabankann hafa áhyggjur af. Ég hef líka sagt að ef að svo væri, þá þyrftu þeir auðvitað að endurskoða það. En það er mikilvægt að stýrivaxtalækkanir skili sér til neytenda og bankarnir sitji ekki á þeim.“ Þá kannski jafnhratt og þessar hækkanir skiluðu sér? „Ekki síður.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fjármálafyrirtæki Efnahagsmál Mest lesið Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Neytendur Indó ríður aftur á vaðið Neytendur Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Neytendur Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Neytendur Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Viðskipti innlent Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Viðskipti innlent Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Bein útsending: Ársfundur Samorku – Framkvæmum fyrir framtíðina Sólrún tekur við af Kristínu Lindu Lára nýr samskiptastjóri Reita Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Sjá meira
Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Viðskipti innlent
Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Viðskipti innlent