Ísak: Við erum ekki komin á þann stað sem við viljum vera Árni Jóhannsson skrifar 4. október 2024 22:26 Ísak Máni Wium er yfirþjálfari yngri flokka hjá ÍR. Vísir/Bára Dröfn ÍR hóf körfuboltatímabilið á því að lúta í gras fyrir Grindavík með 19 stigum. ÍR byrjaði ágætlega og átti sína kafla en höfðu ekki það sem þarf til að komast nær Grindvíkingum. Ísak Wium, þjálfari ÍR, sagði að margir þyrftu að koma með meira að borðinu til að sigrar kæmu í hús. „Eigum við ekki bara að segja að Grindavík sé 19 stigum betri en við akkúrat eins og staðan er í dag“, Var það eitthvað sérstakt sem Ísak gat bent á sem útskýrði muninn á liðunum? „Mér fannst við koma flatir út í leikinn og vorum ekki klárir í þessa líkamlegu baráttu sem var hér í kvöld. Þeir eru mjög líkamlega sterkir og það var gegnum gangandi í leiknum. Ef við náðum ekki stoppum þá virtist vera erfitt fyrir okkur að hlaupa og búa til opin þriggja stiga skot. Það útskýrir kannski hittni liðsins og stigaskorið.“ Sér Ísak eitthvað sérstakt sem hann þarf að segja við sína menn eftir leik eins og þennan? „Nei, bara „We go again“ næsta fimmtudag. Við erum ekki komin á þann stað sem við viljum vera og við getum ekki verið að hengja haus of lengi við þennan leik því næsti leikur er jafn erfiður [Tindastóll er næsti andstæðingur ÍR].“ Jacob Falko, bandarískur bakvörður ÍR, var lengi að finna fjölina sína en þegar hann komst í gang var hann helsta ógn ÍR. Bjóst Ísak við meiru frá honum? „Falko var fínn og aðrir fínir en við þurfum meira frá öllum. Hann er ekki að koma hingað ot skora 40 stig í leik og við þurfum að finna lausnir á sóknarleiknum okkar og varnarlega þannig að Jacob Falko er bara lítil eining í þeirri mynd.“ ÍR Bónus-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - ÍR 100-81 | Grindavík of stór biti fyrir nýliðana ÍR-ingar höfðu ekki erindi sem erfiði í Smárann í kvöld. Þeir komust yfir í byrjun en misstu Grindvíkinga frá sér ansi fljótt og höfðu ekki orku eða gæðin til að ná þeim aftur. Grindavík gerði það sem þurftu að gera í kvöld og sigldu heim 100-81 sigri og byrja með besta móti í deildinni. 4. október 2024 19:32 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Bjóða upp á Frank Booker-árskort Semenya hættir baráttu sinni Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Það var smá stress og drama“ Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Sjá meira
„Eigum við ekki bara að segja að Grindavík sé 19 stigum betri en við akkúrat eins og staðan er í dag“, Var það eitthvað sérstakt sem Ísak gat bent á sem útskýrði muninn á liðunum? „Mér fannst við koma flatir út í leikinn og vorum ekki klárir í þessa líkamlegu baráttu sem var hér í kvöld. Þeir eru mjög líkamlega sterkir og það var gegnum gangandi í leiknum. Ef við náðum ekki stoppum þá virtist vera erfitt fyrir okkur að hlaupa og búa til opin þriggja stiga skot. Það útskýrir kannski hittni liðsins og stigaskorið.“ Sér Ísak eitthvað sérstakt sem hann þarf að segja við sína menn eftir leik eins og þennan? „Nei, bara „We go again“ næsta fimmtudag. Við erum ekki komin á þann stað sem við viljum vera og við getum ekki verið að hengja haus of lengi við þennan leik því næsti leikur er jafn erfiður [Tindastóll er næsti andstæðingur ÍR].“ Jacob Falko, bandarískur bakvörður ÍR, var lengi að finna fjölina sína en þegar hann komst í gang var hann helsta ógn ÍR. Bjóst Ísak við meiru frá honum? „Falko var fínn og aðrir fínir en við þurfum meira frá öllum. Hann er ekki að koma hingað ot skora 40 stig í leik og við þurfum að finna lausnir á sóknarleiknum okkar og varnarlega þannig að Jacob Falko er bara lítil eining í þeirri mynd.“
ÍR Bónus-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - ÍR 100-81 | Grindavík of stór biti fyrir nýliðana ÍR-ingar höfðu ekki erindi sem erfiði í Smárann í kvöld. Þeir komust yfir í byrjun en misstu Grindvíkinga frá sér ansi fljótt og höfðu ekki orku eða gæðin til að ná þeim aftur. Grindavík gerði það sem þurftu að gera í kvöld og sigldu heim 100-81 sigri og byrja með besta móti í deildinni. 4. október 2024 19:32 Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Börnin mikilvægari en NFL Bjóða upp á Frank Booker-árskort Semenya hættir baráttu sinni Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ „Það var smá stress og drama“ Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - ÍR 100-81 | Grindavík of stór biti fyrir nýliðana ÍR-ingar höfðu ekki erindi sem erfiði í Smárann í kvöld. Þeir komust yfir í byrjun en misstu Grindvíkinga frá sér ansi fljótt og höfðu ekki orku eða gæðin til að ná þeim aftur. Grindavík gerði það sem þurftu að gera í kvöld og sigldu heim 100-81 sigri og byrja með besta móti í deildinni. 4. október 2024 19:32