Man Utd hafði samband við Inzaghi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. október 2024 08:00 Simone Inzaghi og Luciano Spalletti á góðri stundu þegar sá síðarnefndi var enn þjálfari Napoli. Francesco Pecoraro/Getty Images Ítalski blaðamaðurinn Tancredi Palmeri fullyrðir að Manchester United hafi haft samband við Simone Inzaghi, þjálfara Ítalíumeistara Inter Milan, um að taka við liðinu. Ítalinn neitaði hins vegar. Það er ljóst að staða Erik ten Hag, núverandi þjálfara Man United, er ekki góð. Liðið gerði 3-3 jafntefli við Porto á útivelli í Evrópudeildinni í liðinni viku eftir að komast 2-0 yfir. Þar áður tapaði liðið 3-0 á heimavelli fyrir Tottenham Hotspur, annað 3-0 tap liðsins á heimavelli á leiktíðinni. Á morgun mæta lærisveinar Ten Hag svo á Villa Park þar sem sprækt lið Aston Villa bíður. Palmeri fullyrðir að forráðamenn Man Utd hafi haft samband við Inzaghi í von um að fá hann inn sem þjálfara í komandi landsliðsglugga. Hinn 48 ára gamli Ítali á hins vegar að afþakkað pent. Inzaghi ólíkt öðrum ítölskum þjálfurum hefur haldist lengi í starfi þar sem hann hefur starfað. Hann stýrði U-19 ára liði Lazio frá 2014 til 2016 áður en hann tók við aðalliði félagsins. Þar var hann til 2021 en tók svo við Inter árið 2022. Undir hans stjórn hefur Inter blómstrað en liðið er ríkjandi Ítalíumeistari. Það hefur byrjað yfirstandandi leiktíð ágætlega en Inter er með 11 stig að loknum sex leikjum. Fimm minnaen topplið Napoli sem hefur leikið einum leik meira. Síðan Inzaghi tók við stjórnartaumunum hefur Inter einnig orðið bikarmeistari tvívegis sem og það komast í úrslit Meistaradeildar Evrópu vorið 2023 þar sem það tapaði naumlega fyrir Manchester City. JUST IN:EXCLUSIVE:Manchester United in past days offered to Simone Inzaghi to take over managerial job with immediate effect during international break but Inzaghi declinedhttps://t.co/cJWRcboZUR— Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) October 4, 2024 Inzaghi er þekktur fyrir að spila 3-5-2, eða 5-3-2, leikkerfi og væri því forvitnilegt að sjá hann hjá Man United þar sem varnarsinnaðir þjálfarar hafa verið harðlega gagnrýndir undanfarin ár. Man Utd situr í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir með sjö stig að loknum sex leikjum. Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Háloftafugl og fjölhæf stór stelpa til Keflavíkur - myndband Körfubolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Það er ljóst að staða Erik ten Hag, núverandi þjálfara Man United, er ekki góð. Liðið gerði 3-3 jafntefli við Porto á útivelli í Evrópudeildinni í liðinni viku eftir að komast 2-0 yfir. Þar áður tapaði liðið 3-0 á heimavelli fyrir Tottenham Hotspur, annað 3-0 tap liðsins á heimavelli á leiktíðinni. Á morgun mæta lærisveinar Ten Hag svo á Villa Park þar sem sprækt lið Aston Villa bíður. Palmeri fullyrðir að forráðamenn Man Utd hafi haft samband við Inzaghi í von um að fá hann inn sem þjálfara í komandi landsliðsglugga. Hinn 48 ára gamli Ítali á hins vegar að afþakkað pent. Inzaghi ólíkt öðrum ítölskum þjálfurum hefur haldist lengi í starfi þar sem hann hefur starfað. Hann stýrði U-19 ára liði Lazio frá 2014 til 2016 áður en hann tók við aðalliði félagsins. Þar var hann til 2021 en tók svo við Inter árið 2022. Undir hans stjórn hefur Inter blómstrað en liðið er ríkjandi Ítalíumeistari. Það hefur byrjað yfirstandandi leiktíð ágætlega en Inter er með 11 stig að loknum sex leikjum. Fimm minnaen topplið Napoli sem hefur leikið einum leik meira. Síðan Inzaghi tók við stjórnartaumunum hefur Inter einnig orðið bikarmeistari tvívegis sem og það komast í úrslit Meistaradeildar Evrópu vorið 2023 þar sem það tapaði naumlega fyrir Manchester City. JUST IN:EXCLUSIVE:Manchester United in past days offered to Simone Inzaghi to take over managerial job with immediate effect during international break but Inzaghi declinedhttps://t.co/cJWRcboZUR— Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) October 4, 2024 Inzaghi er þekktur fyrir að spila 3-5-2, eða 5-3-2, leikkerfi og væri því forvitnilegt að sjá hann hjá Man United þar sem varnarsinnaðir þjálfarar hafa verið harðlega gagnrýndir undanfarin ár. Man Utd situr í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir með sjö stig að loknum sex leikjum.
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Háloftafugl og fjölhæf stór stelpa til Keflavíkur - myndband Körfubolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira