Sækja innblástur til kvennaliðsins: „Frábært að fylgjast með þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. október 2024 11:47 Halldór Árnason samgleðst kvennaliði Breiðabliks og vonast til að leika afrek þeirra eftir. Vísir/Pawel Halldór Árnason, þjálfari karlaliðs Breiðabliks, segir sína menn klára í slaginn fyrir stórleik kvöldsins við Val á Kópavogsvelli í 25. umferð Bestu deildar karla. Kvennalið sömu félaga mættust í gær þar sem Breiðablik stóð uppi sem Íslandsmeistari. „Það var frábært að fylgjast með þessu og ég óska liðinu innilega til hamingju með verðskuldaðan Íslandsmeistaratitil,“ segir Halldór í samtali við íþróttadeild. Unnið hafi verið gott starf kvennamegin í allt sumar. „Ég náði að fylgjast vel með Nik, hans liði og þjálfarateymi í allt sumar og allan vetur. Þau hafa unnið hörðum höndum, lagt mikið á sig og eru að uppskera eftir því. Liðið hefur spilað frábæran sóknarbolta í allt sumar og innilegar hamingju óskir á kvennalið Breiðabliks,“ segir Halldór. Sækir karlaliðið þá ekki innblástur til kvennanna eftir sigur gærdagsins? „Engin spurning. Þegar maður sá stelpurnar fagna í gær, þá er þetta tilfinning sem flestir í liðinu þekkja og vilja fá að upplifa aftur. Þess vegna þurfum við að eiga okkar bestu frammistöður áfram,“ segir Halldór. Mikið undir fyrir bæði lið Karlalið Breiðabliks og Vals eigast við í kvöld. Breiðablik er sem fyrr jafnt Víkingi að stigum á toppi Bestu deildar karla þegar bæði lið eiga þrjá leiki eftir, þar á meðal mætast þau innbyrðis í lokaumferðinni. Valsmenn hafa einnig að miklu að keppa og eru aðeins stigi á undan Stjörnunni sem sækir að þriðja sætinu, Evrópusæti. „Þetta verður vafalítið hörkuleikur. Valsliðið er auðvitað gríðarlega vel mannað og ég geri bara ráð fyrir að sjúkraþjálfarateymi Vals hafi unnið hörðum höndum frá því í síðasta leik og þeir mæti fullskipaðir í kvöld,“ „Við ætlum að verja heimavöllinn og taka hart á móti þeim. Það er ekkert sem kemur til greina að okkar hálfu annað en að vinna leikinn,“ segir Halldór. Stjarnan og Víkingur eigast einmitt við klukkan 17:00 í dag og gætu línur því skýrst eftir leiki dagsins, eða bara alls ekki. Halldór segir leikmenn þá meðvitaða um stöðuna á toppnum, mikilvægi hvers leiks, en fari ekki fram úr sér. „Menn vita nákvæmlega hvernig staðan er og óþarfi að ræða þetta daglega í klefanum daglega eða eitthvað slíkt. Menn eru auðvitað meðvitaðir um mikilvægi hvers leiks og hvers stigs. En við höfum tekið þetta einn dag í einu sem hefur reynst okkur vel hingað til,“ segir Halldór. Leikur Breiðabliks og Vals fer fram klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þar verða leikir í Bestu deild karla í allan dag á dagskrá, frá klukkan 14:00 allt til loka kvöldleiksins en þá verður farið yfir alla leiki dagsins í Ísey-tilþrifunum kl. 21:20. Leikir dagsins í Bestu deild karla Efri hluti: 14:00 ÍA - FH (Stöð 2 Sport 5) 17:00 Víkingur - Stjarnan (Stöð 2 Sport) 19:15 Breiðablik - Valur (Stöð 2 Sport) 21:20 Ísey tilþrifin (Stöð 2 Sport) Neðri hluti: 14:00 KA - KR (Stöð 2 Sport) 17:00 HK - Fylkir (Stöð 2 BD) Besta deild karla Breiðablik Valur Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
„Það var frábært að fylgjast með þessu og ég óska liðinu innilega til hamingju með verðskuldaðan Íslandsmeistaratitil,“ segir Halldór í samtali við íþróttadeild. Unnið hafi verið gott starf kvennamegin í allt sumar. „Ég náði að fylgjast vel með Nik, hans liði og þjálfarateymi í allt sumar og allan vetur. Þau hafa unnið hörðum höndum, lagt mikið á sig og eru að uppskera eftir því. Liðið hefur spilað frábæran sóknarbolta í allt sumar og innilegar hamingju óskir á kvennalið Breiðabliks,“ segir Halldór. Sækir karlaliðið þá ekki innblástur til kvennanna eftir sigur gærdagsins? „Engin spurning. Þegar maður sá stelpurnar fagna í gær, þá er þetta tilfinning sem flestir í liðinu þekkja og vilja fá að upplifa aftur. Þess vegna þurfum við að eiga okkar bestu frammistöður áfram,“ segir Halldór. Mikið undir fyrir bæði lið Karlalið Breiðabliks og Vals eigast við í kvöld. Breiðablik er sem fyrr jafnt Víkingi að stigum á toppi Bestu deildar karla þegar bæði lið eiga þrjá leiki eftir, þar á meðal mætast þau innbyrðis í lokaumferðinni. Valsmenn hafa einnig að miklu að keppa og eru aðeins stigi á undan Stjörnunni sem sækir að þriðja sætinu, Evrópusæti. „Þetta verður vafalítið hörkuleikur. Valsliðið er auðvitað gríðarlega vel mannað og ég geri bara ráð fyrir að sjúkraþjálfarateymi Vals hafi unnið hörðum höndum frá því í síðasta leik og þeir mæti fullskipaðir í kvöld,“ „Við ætlum að verja heimavöllinn og taka hart á móti þeim. Það er ekkert sem kemur til greina að okkar hálfu annað en að vinna leikinn,“ segir Halldór. Stjarnan og Víkingur eigast einmitt við klukkan 17:00 í dag og gætu línur því skýrst eftir leiki dagsins, eða bara alls ekki. Halldór segir leikmenn þá meðvitaða um stöðuna á toppnum, mikilvægi hvers leiks, en fari ekki fram úr sér. „Menn vita nákvæmlega hvernig staðan er og óþarfi að ræða þetta daglega í klefanum daglega eða eitthvað slíkt. Menn eru auðvitað meðvitaðir um mikilvægi hvers leiks og hvers stigs. En við höfum tekið þetta einn dag í einu sem hefur reynst okkur vel hingað til,“ segir Halldór. Leikur Breiðabliks og Vals fer fram klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þar verða leikir í Bestu deild karla í allan dag á dagskrá, frá klukkan 14:00 allt til loka kvöldleiksins en þá verður farið yfir alla leiki dagsins í Ísey-tilþrifunum kl. 21:20. Leikir dagsins í Bestu deild karla Efri hluti: 14:00 ÍA - FH (Stöð 2 Sport 5) 17:00 Víkingur - Stjarnan (Stöð 2 Sport) 19:15 Breiðablik - Valur (Stöð 2 Sport) 21:20 Ísey tilþrifin (Stöð 2 Sport) Neðri hluti: 14:00 KA - KR (Stöð 2 Sport) 17:00 HK - Fylkir (Stöð 2 BD)
Leikir dagsins í Bestu deild karla Efri hluti: 14:00 ÍA - FH (Stöð 2 Sport 5) 17:00 Víkingur - Stjarnan (Stöð 2 Sport) 19:15 Breiðablik - Valur (Stöð 2 Sport) 21:20 Ísey tilþrifin (Stöð 2 Sport) Neðri hluti: 14:00 KA - KR (Stöð 2 Sport) 17:00 HK - Fylkir (Stöð 2 BD)
Besta deild karla Breiðablik Valur Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti