„Menn eru að henda sér fyrir bolta og hlaupa úr sér lungun“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. október 2024 22:01 Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var stoltur af sínum mönnum í kvöld. Vísir/Diego Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var sáttur með leik sinna manna er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Breiðabliki í 25. umferð Bestu-deildar karla í kvöld, þrátt fyrir að Valsmenn hafi í tvígang misst frá sér forystuna. „Ég er mjög sáttur. Að sjálfsögðu hefði ég viljað vinna leikinn, en mér finnst þetta gott stig fyrir okkur og næsta skref í því hvar Valur verður. Okkur vantar fullt af mönnum í dag, en það er mikil samstaða, mikið stolt og mikil vinnusemi í liðinu.“ „Þannig er það búið að vera undanfarnar vikur, jafnvel þó úrslitin hafi ekki alltaf verið að detta með okkur. Grunnurinn sem við erum að byggja núna er grunnurinn sem við ætlum að byggja á og þannig verður Valsliðið.“ Hann segir andann í liðinu ótrúlega góðan og að menn séu tilbúnir að fórna sér fyrir málstaðinn. „Eins og ég sagði eftir síðasta leik þá vil ég aldrei tala um neitt nema leikinn sjálfann. Við komum í dag í leik á móti Breiðablik á Kópavogsvelli, á móti liði sem var búið að vinna níu af síðustu tíu minnir mig án átta leikmanna. Það sýnir hvernig lið við erum og hvaða andi er í hópnum. Menn eru að henda sér fyrir bolta og hlaupa úr sér lungun og skilja allt eftir á vellinum.“ Þá segir Túfa að landsleikjahléið komi á góðum tíma og að hann búist við að fá nokkra leikmenn til baka fyrir síðustu tvo leiki tímabilsins. „Það er jákvætt að fá lendsleikjapásu núna. Þetta eru tvær vikur þar sem ég vona að við munum endurheimta einhverja leikmenn. Þannig er þetta búið að vera svolítið mikið síðan ég kem hérna inn. Það er alltaf eitthvað sem reynir á. Þetta er reynsla fyrir mig líka, og hópinn, að vera í þessari baráttu í gegnum mikið mótlæti.“ „Þetta er mikið skref fram á við og mjög jákvætt fyrir framhaldið. Við ætlum að klára þetta mót með stæl og tryggja okkur þriðja sætið. Það er okkar markmið.“ Að lokum nýtti Túfa tækifærið og hrósaði Frederik Schram, markverði liðsins, sem átti í það minnsta þrjár frábærar vörslur í leik kvöldsins. „Frederik, Ögmundur og Stefán líka. Ég held að við séum með bestu markmenn deildarinnar. Það er alltaf hausverkur hver á að vera í marki. Frederik kemur inn í síðasta leik þegar Ögmundur meiðist í upphitun og það er ekkert auðvelt að hoppa bara allt í einu inn. Hann var líka stórkostlegur þar og í dag sýndi hann bara hvað býr í Frederik Schram,“ sagði Túfa að lokum. Besta deild karla Valur Breiðablik Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Fleiri fréttir Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Sjá meira
„Ég er mjög sáttur. Að sjálfsögðu hefði ég viljað vinna leikinn, en mér finnst þetta gott stig fyrir okkur og næsta skref í því hvar Valur verður. Okkur vantar fullt af mönnum í dag, en það er mikil samstaða, mikið stolt og mikil vinnusemi í liðinu.“ „Þannig er það búið að vera undanfarnar vikur, jafnvel þó úrslitin hafi ekki alltaf verið að detta með okkur. Grunnurinn sem við erum að byggja núna er grunnurinn sem við ætlum að byggja á og þannig verður Valsliðið.“ Hann segir andann í liðinu ótrúlega góðan og að menn séu tilbúnir að fórna sér fyrir málstaðinn. „Eins og ég sagði eftir síðasta leik þá vil ég aldrei tala um neitt nema leikinn sjálfann. Við komum í dag í leik á móti Breiðablik á Kópavogsvelli, á móti liði sem var búið að vinna níu af síðustu tíu minnir mig án átta leikmanna. Það sýnir hvernig lið við erum og hvaða andi er í hópnum. Menn eru að henda sér fyrir bolta og hlaupa úr sér lungun og skilja allt eftir á vellinum.“ Þá segir Túfa að landsleikjahléið komi á góðum tíma og að hann búist við að fá nokkra leikmenn til baka fyrir síðustu tvo leiki tímabilsins. „Það er jákvætt að fá lendsleikjapásu núna. Þetta eru tvær vikur þar sem ég vona að við munum endurheimta einhverja leikmenn. Þannig er þetta búið að vera svolítið mikið síðan ég kem hérna inn. Það er alltaf eitthvað sem reynir á. Þetta er reynsla fyrir mig líka, og hópinn, að vera í þessari baráttu í gegnum mikið mótlæti.“ „Þetta er mikið skref fram á við og mjög jákvætt fyrir framhaldið. Við ætlum að klára þetta mót með stæl og tryggja okkur þriðja sætið. Það er okkar markmið.“ Að lokum nýtti Túfa tækifærið og hrósaði Frederik Schram, markverði liðsins, sem átti í það minnsta þrjár frábærar vörslur í leik kvöldsins. „Frederik, Ögmundur og Stefán líka. Ég held að við séum með bestu markmenn deildarinnar. Það er alltaf hausverkur hver á að vera í marki. Frederik kemur inn í síðasta leik þegar Ögmundur meiðist í upphitun og það er ekkert auðvelt að hoppa bara allt í einu inn. Hann var líka stórkostlegur þar og í dag sýndi hann bara hvað býr í Frederik Schram,“ sagði Túfa að lokum.
Besta deild karla Valur Breiðablik Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Fleiri fréttir Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Sjá meira