„Menn eru að henda sér fyrir bolta og hlaupa úr sér lungun“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. október 2024 22:01 Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var stoltur af sínum mönnum í kvöld. Vísir/Diego Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var sáttur með leik sinna manna er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Breiðabliki í 25. umferð Bestu-deildar karla í kvöld, þrátt fyrir að Valsmenn hafi í tvígang misst frá sér forystuna. „Ég er mjög sáttur. Að sjálfsögðu hefði ég viljað vinna leikinn, en mér finnst þetta gott stig fyrir okkur og næsta skref í því hvar Valur verður. Okkur vantar fullt af mönnum í dag, en það er mikil samstaða, mikið stolt og mikil vinnusemi í liðinu.“ „Þannig er það búið að vera undanfarnar vikur, jafnvel þó úrslitin hafi ekki alltaf verið að detta með okkur. Grunnurinn sem við erum að byggja núna er grunnurinn sem við ætlum að byggja á og þannig verður Valsliðið.“ Hann segir andann í liðinu ótrúlega góðan og að menn séu tilbúnir að fórna sér fyrir málstaðinn. „Eins og ég sagði eftir síðasta leik þá vil ég aldrei tala um neitt nema leikinn sjálfann. Við komum í dag í leik á móti Breiðablik á Kópavogsvelli, á móti liði sem var búið að vinna níu af síðustu tíu minnir mig án átta leikmanna. Það sýnir hvernig lið við erum og hvaða andi er í hópnum. Menn eru að henda sér fyrir bolta og hlaupa úr sér lungun og skilja allt eftir á vellinum.“ Þá segir Túfa að landsleikjahléið komi á góðum tíma og að hann búist við að fá nokkra leikmenn til baka fyrir síðustu tvo leiki tímabilsins. „Það er jákvætt að fá lendsleikjapásu núna. Þetta eru tvær vikur þar sem ég vona að við munum endurheimta einhverja leikmenn. Þannig er þetta búið að vera svolítið mikið síðan ég kem hérna inn. Það er alltaf eitthvað sem reynir á. Þetta er reynsla fyrir mig líka, og hópinn, að vera í þessari baráttu í gegnum mikið mótlæti.“ „Þetta er mikið skref fram á við og mjög jákvætt fyrir framhaldið. Við ætlum að klára þetta mót með stæl og tryggja okkur þriðja sætið. Það er okkar markmið.“ Að lokum nýtti Túfa tækifærið og hrósaði Frederik Schram, markverði liðsins, sem átti í það minnsta þrjár frábærar vörslur í leik kvöldsins. „Frederik, Ögmundur og Stefán líka. Ég held að við séum með bestu markmenn deildarinnar. Það er alltaf hausverkur hver á að vera í marki. Frederik kemur inn í síðasta leik þegar Ögmundur meiðist í upphitun og það er ekkert auðvelt að hoppa bara allt í einu inn. Hann var líka stórkostlegur þar og í dag sýndi hann bara hvað býr í Frederik Schram,“ sagði Túfa að lokum. Besta deild karla Valur Breiðablik Mest lesið Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sjá meira
„Ég er mjög sáttur. Að sjálfsögðu hefði ég viljað vinna leikinn, en mér finnst þetta gott stig fyrir okkur og næsta skref í því hvar Valur verður. Okkur vantar fullt af mönnum í dag, en það er mikil samstaða, mikið stolt og mikil vinnusemi í liðinu.“ „Þannig er það búið að vera undanfarnar vikur, jafnvel þó úrslitin hafi ekki alltaf verið að detta með okkur. Grunnurinn sem við erum að byggja núna er grunnurinn sem við ætlum að byggja á og þannig verður Valsliðið.“ Hann segir andann í liðinu ótrúlega góðan og að menn séu tilbúnir að fórna sér fyrir málstaðinn. „Eins og ég sagði eftir síðasta leik þá vil ég aldrei tala um neitt nema leikinn sjálfann. Við komum í dag í leik á móti Breiðablik á Kópavogsvelli, á móti liði sem var búið að vinna níu af síðustu tíu minnir mig án átta leikmanna. Það sýnir hvernig lið við erum og hvaða andi er í hópnum. Menn eru að henda sér fyrir bolta og hlaupa úr sér lungun og skilja allt eftir á vellinum.“ Þá segir Túfa að landsleikjahléið komi á góðum tíma og að hann búist við að fá nokkra leikmenn til baka fyrir síðustu tvo leiki tímabilsins. „Það er jákvætt að fá lendsleikjapásu núna. Þetta eru tvær vikur þar sem ég vona að við munum endurheimta einhverja leikmenn. Þannig er þetta búið að vera svolítið mikið síðan ég kem hérna inn. Það er alltaf eitthvað sem reynir á. Þetta er reynsla fyrir mig líka, og hópinn, að vera í þessari baráttu í gegnum mikið mótlæti.“ „Þetta er mikið skref fram á við og mjög jákvætt fyrir framhaldið. Við ætlum að klára þetta mót með stæl og tryggja okkur þriðja sætið. Það er okkar markmið.“ Að lokum nýtti Túfa tækifærið og hrósaði Frederik Schram, markverði liðsins, sem átti í það minnsta þrjár frábærar vörslur í leik kvöldsins. „Frederik, Ögmundur og Stefán líka. Ég held að við séum með bestu markmenn deildarinnar. Það er alltaf hausverkur hver á að vera í marki. Frederik kemur inn í síðasta leik þegar Ögmundur meiðist í upphitun og það er ekkert auðvelt að hoppa bara allt í einu inn. Hann var líka stórkostlegur þar og í dag sýndi hann bara hvað býr í Frederik Schram,“ sagði Túfa að lokum.
Besta deild karla Valur Breiðablik Mest lesið Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Í beinni: Manchester United - Arsenal | Stórleikur í Leikhúsi draumanna Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Sjá meira