Onana haldið oftast hreinu Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2024 14:01 André Onana hefur fjórum sinnum haldið hreinu það sem af er leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Simon Stacpoole Á meðan að flestar fréttir af Manchester United snúa að slæmu gengi liðsins og stöðu knattspyrnustjórans Eriks ten Hag þá hefur markvörðurinn André Onana reynst ákveðið ljós í myrkrinu. Þannig var staðan alls ekki fyrir ári síðan, þegar Onana átti í ýmis konar byrjunarörðuleikum sem arftaki Spánverjans David de Gea. Nú hefur þessi 28 ára Kamerúni hins vegar haldið marki United hreinu í fjórum af fyrstu sjö deildarleikjum tímabilsins, eða oftast allra markvarða ensku úrvalsdeildarinnar. Onana er því með forystuna í baráttunni um gullhanskann, sem sá markvörður fær sem oftast heldur hreinu á tímabilinu, en næstir á eftir honum eru Alisson hjá Liverpool og David Raya hjá Arsenal sem haldið hafa hreinu í þremur heilum leikjum hvor. André Onana has kept the most clean sheets in the Premier League this season 🧤 pic.twitter.com/n54P9aAOn6— ESPN UK (@ESPNUK) October 7, 2024 Liverpool hefur samt fengið langfæst mörk á sig, eða aðeins tvö, og Alisson spilað fjóra leiki án þess að fá á sig mark. Hann varð hins vegar að fara meiddur af velli í einum þeirra og Vitezlav Jaros kom inn á í hans stað. Caoimhin Kelleher hélt svo hreinu í eina leiknum sem hann hefur spilað. Raya vann gullhanskann á síðustu leiktíð, þegar hann hélt hreinu í sextán leikjum, eftir að De Gea hafði hlotið gullhanskann á lokaári sínu með United, þegar hann hélt hreinu í sautján leikjum. Ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano segir að þjálfarateymi United sé í skýjunum með þróun Onana, á annarri leiktíð hans eftir komuna frá Inter. 🔴🇨🇲 In negative start of the season, André Onana has been one of the best players for Manchester United as he's completed most clean sheets in Premier League with 4 so far.Man Utd coaching staff, very happy with his development on second season since joining from Inter. pic.twitter.com/NqHVbQ7sa9— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 7, 2024 Næstu leikir Onana með United eru gegn Brentford 19. október og við Fenerbahce í Evrópudeildinni fimm dögum síðar. Nú taka hins vegar við tveir landsleikir með Kamerún, báðir gegn Kenýa. Enski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Þannig var staðan alls ekki fyrir ári síðan, þegar Onana átti í ýmis konar byrjunarörðuleikum sem arftaki Spánverjans David de Gea. Nú hefur þessi 28 ára Kamerúni hins vegar haldið marki United hreinu í fjórum af fyrstu sjö deildarleikjum tímabilsins, eða oftast allra markvarða ensku úrvalsdeildarinnar. Onana er því með forystuna í baráttunni um gullhanskann, sem sá markvörður fær sem oftast heldur hreinu á tímabilinu, en næstir á eftir honum eru Alisson hjá Liverpool og David Raya hjá Arsenal sem haldið hafa hreinu í þremur heilum leikjum hvor. André Onana has kept the most clean sheets in the Premier League this season 🧤 pic.twitter.com/n54P9aAOn6— ESPN UK (@ESPNUK) October 7, 2024 Liverpool hefur samt fengið langfæst mörk á sig, eða aðeins tvö, og Alisson spilað fjóra leiki án þess að fá á sig mark. Hann varð hins vegar að fara meiddur af velli í einum þeirra og Vitezlav Jaros kom inn á í hans stað. Caoimhin Kelleher hélt svo hreinu í eina leiknum sem hann hefur spilað. Raya vann gullhanskann á síðustu leiktíð, þegar hann hélt hreinu í sextán leikjum, eftir að De Gea hafði hlotið gullhanskann á lokaári sínu með United, þegar hann hélt hreinu í sautján leikjum. Ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano segir að þjálfarateymi United sé í skýjunum með þróun Onana, á annarri leiktíð hans eftir komuna frá Inter. 🔴🇨🇲 In negative start of the season, André Onana has been one of the best players for Manchester United as he's completed most clean sheets in Premier League with 4 so far.Man Utd coaching staff, very happy with his development on second season since joining from Inter. pic.twitter.com/NqHVbQ7sa9— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 7, 2024 Næstu leikir Onana með United eru gegn Brentford 19. október og við Fenerbahce í Evrópudeildinni fimm dögum síðar. Nú taka hins vegar við tveir landsleikir með Kamerún, báðir gegn Kenýa.
Enski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira