Fimm ár af rannsóknum, sex einkaleyfi
Tími er ekki það sem hefur mest áhrif á öldrun húðarinnar, heldur lífsstíll og venjur samkvæmt rannsóknum á umframerfðum. Nýjasta útgáfa Double Serum byggir á slíkum rannsóknum sem staðið hafa yfir í 5 ár en þær hafa hjálpað vísindamönnum að skilja hvernig umhverfisþættir hafa áhrif á framkomu öldrunarmerkja húðarinnar og sömuleiðis hjálpað þeim að finna innihaldsefni sem stuðla að viðgerð eða geta snúið við breytingum á húðinni vegna umhverfisþátta á borð við geislun, mengun og matarræði.
Ný og byltingarkennd formúla Double Serum vinnur því ekki einungis gegn hefðbundnum öldrunarmerkjum, heldur einnig gegn ótímabærum öldrunarmerkjum sökum umframerfða og er vernduð með 6 einkaleyfum.

Ný tækni gegn öldrun vegna umhverfisþátta
„Epi-ageing“ er hugtak sem Clarins notar um öldrun vegna umframerfða og býr Double Serum nú yfir „Epi-ageing Defense Technology“ en tæknin byggir á kröftum lífræns risareys, plöntu sem ekki hefur áður verið notuð í húðvöru. Þessi tækni hjálpar til við að hlutleysa áhrif umhverfisþátta á húðina og dregur þannig úr framkomu ótímabærra öldrunarmerkja.
Formúlan hefur aldrei verið öflugri og inniheldur 22 plöntuefni, svo sem túrmerik, gingseng og nærandi avókadó, ásamt 5 hreinum virkum sameindum sem styðja við fimm mikilvægar aðgerðir húðinnar tengdar raka, næringu, súrefnisgjöf, endurnýjun og verndun.
Endurheimtu ljóma þinn á ný með einum dropa
Þú þarft aðeins einn dropa af hinni nýju formúlu Double Serum til að sjá mun á húðinni frá fyrstu notkun, samkvæmt neytendakönnun Clarins. Með reglulegri notkun verður húðin þín þéttari og ljómar á nýjan leik á meðan hrukkur og svitaholur verða minna sýnilegar. Einstök áferð formúlunnar gengur hratt inn í húðina og skilur hana eftir silkimjúka og nærða, þökk sé hinum einstöku náttúrulegu efnum sem handvalin eru af Clarins.
