Ótrúlegir vítadómar í Þýskalandi: Tóku boltann upp tvisvar í sama leiknum Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2024 08:29 Daniel Heber tók boltann upp með höndum og þá varð að dæma víti. Skjáskot/Bundesliga „Þetta er handboltadeildin,“ grínaðist Gummi Ben á Twitter þegar hann deildi myndbandi af hreint ótrúlegum leik í þýsku 2. deildinni í fótbolta. Tvö víti voru dæmd í leiknum vegna þess að menn tóku boltann upp með höndum. Leikurinn var á milli Magdeburg og Greuther Fürth og endaði með 2-2 jafntefli eftir afar óvenjulega vítaspyrnudóma, sem sjá má á myndbandinu hér að neðan. It’s the handball league https://t.co/cjzF3f1TgF— Gummi Ben 🎙️ (@GummiBen) October 7, 2024 Fyrst fékk Magdeburg víti, þegar varnarmaður Fürth, Gideon Jung, tók boltann upp með höndum eftir að markvörðurinn hafði rúllað honum til hans. Jung virtist halda að hann ætti að taka markspyrnu en sú var ekki raunin og því ekki annað í stöðunni en að dæma vítaspyrnu. Nahuel Noll varði reyndar vítið en Mohammed El Hankouri náði að skora í kjölfarið. Martijn Kaars kom svo Magdeburg í 2-0 skömmu síðar og útlitið gott fyrir heimamenn. Þá varð hins vegar aftur stórfurðulegt atvik. Roberto Massimo nálgaðist vítateig Magdeburg þegar Jean Hugonet tæklaði hann. Daniel Heber, varnarmaður Magdeburg, var svo viss um að aukaspyrna hefði verið dæmd að hann tók boltann upp með höndum. Þá varð að dæma aftur víti sem Julian Green skoraði úr. Gestirnir nýttu sér þetta og náðu svo að jafna með marki frá Noel Futkeu. Þýski boltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Leikurinn var á milli Magdeburg og Greuther Fürth og endaði með 2-2 jafntefli eftir afar óvenjulega vítaspyrnudóma, sem sjá má á myndbandinu hér að neðan. It’s the handball league https://t.co/cjzF3f1TgF— Gummi Ben 🎙️ (@GummiBen) October 7, 2024 Fyrst fékk Magdeburg víti, þegar varnarmaður Fürth, Gideon Jung, tók boltann upp með höndum eftir að markvörðurinn hafði rúllað honum til hans. Jung virtist halda að hann ætti að taka markspyrnu en sú var ekki raunin og því ekki annað í stöðunni en að dæma vítaspyrnu. Nahuel Noll varði reyndar vítið en Mohammed El Hankouri náði að skora í kjölfarið. Martijn Kaars kom svo Magdeburg í 2-0 skömmu síðar og útlitið gott fyrir heimamenn. Þá varð hins vegar aftur stórfurðulegt atvik. Roberto Massimo nálgaðist vítateig Magdeburg þegar Jean Hugonet tæklaði hann. Daniel Heber, varnarmaður Magdeburg, var svo viss um að aukaspyrna hefði verið dæmd að hann tók boltann upp með höndum. Þá varð að dæma aftur víti sem Julian Green skoraði úr. Gestirnir nýttu sér þetta og náðu svo að jafna með marki frá Noel Futkeu.
Þýski boltinn Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira