Dunne telur að Heimir gæti misst starfið strax Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2024 12:02 Heimir Hallgrímsson er undir mikilli pressu að mati Richard Dunne, sem á sínum tíma lék 80 A-landsleiki. Samsett/Getty Dagar Heimis Hallgrímssonar sem landsliðsþjálfari Írlands í fótbolta gætu verið taldir síðar í þessum mánuði, aðeins þremur mánuðum eftir að hann var ráðinn, að mati fyrrverandi landsliðsmanns Íra. Gamla Manchester City-varnartröllið Richard Dunne tjáði sig um Heimi og stöðu hans í aðdraganda leikjanna við Finnland og Grikkland í Þjóðadeild UEFA, 10. og 13. október. Heimir hefur aðeins stýrt Írum í tveimur leikjum en þeir töpuðust báðir, 2-0 á heimavelli gegn Englandi og Grikklandi, sem er svo sem í samræmi við gengi Íra síðustu misseri. Heimir hefur bent á að svo virðist sem írska landsliðstreyjan sé of þung byrði fyrir leikmenn, og þeir nái ekki að njóta sín eins og þeir ættu að gera, en spurningin er hvort það breytist í Finnlandi á fimmtudaginn. Tapist sá leikur og leikurinn við Grikki telur Dunne að Heimir verði mögulega látinn fara, og að aðstoðarþjálfarinn John O‘Shea sé væntanlega klár í að taka aftur við sem aðalþjálfari. Segir Heimi finna fyrir pressunni „Ég held að Heimir Hallgrímsson finni nú þegar fyrir pressunni sem fylgir því að þjálfa Írland. Hann er með smá svigrúm vegna þess hve lengi írska knattspyrnusambandið var að finna stjóra, en ef þeir vinna hvorugan leikjanna við Finnland og Grikkland þá tel ég mögulegt að þeir fái nýjan mann inn,“ sagði Dunne við BetVictor, samkvæmt frétt Irish Mirror. „Það kæmi mér verulega á óvart ef að John O‘Shea væri ekki tilbúinn að taka við ef þess væri óskað, miðað við hvernig hann var þegar hann tók við liðinu [innsk.: tímabundið síðasta vetur],“ sagði Dunne sem telur Heimi þurfa að stilla betur saman strengi í írska liðinu. „Hann þarf að setja saman lið sem að stuðningsmenn virða og geta verið stoltir af. Við lítum ekki enn út eins og lið, og það er hlutverk stjórans að sjá til þess að við virðumst ekki vera ósamstilltir. Það vantar upp á skipulagið. Þetta eru tveir stórir leikir fyrir Hallgrímsson,“ sagði Dunne. Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Sjá meira
Gamla Manchester City-varnartröllið Richard Dunne tjáði sig um Heimi og stöðu hans í aðdraganda leikjanna við Finnland og Grikkland í Þjóðadeild UEFA, 10. og 13. október. Heimir hefur aðeins stýrt Írum í tveimur leikjum en þeir töpuðust báðir, 2-0 á heimavelli gegn Englandi og Grikklandi, sem er svo sem í samræmi við gengi Íra síðustu misseri. Heimir hefur bent á að svo virðist sem írska landsliðstreyjan sé of þung byrði fyrir leikmenn, og þeir nái ekki að njóta sín eins og þeir ættu að gera, en spurningin er hvort það breytist í Finnlandi á fimmtudaginn. Tapist sá leikur og leikurinn við Grikki telur Dunne að Heimir verði mögulega látinn fara, og að aðstoðarþjálfarinn John O‘Shea sé væntanlega klár í að taka aftur við sem aðalþjálfari. Segir Heimi finna fyrir pressunni „Ég held að Heimir Hallgrímsson finni nú þegar fyrir pressunni sem fylgir því að þjálfa Írland. Hann er með smá svigrúm vegna þess hve lengi írska knattspyrnusambandið var að finna stjóra, en ef þeir vinna hvorugan leikjanna við Finnland og Grikkland þá tel ég mögulegt að þeir fái nýjan mann inn,“ sagði Dunne við BetVictor, samkvæmt frétt Irish Mirror. „Það kæmi mér verulega á óvart ef að John O‘Shea væri ekki tilbúinn að taka við ef þess væri óskað, miðað við hvernig hann var þegar hann tók við liðinu [innsk.: tímabundið síðasta vetur],“ sagði Dunne sem telur Heimi þurfa að stilla betur saman strengi í írska liðinu. „Hann þarf að setja saman lið sem að stuðningsmenn virða og geta verið stoltir af. Við lítum ekki enn út eins og lið, og það er hlutverk stjórans að sjá til þess að við virðumst ekki vera ósamstilltir. Það vantar upp á skipulagið. Þetta eru tveir stórir leikir fyrir Hallgrímsson,“ sagði Dunne.
Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Sjá meira