Þar sem hanar og hænur gala Yngvi Sighvatsson skrifar 8. október 2024 14:02 Það sló marga hversu mikil slagsíðan var í Silfrinu í gærkvöldi. Þar voru þrír sjóaðir fjölmiðla- og stjórnmálamenn mættir: einn kominn vel yfir hæðina, ungur ráðherra Sjálfstæðisflokks og borgarstjóri Framsóknar, sem ávallt fær sérmeðferð á sínum gamla vinnustað. Þeim til aðstoðar var þáttastjórnandi Sigríður Hagalín. Til andsvars mætti ung og efnileg kona úr röðum Pírata, sem ég hef aldrei heyrt um áður; hún fékk, að mig minnir, að taka til máls einu sinni. Það var um margt óhugnanlegt að horfa á þennan þátt, en ætli tvennt standi ekki upp úr. Í fyrsta lagi hvernig þetta fólk gefur sér að við Íslendingar séum bara vitleysingar sem kunnum ekki að meta það sem þau gera fyrir okkur. Í öðru lagi, vitleysið í þeim sjálfum að halda að við Íslendingar séum svo vitlausir að við sjáum ekki í gegnum þau. Í atriði tvö liggur nefnilega mergur málsins og ástæða fylgisins. Þegar gamli haninn byrjaði að kvarta yfir vanþakklæti okkar, að við höfum það miklu betur en við höldum, þá vitum við samt að búið er að hola heilbrigðiskerfið okkar niður. Að markaðsvæðing húsnæðiskerfisins á þeirra vakt hefur valdið því að ríkið þarf að greiða niður aðgang fólks að húsnæði hérlendis, sem hefur hækkað margfalt miðað við launaþróun undir þeirra forystu. Við vitum líka að börnin okkar koma illa lesin úr skólakerfinu, að þeim líður verr, og að misskipting meðal barna hefur aukist gríðarlega undir þeirra stjórn. Svo tók til máls ungi efnilegi haninn, þessi sem hóf vegferð sína í pólitík á því að viðhalda borgarstjórnarmeirihluta sem ber mikla ábyrgð á ástandi húsnæðismála, í skiptum fyrir góðan stól og laun sem toppa laun borgarstjóra stærstu borga heims. Hann vildi halda því fram að ástæða lélegs fylgis væri rifrildi milli hinna tveggja flokkanna sem með flokki hans eru í stjórn. Það virðist ekki skipta máli hvaða verk hafa (ekki) verið framkvæmd og ástandið í þjóðfélaginu; vandamálið var rifrildi og óeining út á við. Ekki skortur á húsnæði og gríðarhátt verð á því,skortur á leikskólaplássi, vextirnir, leiguverðið og allt hitt—heldur ósamstaða út á við. Kannski er það skiljanlegt að sá maður sé í Framsókn, þar sem grasið er alltaf grænt og fallegar glærusýningar leysa vandamálin. Þá var komið að sjónarmiði ungs ráðherra úr Sjálfstæðisflokknum, sem vildi auðvitað kenna útlendingum um. Þetta veldur venjulegu fólki, og þá sérstaklega kjósendum flokks hennar, miklum áhyggjum, því þeir vita að flokkur þeirra hefur farið með stjórn útlendingamála lengi. Það var flokkur þeirra sem tók ákvörðun um að veita flóttamönnum frá tveimur ríkjum sérstakan aðgang. Því finnst fólki pínlegt að horfa upp á fulltrúa fyrrum stærsta stjórnmálaafls landsins snúa svona út úr sannleikanum á þann hátt að börn á grunnskólaaldri sjá í gegnum það. Slíkt skilningsleysi lofar ekki góðu og það að sjá ekki vandamálin fyrir útlendingunum er risastórt vandamál í sjálfu sér. Nú viðurkenni ég fúslega að ég man ekkert hvað ungi Píratinn sagði, en hún kom vel fyrir og allt það, en hafði lítið um hrútskýringar og gaslýsingar hinna fjögurra að segja. Enda var henni varla boðið í þáttinn til að skemma stemninguna sem búið var að sérhanna á ríkisfjölmiðli fyrir ríkistjórnarflokkana. Það sem stendur eftir er skömm, skömm á því hvernig þetta fólk vogar sér að tala við okkur og að við sem þjóð látum það yfir okkur ganga. Sem er þó kannski ekki staðan lengur? Erum við ekki að opna augun fyrir svona augljósri vitleysu? Allavega þá stendur fylgi þessara flokka í 20% samanlagt; það er sem sagt ekki í erfðaefni okkar að kaupa bull lengur—vonum það! Höfundur er tölvuleikjahönnuður og í stjórn Samtaka leigjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leigumarkaður Húsnæðismál Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Það sló marga hversu mikil slagsíðan var í Silfrinu í gærkvöldi. Þar voru þrír sjóaðir fjölmiðla- og stjórnmálamenn mættir: einn kominn vel yfir hæðina, ungur ráðherra Sjálfstæðisflokks og borgarstjóri Framsóknar, sem ávallt fær sérmeðferð á sínum gamla vinnustað. Þeim til aðstoðar var þáttastjórnandi Sigríður Hagalín. Til andsvars mætti ung og efnileg kona úr röðum Pírata, sem ég hef aldrei heyrt um áður; hún fékk, að mig minnir, að taka til máls einu sinni. Það var um margt óhugnanlegt að horfa á þennan þátt, en ætli tvennt standi ekki upp úr. Í fyrsta lagi hvernig þetta fólk gefur sér að við Íslendingar séum bara vitleysingar sem kunnum ekki að meta það sem þau gera fyrir okkur. Í öðru lagi, vitleysið í þeim sjálfum að halda að við Íslendingar séum svo vitlausir að við sjáum ekki í gegnum þau. Í atriði tvö liggur nefnilega mergur málsins og ástæða fylgisins. Þegar gamli haninn byrjaði að kvarta yfir vanþakklæti okkar, að við höfum það miklu betur en við höldum, þá vitum við samt að búið er að hola heilbrigðiskerfið okkar niður. Að markaðsvæðing húsnæðiskerfisins á þeirra vakt hefur valdið því að ríkið þarf að greiða niður aðgang fólks að húsnæði hérlendis, sem hefur hækkað margfalt miðað við launaþróun undir þeirra forystu. Við vitum líka að börnin okkar koma illa lesin úr skólakerfinu, að þeim líður verr, og að misskipting meðal barna hefur aukist gríðarlega undir þeirra stjórn. Svo tók til máls ungi efnilegi haninn, þessi sem hóf vegferð sína í pólitík á því að viðhalda borgarstjórnarmeirihluta sem ber mikla ábyrgð á ástandi húsnæðismála, í skiptum fyrir góðan stól og laun sem toppa laun borgarstjóra stærstu borga heims. Hann vildi halda því fram að ástæða lélegs fylgis væri rifrildi milli hinna tveggja flokkanna sem með flokki hans eru í stjórn. Það virðist ekki skipta máli hvaða verk hafa (ekki) verið framkvæmd og ástandið í þjóðfélaginu; vandamálið var rifrildi og óeining út á við. Ekki skortur á húsnæði og gríðarhátt verð á því,skortur á leikskólaplássi, vextirnir, leiguverðið og allt hitt—heldur ósamstaða út á við. Kannski er það skiljanlegt að sá maður sé í Framsókn, þar sem grasið er alltaf grænt og fallegar glærusýningar leysa vandamálin. Þá var komið að sjónarmiði ungs ráðherra úr Sjálfstæðisflokknum, sem vildi auðvitað kenna útlendingum um. Þetta veldur venjulegu fólki, og þá sérstaklega kjósendum flokks hennar, miklum áhyggjum, því þeir vita að flokkur þeirra hefur farið með stjórn útlendingamála lengi. Það var flokkur þeirra sem tók ákvörðun um að veita flóttamönnum frá tveimur ríkjum sérstakan aðgang. Því finnst fólki pínlegt að horfa upp á fulltrúa fyrrum stærsta stjórnmálaafls landsins snúa svona út úr sannleikanum á þann hátt að börn á grunnskólaaldri sjá í gegnum það. Slíkt skilningsleysi lofar ekki góðu og það að sjá ekki vandamálin fyrir útlendingunum er risastórt vandamál í sjálfu sér. Nú viðurkenni ég fúslega að ég man ekkert hvað ungi Píratinn sagði, en hún kom vel fyrir og allt það, en hafði lítið um hrútskýringar og gaslýsingar hinna fjögurra að segja. Enda var henni varla boðið í þáttinn til að skemma stemninguna sem búið var að sérhanna á ríkisfjölmiðli fyrir ríkistjórnarflokkana. Það sem stendur eftir er skömm, skömm á því hvernig þetta fólk vogar sér að tala við okkur og að við sem þjóð látum það yfir okkur ganga. Sem er þó kannski ekki staðan lengur? Erum við ekki að opna augun fyrir svona augljósri vitleysu? Allavega þá stendur fylgi þessara flokka í 20% samanlagt; það er sem sagt ekki í erfðaefni okkar að kaupa bull lengur—vonum það! Höfundur er tölvuleikjahönnuður og í stjórn Samtaka leigjenda.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun