Bílastæðin malbikuð og nýr útsýnispallur fyrir fatlað fólk Lovísa Arnardóttir skrifar 8. október 2024 14:53 Þetta bílastæði er við ströndina. Rauðu svæðin eru göngusvæði. Mynd/Íris Guðnadóttir Íris Guðnadóttir, einn landeigenda við Reynisfjöru, segir nýju bílastæðin bæta umferðaröryggi við þennan vinsæla ferðamannastað til muna. Búið er að malbika bílastæðin og merkja gönguleiðir á bílastæðin sjálf. Þá er einnig búið að gera göngustíg á milli bílastæða en um 300 metrar eru á milli. „Nú er bara eftir lokafrágangur sem hefur ekki áhrif á umferð. Verkið gekk allt vel og við landeigendur þökkum tillitssemi og samstarfsvilja gesta og ferðaþjónustuaðila. Einnig þökkum við okkar frábæru verktökum: Framrás, Malbiksstöðinni, EFLU og Vegmálun GÍH,“ segir Íris í færslu á Facebook-síðu sinni. Mikill fjöldi heimsækir Reynisfjöru daglega. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu er meðalfjöldi ólíkur eftir mánuðum en í júlí voru þær til dæmis um 2.200 og 1.300 í maí. Í fyrra voru í heildina 538.608 heimsóknir í fjöruna og það sem af er ári, fram til september, hafa heimsóknirnar verið 376.650. Loka þurfti bílastæðinu í tvo daga á meðan það var malbikað.Mynd/Íris Guðnadóttir „Þetta er mikil öryggisbót. Það eru núna merktar gönguleiðir og fólk þarf núna bara að krossa akbraut einu sinni,“ segir Íris í samtali við fréttastofu. Landeigendur tóku sig saman í vor og ákváðu í sameiningu að fara í þessar framkvæmdir. Vinna hófst í september og lauk að mestu síðasta mánudag. Aðeins þurfti að loka bílastæðinu í tvo daga á meðan malbikun fór fram þar. „Efla hjálpaði að hanna planið og við horfðum mikið til þess að bæta aðgengi gangandi vegfarenda og aðkomu fatlaðra. Það eru bílastæði fyrir hreyfihamlaða og bætt aðkoma fyrir fólk í hjólastól,“ segir Íris og að byggður hafi verið útsýnispallur við fjörukambinn. Þetta bílastæði er í um 300 metra fjarlægð frá hinu sem er við ströndina.Mynd/Íris Guðnadóttir „Þar er nóg pláss og hægt að fara á hjólastól. Það er svo í rauninni staðurinn þar sem fólk á að stoppa þegar það er rautt ljós. Það er magnaður staður til að horfa á því þá sérðu ölduna fara í stuðlabergið. Það er góður staður fyrir myndatöku.“ Íris segir nær alla heimsækja Reynisfjöru í björtu og því sé ekki lýsing á bílastæðunum. „Það er glit í málningunni á götunum þannig þú getur keyrt í burtu.“ Á myndinni má sjá bæði bílastæðin og göngustíginn sem liggur á milli.Mynd/Íris Guðnadóttir Ferðamennska á Íslandi Reynisfjara Mýrdalshreppur Bílastæði Tengdar fréttir Malbika bílastæðin í Reynisfjöru Bílaplön við Reynisfjöru verða lokuð fimmtudag og föstudag í næstu viku á meðan planið verður malbikað. Ferðamenn geta lagt ókeypis í tveggja kílómetra fjarlægð frá fjörunni meðan á framkvæmdum stendur. 27. september 2024 13:33 Tvö þúsund ferðamenn án sambands: „Við erum mjög stressaðir yfir þessu“ Rafmagnsleysi í Mýrdal olli því að símasambandslaust var á stóru svæði í Mýrdal, þar á meðal í Reynisfjöru og Reynishverfi, fram eftir degi. Landeigandi á svæðinu segir óboðlegt að símasamband detti út á svæðinu svo lengi, sér í lagi í ljósi þess fjölda ferðamanna sem sækir Reynisfjöru. 2. september 2024 15:36 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
„Nú er bara eftir lokafrágangur sem hefur ekki áhrif á umferð. Verkið gekk allt vel og við landeigendur þökkum tillitssemi og samstarfsvilja gesta og ferðaþjónustuaðila. Einnig þökkum við okkar frábæru verktökum: Framrás, Malbiksstöðinni, EFLU og Vegmálun GÍH,“ segir Íris í færslu á Facebook-síðu sinni. Mikill fjöldi heimsækir Reynisfjöru daglega. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu er meðalfjöldi ólíkur eftir mánuðum en í júlí voru þær til dæmis um 2.200 og 1.300 í maí. Í fyrra voru í heildina 538.608 heimsóknir í fjöruna og það sem af er ári, fram til september, hafa heimsóknirnar verið 376.650. Loka þurfti bílastæðinu í tvo daga á meðan það var malbikað.Mynd/Íris Guðnadóttir „Þetta er mikil öryggisbót. Það eru núna merktar gönguleiðir og fólk þarf núna bara að krossa akbraut einu sinni,“ segir Íris í samtali við fréttastofu. Landeigendur tóku sig saman í vor og ákváðu í sameiningu að fara í þessar framkvæmdir. Vinna hófst í september og lauk að mestu síðasta mánudag. Aðeins þurfti að loka bílastæðinu í tvo daga á meðan malbikun fór fram þar. „Efla hjálpaði að hanna planið og við horfðum mikið til þess að bæta aðgengi gangandi vegfarenda og aðkomu fatlaðra. Það eru bílastæði fyrir hreyfihamlaða og bætt aðkoma fyrir fólk í hjólastól,“ segir Íris og að byggður hafi verið útsýnispallur við fjörukambinn. Þetta bílastæði er í um 300 metra fjarlægð frá hinu sem er við ströndina.Mynd/Íris Guðnadóttir „Þar er nóg pláss og hægt að fara á hjólastól. Það er svo í rauninni staðurinn þar sem fólk á að stoppa þegar það er rautt ljós. Það er magnaður staður til að horfa á því þá sérðu ölduna fara í stuðlabergið. Það er góður staður fyrir myndatöku.“ Íris segir nær alla heimsækja Reynisfjöru í björtu og því sé ekki lýsing á bílastæðunum. „Það er glit í málningunni á götunum þannig þú getur keyrt í burtu.“ Á myndinni má sjá bæði bílastæðin og göngustíginn sem liggur á milli.Mynd/Íris Guðnadóttir
Ferðamennska á Íslandi Reynisfjara Mýrdalshreppur Bílastæði Tengdar fréttir Malbika bílastæðin í Reynisfjöru Bílaplön við Reynisfjöru verða lokuð fimmtudag og föstudag í næstu viku á meðan planið verður malbikað. Ferðamenn geta lagt ókeypis í tveggja kílómetra fjarlægð frá fjörunni meðan á framkvæmdum stendur. 27. september 2024 13:33 Tvö þúsund ferðamenn án sambands: „Við erum mjög stressaðir yfir þessu“ Rafmagnsleysi í Mýrdal olli því að símasambandslaust var á stóru svæði í Mýrdal, þar á meðal í Reynisfjöru og Reynishverfi, fram eftir degi. Landeigandi á svæðinu segir óboðlegt að símasamband detti út á svæðinu svo lengi, sér í lagi í ljósi þess fjölda ferðamanna sem sækir Reynisfjöru. 2. september 2024 15:36 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Malbika bílastæðin í Reynisfjöru Bílaplön við Reynisfjöru verða lokuð fimmtudag og föstudag í næstu viku á meðan planið verður malbikað. Ferðamenn geta lagt ókeypis í tveggja kílómetra fjarlægð frá fjörunni meðan á framkvæmdum stendur. 27. september 2024 13:33
Tvö þúsund ferðamenn án sambands: „Við erum mjög stressaðir yfir þessu“ Rafmagnsleysi í Mýrdal olli því að símasambandslaust var á stóru svæði í Mýrdal, þar á meðal í Reynisfjöru og Reynishverfi, fram eftir degi. Landeigandi á svæðinu segir óboðlegt að símasamband detti út á svæðinu svo lengi, sér í lagi í ljósi þess fjölda ferðamanna sem sækir Reynisfjöru. 2. september 2024 15:36