„Ótrúlegt að hann hafi ekki fæðst í Keflavík“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. október 2024 12:32 Halldór Garðar Hermannsson skoraði tuttugu stig gegn Álftanesi. vísir/anton Halldór Garðar Hermannsson fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína í leik Álftaness og Keflavíkur í 1. umferð Bónus deildar karla. Sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds vilja meina að hann passi fullkomlega inn í liðið og samfélagið í Keflavík. Halldór Garðar skoraði tuttugu stig fyrir Keflvíkinga sem unnu Álftnesinga eftir framlengingu á fimmtudaginn, 101-108. Hann var sérstaklega öflugur í framlengingunni þar sem gestirnir sigu fram úr. „Hann kláraði þennan leik. Mér fannst hann vera frábær allan leikinn. Ég myndi fyrst og fremst líta á hann sem varnarmann en skorar alltaf 10-12 stig. En ef hann er búinn að bæta í sitt vopnabúr að hann komi óhræddur upp til að skjóta þriggja stiga skotum erum við að topp 10-15 íslenskan leikmann í deildinni,“ sagði Ómar Örn Sævarsson í Bónus Körfuboltakvöldi. Jón Halldór Eðvaldsson hefur lengi haft miklar mætur á Halldóri Garðari. „Ég var í stjórn Keflavíkur fyrir mörgum, mörgum árum og reyndi ítrekað að fá hann. Það er ekki út af körfuboltahæfileikum; bara karakternum. Þú getur ekki keypt þetta. Þetta er stórkostlegt eintak af manni. Hann gerir alla jákvæðari og glaðari í kringum sig. Svo er hann búinn að bæta sinn leik gríðarlega og er að mínu mati orðinn einn af bestu leikmönnum deildarinnar,“ sagði Jón Halldór. „Það er ótrúlegt að hann hafi ekki fæðst í Keflavík,“ sagði Ómar en Jón Halldór benti þá á að Halldór Garðar væri með keflvíska konu, körfuboltakonuna Kötlu Rún Garðarsdóttur. Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Ótrúleg vika í lífi Teits Örlygs: „Skiljanleg viðbrögð“ Í þætti Bónus Körfuboltakvölds eftir fyrstu umferð Bónus deildar karla í körfubolta var vika körfuboltagoðsagnarinnar Teits Örlygssonar rakin. Hún var merkileg fyrir margra hluta sakir. 8. október 2024 12:31 Körfuboltakvöld: Tilþrif 1. umferðar Fyrsta umferð Bónus-deildar karla í körfubolta fór af stað með látum um helgina. Þar sýndu leikmenn listir sínar og að sjálfsögðu fór Körfuboltakvöld yfir bestu tilþrif umferðarinnar. 6. október 2024 23:33 „Hann gerir einhvern veginn alla í kringum sig betri“ „Þetta er rosalega breytt lið en Ægir Þór Steinarsson er þarna enn og Ægir var besti maður vallarins,“ sagði þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson þegar Körfuboltakvöld fór yfir sigur liðsins á Val í 1. umferð Bónus deildar karla. 5. október 2024 23:33 Telur að Thomas sé betri en Basile Sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds hrifust af Devon Thomas í fyrsta leik hans fyrir Grindavík. Jón Halldór Eðvaldsson telur Grindvíkinga betur setta með hann en Dedrick Deon Basile sem lék með þeim í fyrra. 5. október 2024 12:16 „Ennisbandið var slegið af honum“ Kjartan Atli Kjartansson þjálfari Álftaness var töluvert í sviðsljósinu undir lok leiksins gegn Keflavík. Bekkur Álftnesinga fékk tvær tæknivillur dæmdar á sig í framlengingunni fyrir mótmæli en Álftnesingar þurftu að lúta í gras eftir spennuleik gegn Keflavík. 3. október 2024 21:59 Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira
Halldór Garðar skoraði tuttugu stig fyrir Keflvíkinga sem unnu Álftnesinga eftir framlengingu á fimmtudaginn, 101-108. Hann var sérstaklega öflugur í framlengingunni þar sem gestirnir sigu fram úr. „Hann kláraði þennan leik. Mér fannst hann vera frábær allan leikinn. Ég myndi fyrst og fremst líta á hann sem varnarmann en skorar alltaf 10-12 stig. En ef hann er búinn að bæta í sitt vopnabúr að hann komi óhræddur upp til að skjóta þriggja stiga skotum erum við að topp 10-15 íslenskan leikmann í deildinni,“ sagði Ómar Örn Sævarsson í Bónus Körfuboltakvöldi. Jón Halldór Eðvaldsson hefur lengi haft miklar mætur á Halldóri Garðari. „Ég var í stjórn Keflavíkur fyrir mörgum, mörgum árum og reyndi ítrekað að fá hann. Það er ekki út af körfuboltahæfileikum; bara karakternum. Þú getur ekki keypt þetta. Þetta er stórkostlegt eintak af manni. Hann gerir alla jákvæðari og glaðari í kringum sig. Svo er hann búinn að bæta sinn leik gríðarlega og er að mínu mati orðinn einn af bestu leikmönnum deildarinnar,“ sagði Jón Halldór. „Það er ótrúlegt að hann hafi ekki fæðst í Keflavík,“ sagði Ómar en Jón Halldór benti þá á að Halldór Garðar væri með keflvíska konu, körfuboltakonuna Kötlu Rún Garðarsdóttur. Innslagið úr Bónus Körfuboltakvöldi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Ótrúleg vika í lífi Teits Örlygs: „Skiljanleg viðbrögð“ Í þætti Bónus Körfuboltakvölds eftir fyrstu umferð Bónus deildar karla í körfubolta var vika körfuboltagoðsagnarinnar Teits Örlygssonar rakin. Hún var merkileg fyrir margra hluta sakir. 8. október 2024 12:31 Körfuboltakvöld: Tilþrif 1. umferðar Fyrsta umferð Bónus-deildar karla í körfubolta fór af stað með látum um helgina. Þar sýndu leikmenn listir sínar og að sjálfsögðu fór Körfuboltakvöld yfir bestu tilþrif umferðarinnar. 6. október 2024 23:33 „Hann gerir einhvern veginn alla í kringum sig betri“ „Þetta er rosalega breytt lið en Ægir Þór Steinarsson er þarna enn og Ægir var besti maður vallarins,“ sagði þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson þegar Körfuboltakvöld fór yfir sigur liðsins á Val í 1. umferð Bónus deildar karla. 5. október 2024 23:33 Telur að Thomas sé betri en Basile Sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds hrifust af Devon Thomas í fyrsta leik hans fyrir Grindavík. Jón Halldór Eðvaldsson telur Grindvíkinga betur setta með hann en Dedrick Deon Basile sem lék með þeim í fyrra. 5. október 2024 12:16 „Ennisbandið var slegið af honum“ Kjartan Atli Kjartansson þjálfari Álftaness var töluvert í sviðsljósinu undir lok leiksins gegn Keflavík. Bekkur Álftnesinga fékk tvær tæknivillur dæmdar á sig í framlengingunni fyrir mótmæli en Álftnesingar þurftu að lúta í gras eftir spennuleik gegn Keflavík. 3. október 2024 21:59 Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira
Ótrúleg vika í lífi Teits Örlygs: „Skiljanleg viðbrögð“ Í þætti Bónus Körfuboltakvölds eftir fyrstu umferð Bónus deildar karla í körfubolta var vika körfuboltagoðsagnarinnar Teits Örlygssonar rakin. Hún var merkileg fyrir margra hluta sakir. 8. október 2024 12:31
Körfuboltakvöld: Tilþrif 1. umferðar Fyrsta umferð Bónus-deildar karla í körfubolta fór af stað með látum um helgina. Þar sýndu leikmenn listir sínar og að sjálfsögðu fór Körfuboltakvöld yfir bestu tilþrif umferðarinnar. 6. október 2024 23:33
„Hann gerir einhvern veginn alla í kringum sig betri“ „Þetta er rosalega breytt lið en Ægir Þór Steinarsson er þarna enn og Ægir var besti maður vallarins,“ sagði þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson þegar Körfuboltakvöld fór yfir sigur liðsins á Val í 1. umferð Bónus deildar karla. 5. október 2024 23:33
Telur að Thomas sé betri en Basile Sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds hrifust af Devon Thomas í fyrsta leik hans fyrir Grindavík. Jón Halldór Eðvaldsson telur Grindvíkinga betur setta með hann en Dedrick Deon Basile sem lék með þeim í fyrra. 5. október 2024 12:16
„Ennisbandið var slegið af honum“ Kjartan Atli Kjartansson þjálfari Álftaness var töluvert í sviðsljósinu undir lok leiksins gegn Keflavík. Bekkur Álftnesinga fékk tvær tæknivillur dæmdar á sig í framlengingunni fyrir mótmæli en Álftnesingar þurftu að lúta í gras eftir spennuleik gegn Keflavík. 3. október 2024 21:59