Vonast til að fleiri fái niðurgreiðslu á sprautunni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. október 2024 22:04 Sara Hlín Hilmarsdóttir greiðir þrjátíu þúsund krónur á mánuði fyrir eina sprautu. vísir/vilhelm Kona sem sprautar sig með þyngdarstjórnunarlyfinu Wegovy vill að lyfið verði niðurgreitt í meira mæli. Hún fær enga niðurgreiðslu og sér fram á að borga rúmlega 300 þúsund á ári fyrir lyfið. Í Kompás sem sýndur var á mánudag var fjallað um sprengingu í ásókn þyngdarstjórnunarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy. Rætt var við lækna um þeirra skoðun á lyfjunum og konu sem hefur sprautað sig með þeim í von um að léttast. Í þættinum kom fram að ein eins milligramma sprauta af Wegovy kosti viðmælandann 28 þúsund krónur. „Og vitandi það að þetta er lyf sem ég mun að öllum líkindum mun þurfa að vera á það sem eftir er,“ segir Sara Hlín Hilmarsdóttir sem hefur notað Wegovy. Lyfin eru aldrei hugsuð sem skammtímanotkun og segir læknir um ævilanga meðferð að ræða. Sara mun því þurfa að greiða 336.000 á ári fyrir lyfið. Verði hún á því næstu tíu árin nemur kostnaðurinn 3,3 milljónum og eftir fjörutíu ára notkun verður hún búin að eyða 13 milljónum í efnin. Afmarkaður hópur fólks fær lyfið niðurgreitt og eru skilyrðin ströng. Beiðni um niðurgreiðslu verður að koma frá lækni og einungis þeir sem eru með yfir 45 í BMI þyngdarstuðli og með lífsógnandi sjúkdóma tengda þyngdinni fá lyfin niðurgreidd. Og þeir sem eru með 35 í BMI þyngdarstuðli og með mjög alvarlegan lífsógnandi sjúkdóm. Vonast til að fleiri fái niðurgreiðslu Sara uppfyllir hvorugt skilyrðið en vonast til þess að stjórnvöld ákveði að niðurgreiða lyfið í frekari mæli. „Ég trúi því ekki að ég þurfi að borga 30 þúsund á mánuði þar sem eftir er, miða við þróunina þá hef ég fulla trú á að við munum fá þetta niðurgreitt en eins og staðan er í dag fæ ég þetta ekki niðurgreitt.“ Á stundum ekki fyrir næstu sprautu Það hafi gerst að hún geti ekki keypt mánaðarskammtinn vegna kostnaðar. „Já það hefur gerst. Það var um miðjan mánuð og ég missti þá úr tvo skammta og mér leið þá soldið eins og ég væri smá á byrjunarreit aftur, mér fannst ég þurfa að byggja upp þolið aftur, þrjátíu þúsund er mjög mikið.“ Kompás Þyngdarstjórnunarlyf Lyf Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Lyfin hjálpi fólki í vandræðum en leysi ekki vandann Hátt í hundrað börn eru á þyngdarstjórnunarlyfjum. Barnalæknir sem hefur sérhæft sig í offitu segir þyngdarstjórnunarlyf ekki leysa offituvandann en þau hjálpi til. 9. október 2024 07:02 Skorti langtímarannsóknir á áhrifum Ozempic og Wegovy Læknir segir skynsamlegt að setja vinnureglur um hvenær skuli ávísa þyngdarstjórnunarlyfjum og hvenær ekki. Það muni taka nokkur ár í viðbót áður en góður skilningur fáist á langtímaávinningi og mögulegum aukaverkunum af lyfjunum. 8. október 2024 15:02 Sprautan umdeilda sem fólk er tilbúið að borga fyrir út ævina Sprenging hefur orðið í notkun þyngdarstjórnarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy. Ætla má að þúsundir Íslendinga sprauti sig í von um að léttast. Lyfin eru sögð öflugt tól í baráttunni við offitu en aðgengi að þeim virðist stjórnlaust og læknir óttast misnotkun. Í Kompás skoðum við notkun þessara lyfja á Íslandi. 8. október 2024 07:02 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Í Kompás sem sýndur var á mánudag var fjallað um sprengingu í ásókn þyngdarstjórnunarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy. Rætt var við lækna um þeirra skoðun á lyfjunum og konu sem hefur sprautað sig með þeim í von um að léttast. Í þættinum kom fram að ein eins milligramma sprauta af Wegovy kosti viðmælandann 28 þúsund krónur. „Og vitandi það að þetta er lyf sem ég mun að öllum líkindum mun þurfa að vera á það sem eftir er,“ segir Sara Hlín Hilmarsdóttir sem hefur notað Wegovy. Lyfin eru aldrei hugsuð sem skammtímanotkun og segir læknir um ævilanga meðferð að ræða. Sara mun því þurfa að greiða 336.000 á ári fyrir lyfið. Verði hún á því næstu tíu árin nemur kostnaðurinn 3,3 milljónum og eftir fjörutíu ára notkun verður hún búin að eyða 13 milljónum í efnin. Afmarkaður hópur fólks fær lyfið niðurgreitt og eru skilyrðin ströng. Beiðni um niðurgreiðslu verður að koma frá lækni og einungis þeir sem eru með yfir 45 í BMI þyngdarstuðli og með lífsógnandi sjúkdóma tengda þyngdinni fá lyfin niðurgreidd. Og þeir sem eru með 35 í BMI þyngdarstuðli og með mjög alvarlegan lífsógnandi sjúkdóm. Vonast til að fleiri fái niðurgreiðslu Sara uppfyllir hvorugt skilyrðið en vonast til þess að stjórnvöld ákveði að niðurgreiða lyfið í frekari mæli. „Ég trúi því ekki að ég þurfi að borga 30 þúsund á mánuði þar sem eftir er, miða við þróunina þá hef ég fulla trú á að við munum fá þetta niðurgreitt en eins og staðan er í dag fæ ég þetta ekki niðurgreitt.“ Á stundum ekki fyrir næstu sprautu Það hafi gerst að hún geti ekki keypt mánaðarskammtinn vegna kostnaðar. „Já það hefur gerst. Það var um miðjan mánuð og ég missti þá úr tvo skammta og mér leið þá soldið eins og ég væri smá á byrjunarreit aftur, mér fannst ég þurfa að byggja upp þolið aftur, þrjátíu þúsund er mjög mikið.“
Kompás Þyngdarstjórnunarlyf Lyf Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Lyfin hjálpi fólki í vandræðum en leysi ekki vandann Hátt í hundrað börn eru á þyngdarstjórnunarlyfjum. Barnalæknir sem hefur sérhæft sig í offitu segir þyngdarstjórnunarlyf ekki leysa offituvandann en þau hjálpi til. 9. október 2024 07:02 Skorti langtímarannsóknir á áhrifum Ozempic og Wegovy Læknir segir skynsamlegt að setja vinnureglur um hvenær skuli ávísa þyngdarstjórnunarlyfjum og hvenær ekki. Það muni taka nokkur ár í viðbót áður en góður skilningur fáist á langtímaávinningi og mögulegum aukaverkunum af lyfjunum. 8. október 2024 15:02 Sprautan umdeilda sem fólk er tilbúið að borga fyrir út ævina Sprenging hefur orðið í notkun þyngdarstjórnarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy. Ætla má að þúsundir Íslendinga sprauti sig í von um að léttast. Lyfin eru sögð öflugt tól í baráttunni við offitu en aðgengi að þeim virðist stjórnlaust og læknir óttast misnotkun. Í Kompás skoðum við notkun þessara lyfja á Íslandi. 8. október 2024 07:02 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Lyfin hjálpi fólki í vandræðum en leysi ekki vandann Hátt í hundrað börn eru á þyngdarstjórnunarlyfjum. Barnalæknir sem hefur sérhæft sig í offitu segir þyngdarstjórnunarlyf ekki leysa offituvandann en þau hjálpi til. 9. október 2024 07:02
Skorti langtímarannsóknir á áhrifum Ozempic og Wegovy Læknir segir skynsamlegt að setja vinnureglur um hvenær skuli ávísa þyngdarstjórnunarlyfjum og hvenær ekki. Það muni taka nokkur ár í viðbót áður en góður skilningur fáist á langtímaávinningi og mögulegum aukaverkunum af lyfjunum. 8. október 2024 15:02
Sprautan umdeilda sem fólk er tilbúið að borga fyrir út ævina Sprenging hefur orðið í notkun þyngdarstjórnarlyfja á borð við Ozempic og Wegovy. Ætla má að þúsundir Íslendinga sprauti sig í von um að léttast. Lyfin eru sögð öflugt tól í baráttunni við offitu en aðgengi að þeim virðist stjórnlaust og læknir óttast misnotkun. Í Kompás skoðum við notkun þessara lyfja á Íslandi. 8. október 2024 07:02