Tvö eftir í leiðtogakjöri breskra íhaldsmanna Kjartan Kjartansson skrifar 9. október 2024 15:21 Næsti leiðtogi Íhaldsflokksins verður annað hvort Robert Jenrick (t.v.) eða Kemi Badenoch (t.h.). Vísir/Getty Val flokksmanna breska Íhaldsflokksins stendur nú á milli tveggja fyrrverandi ráðherra flokksins eftir að James Cleverly, fyrrverandi innan- og utanríkisráðherra, helltist úr lestinni í leiðtogakjöri þeirra í dag. Úrslita er ekki að vænta fyrr en í byrjun nóvember. Íhaldsflokkurinn beið sögulegan ósigur undir forystu Rishi Sunak í þingkosningum í júlí. Sunak sagði í kjölfarið af sér sem leiðtogi flokksins. Kosið var á milli Cleverly, Roberts Jenrick, fyrrverandi innflytjenda- og húsnæðismálaráðherra, og Kemi Badenoch, fyrrverandi viðskiptaráðherra í atkvæðagreiðslu þingmanna flokksins. Badenoch fékk flest atkvæði, eða 42, Jenrick fékk einu atkvæði færra en Cleverly var í þriðja sæti með 37 atkvæði. Úrslitin þóttu koma verulega á óvart en búist var við því að Cleverly kæmist í lokaumferðina. Hann hlaut flest atkvæði í þriðju umferð leiðtogakjörsins í gær og ræða hans á landsfundi flokksins í síðustu viku mæltist vel fyrir. Breska ríkisútvarpið BBC segir að þingmenn hafi tekið andköf þegar úrslitin voru tilkynnt í þingsal í dag. James Cleverly var spáð áfram í lokaslag leiðtogakjörsins en var óvænt felldur í næstsíðustu umferð í dag.Vísir/EPA Kosið verður á milli þeirra Jenrick og Badenoch og eiga úrslitin að liggja fyrir 2. nóvember. Leiðtogakjörið hefur staðið yfir frá því í síðasta mánuði. Priti Patel, fyrrverandi innanríkisráðherra, er á meðal þeirra sem þingmenn flokksins höfnuðu í fyrri umferðunum. Badenoch hefur verið þingkona Norðvestur-Essex frá árinu 2017. Hún var viðskiptaráðherra í stjórn Sunak frá febrúar 2023 til kosninganna í sumar og gegnir nú stöðu skuggaráðherra húsnæðismála. Badenoch er borin og barnfædd í London en foreldrar hennar eru nígerískir innflytjendur. Jenrick var ráðherra innflytjendamála frá 2022 til 2023 og ráðherra húsnæðismála frá 2019 til 2021. Hann hefur setið á þingi fyrir Newark undanfarin tíu ár. Bretland Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Sjá meira
Íhaldsflokkurinn beið sögulegan ósigur undir forystu Rishi Sunak í þingkosningum í júlí. Sunak sagði í kjölfarið af sér sem leiðtogi flokksins. Kosið var á milli Cleverly, Roberts Jenrick, fyrrverandi innflytjenda- og húsnæðismálaráðherra, og Kemi Badenoch, fyrrverandi viðskiptaráðherra í atkvæðagreiðslu þingmanna flokksins. Badenoch fékk flest atkvæði, eða 42, Jenrick fékk einu atkvæði færra en Cleverly var í þriðja sæti með 37 atkvæði. Úrslitin þóttu koma verulega á óvart en búist var við því að Cleverly kæmist í lokaumferðina. Hann hlaut flest atkvæði í þriðju umferð leiðtogakjörsins í gær og ræða hans á landsfundi flokksins í síðustu viku mæltist vel fyrir. Breska ríkisútvarpið BBC segir að þingmenn hafi tekið andköf þegar úrslitin voru tilkynnt í þingsal í dag. James Cleverly var spáð áfram í lokaslag leiðtogakjörsins en var óvænt felldur í næstsíðustu umferð í dag.Vísir/EPA Kosið verður á milli þeirra Jenrick og Badenoch og eiga úrslitin að liggja fyrir 2. nóvember. Leiðtogakjörið hefur staðið yfir frá því í síðasta mánuði. Priti Patel, fyrrverandi innanríkisráðherra, er á meðal þeirra sem þingmenn flokksins höfnuðu í fyrri umferðunum. Badenoch hefur verið þingkona Norðvestur-Essex frá árinu 2017. Hún var viðskiptaráðherra í stjórn Sunak frá febrúar 2023 til kosninganna í sumar og gegnir nú stöðu skuggaráðherra húsnæðismála. Badenoch er borin og barnfædd í London en foreldrar hennar eru nígerískir innflytjendur. Jenrick var ráðherra innflytjendamála frá 2022 til 2023 og ráðherra húsnæðismála frá 2019 til 2021. Hann hefur setið á þingi fyrir Newark undanfarin tíu ár.
Bretland Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent