„Stór partur af mér sem persónu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 16. október 2024 08:03 Karen ætlar að taka eitt lokatímabil fyrir sjálfa sig. Vísir/Bjarni „Þetta var bara ótrúlega skemmtilegt. Við auðvitað töpuðum leiknum svo maður var smá tapsár en sældartilfinningin eiginlega trompaði það,“ segir Karen Knútsdóttir um fyrsta handboltaleik sinn í rúm tvö ár. Hún er snúin aftur á völlinn og ætlar að loka handboltaferlinum á eigin forsendum. Karen var markahæst Framkvenna í 29-25 tapi fyrir Íslandsmeisturum Vals á miðvikudaginn þarsíðasta, 2. október. Það var hennar fyrsti handboltaleikur síðan vorið 2022, þegar hún fagnaði Íslandsmeistaratitlinum með liðinu. Frumraunin eftir frí gekk vonum framar. „Ég var eiginlega svolítið stressuð. Ég sagði við Togga [Þorgrímur Smári Ólafsson, unnusti Karenar] kvöldinu áður að ég hefði ekki hugmynd um hvar ég stæði. Tvö og hálft ár í handboltanum er alveg langt og maður er komin aðeins yfir þrítugsaldurinn sem er kannski ekki alveg að hjálpa manni. En ég finn að ég er að komast í gott form og vonandi nýtist Fram vel,“ segir Karen. Toggi tók hana úr leik Karen grínast með að unnustinn hafi í raun tekið hana úr leik eftir vorið 2022. Hún hafi aldrei gefið út að hún væri hætt og vill loka ferlinum á eigin forsendum. Karen og Þorgrímur á góðri stundu.Mynd/Instagram-síða Karenar „Ég eignaðist þarna tvö börn á svolítið stuttum tíma og Fram flutti í nýtt hverfi sem ég var aðeins að jafna mig á því. Svo var ekki alveg 100 prósent löngun hjá mér, sem ég svo fann að var að byggjast upp í sumar. Mér fannst ég ekki alveg vera búin. Toggi tók mig svona óvænt úr leik, mér fannst ég ekki vera alveg búin,“ segir Karen. „Þetta var pínu skyndiákvörðun. Ég var aldrei búin að segjast vera hætt og var ekki algjörlega sátt að þetta væri búið. Svo fann ég byggjast upp í júlí og í ágúst fann ég 100 prósent löngun til að koma aftur. Ég sé ekki eftir því vegna þess að þetta er ótrúlega skemmtilegt,“ segir Karen sem nýtur sín vel með harpixið aftur á fingrunum. Hættir í vor „Mig langaði að spila eitt tímabil í viðbót, vitandi að þetta yrði mitt síðasta tímabil. Handboltinn er búinn að gefa mér svo ótrúlega margt, mínar bestu vinkonur og fullt af minningum. Þessi þrjú stórmót og góðar minningar og mig langar að kveðja handboltann vel,“ segir Karen sem er föst á því að skórnir fari svo endanlega upp í hillu næsta vor. Karen í harðri baráttu við Theu Imani Sturludóttur í leik Fram og Vals á dögunum.Vísir/Anton Brink „Það er alveg líf fyrir utan handboltann en ég finn það þegar ég kem til baka hvað þetta er stór partur af mér sem persónu og fyrir fjölskylduna mína. Þetta gefur manni mikið en það er líf fyrir utan handboltann og verður gaman með fjölskyldunni þegar þetta er búið líka,“ segir Karen. Steinunn og Þórey með lengri sólarhring Auk þess að sinna tveimur börnum síðustu misserin hefur Karen starfað hjá fyrirtækinu Kletti, sem flytur meðal annars inn gröfur og flutningabíla auk þess að reka bílaverkstæði. Hún hefur starfað þar undanfarin sex ár og nýtur sín vel innan um vinnuvélarnar og tjöruna. „Hérna er ég og gröfurnar. Þetta er ótrúlega skemmtilegur vinnustaður og það skiptir líka máli að fá stuðning frá honum. Þau eru kannski aðeins meira að stríða mér núna heldur en að styðja mig. En þetta er frábær vinnustaður,“ segir Karen. Hjá Fram fær Karen að æfa aftur með góðvinkonum sínum sem hún hefur leikið með mestallan ferilinn bæði með Fram og landsliðinu, þeim Steinunni Björnsdóttur og Þóreyju Rósu Stefánsdóttur. Saman hafa þær unnið fjölda titla en Fram hefur hins vegar ekki unnið titilinn eftir að Karen fór í frí. Þær stöllur hafa aðeins hnippt í Karenu undanfarin misseri og reynt að fá hana á æfingar. „Ég hef alveg fengið skilning og stuðning en smá létt skot inn á milli hvort ég fari ekki að mæta á æfingar. En auðvitað er fullur skilningur frá þeim, þær eru sjálfar á fullu með börn, í landsliðinu og vinnunni. Þær eru með eitthvað aðeins lengri sólarhring en ég,“ segir Karen. Stefnir ekki á EM Kvennalandsliðið fór í stórmót í fjórða sinn og fyrsta skipti í rúman áratug síðasta vetur þegar það vann Forsetabikarinn á HM. Karen tók þátt á hinum þremur mótunum milli 2010 og 2012 en segist ekki sækjast eftir sæti í hópnum sem fer á EM í nóvember. Karen lætur bláan búning Fram duga og stefnir ekki á EM í vetur. „Nei, ég er bara að einbeita mér að Fram og fá að kveðja handboltann og þennan part af lífi mínu,“ segir Karen. Þegar hún er innt eftir frekari svörum segir hún: „Ég er ótrúlega þakklát fyrir að minn landsliðsferill hafi verið þarna á undan og að taka þessi þrjú stórmót sem ég tók þá. Það eru eiginlega mín besta minning mín af handboltaferlinum er einhvern veginn þessi menning sem var í landsliðinu þá. Ég samgleðst þeim innilega stelpunum sem eru að upplifa það núna að komast inn á þessi stórmót,“ segir Karen. Karen ætlar sér að njóta síðasta tímabilsins.Vísir/Anton Brink Gerir þetta algjörlega á eigin forsendum Karen segist þá fyrst og fremst einblína á að klára ferilinn og njóta þessa síðasta tímabils með Fram. „Bara fyrst og fremst að njóta í botn. Ég er að gera þetta algjörlega fyrir mig sjálfa. Ég er svolítið kem og spyr hvort ég megi æfa, ekki með samning. Ég ætla að taka þetta allt inn og njóta í botn. Þetta fer sem fer og verður vonandi gaman,“ segir Karen. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að neðan. Klippa: Ætlar að ljúka ferlinum á eigin forsendum Fram Handbolti Olís-deild kvenna Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Jón Axel og félagar spila til úrslita Körfubolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Sjá meira
Karen var markahæst Framkvenna í 29-25 tapi fyrir Íslandsmeisturum Vals á miðvikudaginn þarsíðasta, 2. október. Það var hennar fyrsti handboltaleikur síðan vorið 2022, þegar hún fagnaði Íslandsmeistaratitlinum með liðinu. Frumraunin eftir frí gekk vonum framar. „Ég var eiginlega svolítið stressuð. Ég sagði við Togga [Þorgrímur Smári Ólafsson, unnusti Karenar] kvöldinu áður að ég hefði ekki hugmynd um hvar ég stæði. Tvö og hálft ár í handboltanum er alveg langt og maður er komin aðeins yfir þrítugsaldurinn sem er kannski ekki alveg að hjálpa manni. En ég finn að ég er að komast í gott form og vonandi nýtist Fram vel,“ segir Karen. Toggi tók hana úr leik Karen grínast með að unnustinn hafi í raun tekið hana úr leik eftir vorið 2022. Hún hafi aldrei gefið út að hún væri hætt og vill loka ferlinum á eigin forsendum. Karen og Þorgrímur á góðri stundu.Mynd/Instagram-síða Karenar „Ég eignaðist þarna tvö börn á svolítið stuttum tíma og Fram flutti í nýtt hverfi sem ég var aðeins að jafna mig á því. Svo var ekki alveg 100 prósent löngun hjá mér, sem ég svo fann að var að byggjast upp í sumar. Mér fannst ég ekki alveg vera búin. Toggi tók mig svona óvænt úr leik, mér fannst ég ekki vera alveg búin,“ segir Karen. „Þetta var pínu skyndiákvörðun. Ég var aldrei búin að segjast vera hætt og var ekki algjörlega sátt að þetta væri búið. Svo fann ég byggjast upp í júlí og í ágúst fann ég 100 prósent löngun til að koma aftur. Ég sé ekki eftir því vegna þess að þetta er ótrúlega skemmtilegt,“ segir Karen sem nýtur sín vel með harpixið aftur á fingrunum. Hættir í vor „Mig langaði að spila eitt tímabil í viðbót, vitandi að þetta yrði mitt síðasta tímabil. Handboltinn er búinn að gefa mér svo ótrúlega margt, mínar bestu vinkonur og fullt af minningum. Þessi þrjú stórmót og góðar minningar og mig langar að kveðja handboltann vel,“ segir Karen sem er föst á því að skórnir fari svo endanlega upp í hillu næsta vor. Karen í harðri baráttu við Theu Imani Sturludóttur í leik Fram og Vals á dögunum.Vísir/Anton Brink „Það er alveg líf fyrir utan handboltann en ég finn það þegar ég kem til baka hvað þetta er stór partur af mér sem persónu og fyrir fjölskylduna mína. Þetta gefur manni mikið en það er líf fyrir utan handboltann og verður gaman með fjölskyldunni þegar þetta er búið líka,“ segir Karen. Steinunn og Þórey með lengri sólarhring Auk þess að sinna tveimur börnum síðustu misserin hefur Karen starfað hjá fyrirtækinu Kletti, sem flytur meðal annars inn gröfur og flutningabíla auk þess að reka bílaverkstæði. Hún hefur starfað þar undanfarin sex ár og nýtur sín vel innan um vinnuvélarnar og tjöruna. „Hérna er ég og gröfurnar. Þetta er ótrúlega skemmtilegur vinnustaður og það skiptir líka máli að fá stuðning frá honum. Þau eru kannski aðeins meira að stríða mér núna heldur en að styðja mig. En þetta er frábær vinnustaður,“ segir Karen. Hjá Fram fær Karen að æfa aftur með góðvinkonum sínum sem hún hefur leikið með mestallan ferilinn bæði með Fram og landsliðinu, þeim Steinunni Björnsdóttur og Þóreyju Rósu Stefánsdóttur. Saman hafa þær unnið fjölda titla en Fram hefur hins vegar ekki unnið titilinn eftir að Karen fór í frí. Þær stöllur hafa aðeins hnippt í Karenu undanfarin misseri og reynt að fá hana á æfingar. „Ég hef alveg fengið skilning og stuðning en smá létt skot inn á milli hvort ég fari ekki að mæta á æfingar. En auðvitað er fullur skilningur frá þeim, þær eru sjálfar á fullu með börn, í landsliðinu og vinnunni. Þær eru með eitthvað aðeins lengri sólarhring en ég,“ segir Karen. Stefnir ekki á EM Kvennalandsliðið fór í stórmót í fjórða sinn og fyrsta skipti í rúman áratug síðasta vetur þegar það vann Forsetabikarinn á HM. Karen tók þátt á hinum þremur mótunum milli 2010 og 2012 en segist ekki sækjast eftir sæti í hópnum sem fer á EM í nóvember. Karen lætur bláan búning Fram duga og stefnir ekki á EM í vetur. „Nei, ég er bara að einbeita mér að Fram og fá að kveðja handboltann og þennan part af lífi mínu,“ segir Karen. Þegar hún er innt eftir frekari svörum segir hún: „Ég er ótrúlega þakklát fyrir að minn landsliðsferill hafi verið þarna á undan og að taka þessi þrjú stórmót sem ég tók þá. Það eru eiginlega mín besta minning mín af handboltaferlinum er einhvern veginn þessi menning sem var í landsliðinu þá. Ég samgleðst þeim innilega stelpunum sem eru að upplifa það núna að komast inn á þessi stórmót,“ segir Karen. Karen ætlar sér að njóta síðasta tímabilsins.Vísir/Anton Brink Gerir þetta algjörlega á eigin forsendum Karen segist þá fyrst og fremst einblína á að klára ferilinn og njóta þessa síðasta tímabils með Fram. „Bara fyrst og fremst að njóta í botn. Ég er að gera þetta algjörlega fyrir mig sjálfa. Ég er svolítið kem og spyr hvort ég megi æfa, ekki með samning. Ég ætla að taka þetta allt inn og njóta í botn. Þetta fer sem fer og verður vonandi gaman,“ segir Karen. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að neðan. Klippa: Ætlar að ljúka ferlinum á eigin forsendum
Fram Handbolti Olís-deild kvenna Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Jón Axel og félagar spila til úrslita Körfubolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Sjá meira