Uppgjör á sögulegri heimsókn: Klæðaburður forsetamanns og umdeild ræða Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. október 2024 20:00 Farið var yfir klæðaburð Björns Skúlasonar forsetamanns, hneigingu Höllu Tómasdóttur forseta og umdeilda enskunotkun hennar í fréttum Stöðvar 2. Íslenskur royalisti er alls ekki á því að klæðaburður Björns Skúlasonar forsetamanns, í opinberri heimsókn forsetahjónanna til Kaupmannahafnar, hafi verið of hversdagslegur. Það olli henni þó vonbrigðum að Halla Tómasdóttir skyldi aðallega hafa talað ensku. Forsetahjónin hófu heimsóknina á því að koma siglandi til fundar við dönsku konungshjónin. Forseti Íslands heilsaði þar Danakonungi með hneigingu - og netverjum fannst þar sumum nóg um. Sorry, en forseti Íslands á ekki að hneigja sig fyrir dönskum kóngi! pic.twitter.com/JHCdnph0CA— Pétur Vilhjálmsson (@PVilhjalmsson) October 8, 2024 Við bárum þetta atvik, og önnur sem standa upp úr, undir Ragnheiði Ástu Sigurðardóttur, sannan konungssinna, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Er þetta eðlilegt að gera? „Já, algjörlega, hún er að sýna nýkrýndum konungi virðingarvott og mér finnst þetta mjög vel gert hjá henni, mjög smart. Alveg eftir prótokoli,“ segir Ragnheiður. Þá vakti fatnaður Björns Skúlasonar forsetaherrans athygli. Blá jakkaföt og brúnir skór. Hvíslað hefur verið um það í kreðsum íslenskra royalista að Björn hafi þar farið helst til hversdagslegur til fundar við konung. Ertu sammála því? „Ég hef aðeins verið að horfa á þetta. Friðrik [tíundi, konungur Danmerkur] er aðeins meira stílíseraður, hann er í svörtum skóm og það hefur verið talað um að það sé heppilegra. En þau sjálf, Friðrik og Mary [Danadrottning], eru mjög jarðbundin og taka þessu öllu mjög vel. Og ég er viss um að hann hefur klætt sig í sitt fínasta púss,“ segir Ragnheiður og bætir við að raunar hafi dönsku miðlarnir ekkert kippt sér upp við klæðaburð Björns. Ragnheiður Ásta Sigurðardóttir er sérstök áhugakona um dönsku konungsfjölskylduna.Vísir/Einar Umdeildasti þáttur heimsóknarinnar var þó eflaust sú ákvörðun Höllu að tala við konung og halda kvöldverðarræðu á ensku, en ekki dönsku eins og hefð er fyrir. „Ég held að það sé kannski nýi tíminn að við þurfum aðeins að flakka á milli tungumálanna. Eigum við ekki að segja að enskan sé allavega það tungumál sem fleiri nýta til að vera á jafningjagrunni en íslenskan eða danskan,“ sagði Halla um málið í gær. „Ég var pínu leið,“ segir Ragnheiður um enskunotkun Höllu. „En þetta er held ég breyting, og ég held að í framtíðinni getum við ekki ætlast til að fólk sé að nota dönskuna.“ Hefði hún ekki mátt aðeins undirbúa sig til að halda í þessa hefð? „Ég hefði nú lesið nokkur Billedbladet og Andrés Önd!“ segir Ragnheiður kímin að lokum. Kóngafólk Danmörk Forseti Íslands Tengdar fréttir Halla talar ensku við kónginn: „Ég held að það sé kannski nýi tíminn“ Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hélt ræðu í veislu sér til heiðurs í Kristjánsborg í fyrradag en flutti hana nær einvörðungu á ensku. Hún er fyrst allra forseta lýðveldisins til að flytja ræðuna ekki á dönsku. 10. október 2024 10:33 Halla í rándýrum kjól með Maríu og Friðriki Halla Tómasdóttir forseti Íslands klæddist gylltum síðkjól eftir breska hönnuðinn Jenny Packham í hátíðarkvöldverði sem haldinn var í Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Hönnuðurinn virðist vinsæll meðal konungsfólks. 9. október 2024 16:01 Hæstánægð með Höllu Hópur Íslendinga sem stunda nám við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS) er hæstánægður með heimsókn Höllu Tómasdóttur forseta í skólann í dag. Sérstök nefnd íslenskra nemenda tók á móti forsetanum í aðalbyggingu skólans í Frederiksberghverfi Kaupmannahafnar en þar er hún stödd ásamt eiginmanni sínum og stórri sendinefnd frá Íslandi í hennar fyrstu opinberu heimsókn. 9. október 2024 12:36 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Forsetahjónin hófu heimsóknina á því að koma siglandi til fundar við dönsku konungshjónin. Forseti Íslands heilsaði þar Danakonungi með hneigingu - og netverjum fannst þar sumum nóg um. Sorry, en forseti Íslands á ekki að hneigja sig fyrir dönskum kóngi! pic.twitter.com/JHCdnph0CA— Pétur Vilhjálmsson (@PVilhjalmsson) October 8, 2024 Við bárum þetta atvik, og önnur sem standa upp úr, undir Ragnheiði Ástu Sigurðardóttur, sannan konungssinna, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Er þetta eðlilegt að gera? „Já, algjörlega, hún er að sýna nýkrýndum konungi virðingarvott og mér finnst þetta mjög vel gert hjá henni, mjög smart. Alveg eftir prótokoli,“ segir Ragnheiður. Þá vakti fatnaður Björns Skúlasonar forsetaherrans athygli. Blá jakkaföt og brúnir skór. Hvíslað hefur verið um það í kreðsum íslenskra royalista að Björn hafi þar farið helst til hversdagslegur til fundar við konung. Ertu sammála því? „Ég hef aðeins verið að horfa á þetta. Friðrik [tíundi, konungur Danmerkur] er aðeins meira stílíseraður, hann er í svörtum skóm og það hefur verið talað um að það sé heppilegra. En þau sjálf, Friðrik og Mary [Danadrottning], eru mjög jarðbundin og taka þessu öllu mjög vel. Og ég er viss um að hann hefur klætt sig í sitt fínasta púss,“ segir Ragnheiður og bætir við að raunar hafi dönsku miðlarnir ekkert kippt sér upp við klæðaburð Björns. Ragnheiður Ásta Sigurðardóttir er sérstök áhugakona um dönsku konungsfjölskylduna.Vísir/Einar Umdeildasti þáttur heimsóknarinnar var þó eflaust sú ákvörðun Höllu að tala við konung og halda kvöldverðarræðu á ensku, en ekki dönsku eins og hefð er fyrir. „Ég held að það sé kannski nýi tíminn að við þurfum aðeins að flakka á milli tungumálanna. Eigum við ekki að segja að enskan sé allavega það tungumál sem fleiri nýta til að vera á jafningjagrunni en íslenskan eða danskan,“ sagði Halla um málið í gær. „Ég var pínu leið,“ segir Ragnheiður um enskunotkun Höllu. „En þetta er held ég breyting, og ég held að í framtíðinni getum við ekki ætlast til að fólk sé að nota dönskuna.“ Hefði hún ekki mátt aðeins undirbúa sig til að halda í þessa hefð? „Ég hefði nú lesið nokkur Billedbladet og Andrés Önd!“ segir Ragnheiður kímin að lokum.
Kóngafólk Danmörk Forseti Íslands Tengdar fréttir Halla talar ensku við kónginn: „Ég held að það sé kannski nýi tíminn“ Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hélt ræðu í veislu sér til heiðurs í Kristjánsborg í fyrradag en flutti hana nær einvörðungu á ensku. Hún er fyrst allra forseta lýðveldisins til að flytja ræðuna ekki á dönsku. 10. október 2024 10:33 Halla í rándýrum kjól með Maríu og Friðriki Halla Tómasdóttir forseti Íslands klæddist gylltum síðkjól eftir breska hönnuðinn Jenny Packham í hátíðarkvöldverði sem haldinn var í Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Hönnuðurinn virðist vinsæll meðal konungsfólks. 9. október 2024 16:01 Hæstánægð með Höllu Hópur Íslendinga sem stunda nám við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS) er hæstánægður með heimsókn Höllu Tómasdóttur forseta í skólann í dag. Sérstök nefnd íslenskra nemenda tók á móti forsetanum í aðalbyggingu skólans í Frederiksberghverfi Kaupmannahafnar en þar er hún stödd ásamt eiginmanni sínum og stórri sendinefnd frá Íslandi í hennar fyrstu opinberu heimsókn. 9. október 2024 12:36 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Sjá meira
Halla talar ensku við kónginn: „Ég held að það sé kannski nýi tíminn“ Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hélt ræðu í veislu sér til heiðurs í Kristjánsborg í fyrradag en flutti hana nær einvörðungu á ensku. Hún er fyrst allra forseta lýðveldisins til að flytja ræðuna ekki á dönsku. 10. október 2024 10:33
Halla í rándýrum kjól með Maríu og Friðriki Halla Tómasdóttir forseti Íslands klæddist gylltum síðkjól eftir breska hönnuðinn Jenny Packham í hátíðarkvöldverði sem haldinn var í Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Hönnuðurinn virðist vinsæll meðal konungsfólks. 9. október 2024 16:01
Hæstánægð með Höllu Hópur Íslendinga sem stunda nám við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS) er hæstánægður með heimsókn Höllu Tómasdóttur forseta í skólann í dag. Sérstök nefnd íslenskra nemenda tók á móti forsetanum í aðalbyggingu skólans í Frederiksberghverfi Kaupmannahafnar en þar er hún stödd ásamt eiginmanni sínum og stórri sendinefnd frá Íslandi í hennar fyrstu opinberu heimsókn. 9. október 2024 12:36
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent