Grunar að veikindi flugáhafna tengist efni sem finnst í smurolíu Jón Þór Stefánsson skrifar 11. október 2024 13:16 Rannsóknin náði frá árinu 2011 til ársins í ár. Vísir/Vilhelm Rannsóknarnefnd samgönguslysa mælir með því að flugrekendur vakti loftgæði í loftförum sínum. Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar sem varðar mörg tilfelli veikinda hjá fólki í flugáhöfnum frá árinu 2011 til ársins í ár. Nefndin ákvað að hefja rannsókn vegna fjölda tilkynninga um veikindi í áhöfnum Boeing 757 og 767-flugvéla hjá íslenskum flugrekanda. Fram kemur að fólk hafi ýmist fundið fyrir einkennum í flugi en sumir hafi átt við langvinn veikindi að stríða í kjölfarið. Frá 2011 til 2020 komu 216 sambærileg tilfelli sem þessi upp. Átta tilfelli voru tekin sérstaklega til skoðunar. Í skýrslunni segir að það hafi komið í ljós að í sumum þessara átta tilfella hafi atvikin verið af völdum skerts loftflæðis og hitastjórnunar í loftræstikerfi vegna þess að loftrör höfðu aftengst eða verið brotin. Í öðrum tilfellum var talið að loftgæði hafi vantað sem mætti mögulega rekja til mengandi efna. Þar af voru tvö tilfelli þar sem rannsóknarnefndin fékk upplýsingar um veikindin þegar vélin var enn á flugi. Þá var hægt að framkvæma vettvangsrannsókn strax eftir lendingu, en það var ekki hægt í öðrum tilfellum. Fundu efni úr smurolíu um borð Í sýnum sem voru tekin á yfirborðsflötum um borð í vélunum fundust svokölluð tríkresýl fosfat, eða TCP efnasambönd. Nefndin segist ekki geta sagt til um hvort efnin hafi safnast fyrir á meðan á fluginu stóð eða fyrr, eða hvort um langvarandi söfnun efna væri að ræða. Hæsta hlutfallið af TCP efnum fannst í sýnum nærri loftstokkum. Fram kemur að TCP sé um eitt til þrjú prósent þeirra efna sem er að finna í smurolíu sem er notuð á hreyfla Boeing 767-véla hjá umræddum flugrekanda. Hins vegar noti hún að öllu jöfnu ekki smurolíur sem inniheldur efnið á Boeing 757-vélar. Vélarnar tvær voru af sitt hvorri gerðinni, en rannsóknin leiddi í ljós að TCP-efni hefðu fundist á hreyfli 757 vélarinnar. Flugrekandinn heimili þó notkun annarra tegunda af smurolíu ef rétta smurolían er ekki til staðar. Fram kemur að flugrekandinn hafi gripið til margs konar aðgeðra í kjölfar þess að atvikin komu upp og að á síðustu árum hafi tilfellum fækkað umtalsvert. Efnið eitrað en ekki áhyggjuefni Þess má geta að fjallað var um TCP efni í umfangsmikilli skýrslu breskra stjórnvalda um heilsufarsleg áhrif flugferða. Þeir sem unnu þá skýrslu sögðust hafa fengið fjölda ábendinga um mögulega skaðsemi TCP efna á fólk í flugvélum, og þá sérstaklega áhafnir þeirra. Fram kom að efnið væri eitrað og gæti haft mjög slæm áhrif á fólk. Að því sögðu var það niðurstaða rannsakenda að ekki væri þörf á því að hafa miklar áhyggjur af áhrifum efnisins á fólk í flugvélum. Fréttir af flugi Samgönguslys Samgöngur Boeing Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Nefndin ákvað að hefja rannsókn vegna fjölda tilkynninga um veikindi í áhöfnum Boeing 757 og 767-flugvéla hjá íslenskum flugrekanda. Fram kemur að fólk hafi ýmist fundið fyrir einkennum í flugi en sumir hafi átt við langvinn veikindi að stríða í kjölfarið. Frá 2011 til 2020 komu 216 sambærileg tilfelli sem þessi upp. Átta tilfelli voru tekin sérstaklega til skoðunar. Í skýrslunni segir að það hafi komið í ljós að í sumum þessara átta tilfella hafi atvikin verið af völdum skerts loftflæðis og hitastjórnunar í loftræstikerfi vegna þess að loftrör höfðu aftengst eða verið brotin. Í öðrum tilfellum var talið að loftgæði hafi vantað sem mætti mögulega rekja til mengandi efna. Þar af voru tvö tilfelli þar sem rannsóknarnefndin fékk upplýsingar um veikindin þegar vélin var enn á flugi. Þá var hægt að framkvæma vettvangsrannsókn strax eftir lendingu, en það var ekki hægt í öðrum tilfellum. Fundu efni úr smurolíu um borð Í sýnum sem voru tekin á yfirborðsflötum um borð í vélunum fundust svokölluð tríkresýl fosfat, eða TCP efnasambönd. Nefndin segist ekki geta sagt til um hvort efnin hafi safnast fyrir á meðan á fluginu stóð eða fyrr, eða hvort um langvarandi söfnun efna væri að ræða. Hæsta hlutfallið af TCP efnum fannst í sýnum nærri loftstokkum. Fram kemur að TCP sé um eitt til þrjú prósent þeirra efna sem er að finna í smurolíu sem er notuð á hreyfla Boeing 767-véla hjá umræddum flugrekanda. Hins vegar noti hún að öllu jöfnu ekki smurolíur sem inniheldur efnið á Boeing 757-vélar. Vélarnar tvær voru af sitt hvorri gerðinni, en rannsóknin leiddi í ljós að TCP-efni hefðu fundist á hreyfli 757 vélarinnar. Flugrekandinn heimili þó notkun annarra tegunda af smurolíu ef rétta smurolían er ekki til staðar. Fram kemur að flugrekandinn hafi gripið til margs konar aðgeðra í kjölfar þess að atvikin komu upp og að á síðustu árum hafi tilfellum fækkað umtalsvert. Efnið eitrað en ekki áhyggjuefni Þess má geta að fjallað var um TCP efni í umfangsmikilli skýrslu breskra stjórnvalda um heilsufarsleg áhrif flugferða. Þeir sem unnu þá skýrslu sögðust hafa fengið fjölda ábendinga um mögulega skaðsemi TCP efna á fólk í flugvélum, og þá sérstaklega áhafnir þeirra. Fram kom að efnið væri eitrað og gæti haft mjög slæm áhrif á fólk. Að því sögðu var það niðurstaða rannsakenda að ekki væri þörf á því að hafa miklar áhyggjur af áhrifum efnisins á fólk í flugvélum.
Fréttir af flugi Samgönguslys Samgöngur Boeing Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira