Þurfi ekki skarpskyggni til að sjá krísuástandið Jón Þór Stefánsson skrifar 11. október 2024 16:41 Að mati Eiríks eru margar mögulegar ástæður fyrir fundi þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Arnar „Það er krísuástand á stjórnarheimilinu. Það blasir við okkur. Það þarf ekki mikla skarpskyggni til að sjá það,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, í samtali við fréttastofu. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins var boðaður á fund í Valhöll með skömmum fyrirvara nú síðdegis. Að sögn Eiríks liggur ekki fyrir hvað verður eða hver ætlunin með fundinum sé. „Það liggur ekki ljóst fyrir enn þá. En það eru auðvitað nokkrir möguleikar. Það gæti verið að flokkurinn treysti sér ekki lengur til að vera í þessu stjórnarsamstarfi. Formaðurinn gæti hugað að brotthvarfi. Eða þá að það sé einfaldlega verið að lægja öldurnar með þá fyrirætlun að halda þessu gangandi.“ Í dag sagði formaður Vinstri grænna að ríkisstjórnin væri í vanda stödd og formaður Framsóknarflokksins sagði samskipti milli stjórnarflokkanna vera orðin stirð. Eiríkur man ekki til þess að höfuð flokkanna hafi talað með þessum hætti í þessu samstarfi. „Frá og með landsfundi Vinstri grænna, og jafnvel fyrr, er stjórnarsamstarfinu efnislega lokið í þeirri merkingu að ríkisstjórnin reyni að ná saman um stór mál og sameinist um að koma þeim í gegnum Alþingi. Það er hlutverk ríkisstjórna og því er lokið í þessari ríkisstjórnar.“ Hann segir að „de facto“ sé eiginleg starfsstjórn tekin við taumunum. Það þurfi í sjálfu sér ekki að skapa neitt neyðarástand þar sem hver flokkur stjórni sínum málaflokkum fram að kosningum. Slík staða hafi komið fram áður og jafnvel töluvert áður en þing er rofið. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins var boðaður á fund í Valhöll með skömmum fyrirvara nú síðdegis. Að sögn Eiríks liggur ekki fyrir hvað verður eða hver ætlunin með fundinum sé. „Það liggur ekki ljóst fyrir enn þá. En það eru auðvitað nokkrir möguleikar. Það gæti verið að flokkurinn treysti sér ekki lengur til að vera í þessu stjórnarsamstarfi. Formaðurinn gæti hugað að brotthvarfi. Eða þá að það sé einfaldlega verið að lægja öldurnar með þá fyrirætlun að halda þessu gangandi.“ Í dag sagði formaður Vinstri grænna að ríkisstjórnin væri í vanda stödd og formaður Framsóknarflokksins sagði samskipti milli stjórnarflokkanna vera orðin stirð. Eiríkur man ekki til þess að höfuð flokkanna hafi talað með þessum hætti í þessu samstarfi. „Frá og með landsfundi Vinstri grænna, og jafnvel fyrr, er stjórnarsamstarfinu efnislega lokið í þeirri merkingu að ríkisstjórnin reyni að ná saman um stór mál og sameinist um að koma þeim í gegnum Alþingi. Það er hlutverk ríkisstjórna og því er lokið í þessari ríkisstjórnar.“ Hann segir að „de facto“ sé eiginleg starfsstjórn tekin við taumunum. Það þurfi í sjálfu sér ekki að skapa neitt neyðarástand þar sem hver flokkur stjórni sínum málaflokkum fram að kosningum. Slík staða hafi komið fram áður og jafnvel töluvert áður en þing er rofið.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira