Allir tónlistarkennararnir til í verkfall Árni Sæberg skrifar 11. október 2024 17:08 Tónlistarkennsla verður að óbreyttu lögð niður tímabundið á Ísafirði. Vísir/Vilhelm Félagsfólk í Félagi kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, sem starfar í Tónlistarskóla Ísafjarðar, samþykkti að boða til verkfalls 29. október næstkomandi, með öllum greiddum atkvæðum. Þar með hafa verkföll verið boðuð í níu skólum. Í tilkynningu á vef Kennarasambands Íslands segir að atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls í Tónlistarskóla Ísafjarðar hafi lokið klukkan 15 í dag. 100 prósent félagsmanna í Félagi kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, FT, sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni hafi sagt já við boðun verkfalls. Kjörsókn hafi verið rúmlega 83 prósent. Verkfall félagsmanna FT sem starfar í Tónlistarskóla Ísafjarðar hefjist 29. október og ljúki 20. desember, hafi samningar ekki náðst. Eindregin samstaða Í gær var greint frá því að allir félagsmenn í FG, FL og SÍ, eða 100 prósent, sögðu já við boðun verkfalla og 81 prósent félagsmanna FF og FS sem starfa í Fjölbrautaskóla Suðurlands. „Það er því óhætt að segja að eindregin samstaða sé meðal félagsfólks aðildarfélaga KÍ um aðgerðir, þvert á skólastig og skólagerðir,“ segir í tilkynningu. Fundur á þriðjudag Verkföll séu áformuð 29. október í níu skólum; fjórum leikskólum, þremur grunnskólum, einum framhaldsskóla og einum tónlistarskóla, hafi samningar ekki náðst. Ríkissáttasemjari hafi boðað til fundar á þriðjudag og þá mæti viðræðunefnd Kennarasambandsins sem sé skipuð formönnum aðildarfélaganna sjö og formanni KÍ, til fundar með samninganefndum sveitarfélaga og ríkisins. Skóla- og menntamál Ísafjarðarbær Stéttarfélög Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Tónlistarnám Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Sjá meira
Í tilkynningu á vef Kennarasambands Íslands segir að atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls í Tónlistarskóla Ísafjarðar hafi lokið klukkan 15 í dag. 100 prósent félagsmanna í Félagi kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, FT, sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni hafi sagt já við boðun verkfalls. Kjörsókn hafi verið rúmlega 83 prósent. Verkfall félagsmanna FT sem starfar í Tónlistarskóla Ísafjarðar hefjist 29. október og ljúki 20. desember, hafi samningar ekki náðst. Eindregin samstaða Í gær var greint frá því að allir félagsmenn í FG, FL og SÍ, eða 100 prósent, sögðu já við boðun verkfalla og 81 prósent félagsmanna FF og FS sem starfa í Fjölbrautaskóla Suðurlands. „Það er því óhætt að segja að eindregin samstaða sé meðal félagsfólks aðildarfélaga KÍ um aðgerðir, þvert á skólastig og skólagerðir,“ segir í tilkynningu. Fundur á þriðjudag Verkföll séu áformuð 29. október í níu skólum; fjórum leikskólum, þremur grunnskólum, einum framhaldsskóla og einum tónlistarskóla, hafi samningar ekki náðst. Ríkissáttasemjari hafi boðað til fundar á þriðjudag og þá mæti viðræðunefnd Kennarasambandsins sem sé skipuð formönnum aðildarfélaganna sjö og formanni KÍ, til fundar með samninganefndum sveitarfélaga og ríkisins.
Skóla- og menntamál Ísafjarðarbær Stéttarfélög Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Tónlistarnám Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Sjá meira